Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 2
2 V1 SIR • Föstudagur 12. maí 1967. Tveir af þrem stjómarmönnum hins nýja kastklúbbs, Sigbjöm Eiriksson og Jón G. Baldvinsson. Nýtt íþróttafélag stofnað Kastklúbbur Reykjavíkur 0 íþrótt, sem lítið hefur verið kynnt blaðalesend- um undanfarin ár, er kastíþróttin, en engu að síður er þessi íþrótt þegar orðin mjög vinsæl víða er- lendis, t. d. á Norðurlöndunum, og í Svíþjóð hefur engin íþróttagrein fjölgað eins mikið iðkendum undanfarin ár og einmitt kastíþróttin. Öflugt al- þjóðasamband er starfandi, en hér á landi hefur til þessa aðeins eitt félag verið starfandi fyrir þessa grein, Kastklúbbur fslands. enda stutt liðið frá stofnun fé- lagsins.en þeir sem áhuga hafa á að kynnast starfseminni geta náð í Jón í síma 82657. Þeir sem gerast félagar fyrir 1. júlí teljast stofnfélagar, en stofnfélagar nú eru 38. 1 stjórn félagsins eru: Jón Baldvinsson, formaður, Jóhann Erlendsson, féhirðir og Sigbjörn Eiríksson, ritari. — jbp— ■1%, , - Þann 22. apríl s.l. bættist svo við nýtt fþróttafélag, sem hefur á stefnuskrá sinni að efla áhuga og kynningu á kastíþróttinni. Hlaut félagið nafnið Kastklúbb- ur Reykjavíkur. I gær hitti fréttamaður Vísis formann hins nýstofnaða félags að máli, en hann heitir Jón Baldvinsson. Jón sagði m. a.: „Markmið og tilgangur félags ins er fyrst og fremst að stuðla að kynningu á íþróttinni í Reykjavík og víðar og að hafa sem bezta samvinnu við ein- staka áhugamenn og-félög, og auk þess að koma upp aðstöðu fyrir félagsstarfsemina og standa fyrir aefingum og keppn- um“. — I hverju er kastíþróttin fólgin? „Kastíþróttinni má raunar skipta í tvennt, fluguköst og köst með spinnútbúnaði. Þessar skiptast aftur niður innbyrðis á marga vegu og munu greinarn- ar alls vera 10 talsins. Markmið- ið er oft að kasta lengst en í sumum tilfeHum að hitta á á- kveðinn punkt, svokölluö hittnis köst“. Eru það ekki einkum laxveiði menn, sem stunda kast sem í- þrótt? „1 langflestum tilfellum er það svo, en þó eru til menn, sem stunda kastíþróttina en lax veiðar lítið sem ekkert". — Hvernig mannvirki þarf til að æfa kastíþróttina? „Það þarf góða grasflöt meö grunnri tjörn, því kastmenn vilja helzt kasta I vatn, sem er eðlilegra, en hins vegar er tjöm- in ekkert skilyrði í keppni, t. d. verður næsta heimsmeistara- mót, sem haldið verður í Noregi í sumar, á grasi, en þar verður það nýmæli tekið upp að lengsta kast gildir f lengdarköstum, en ekki meðaltal þriggja beztu eins og áður“. Jón Baldvinsson kvaö enn ekki ákveðið hvenær æfingar Kastklúbbs Reykjavíkur hefjast, pumn — OG BOLTINN LIGGUR ÍNETINU W , } Hina heimsfrægu PUMA knattspyrnuskó fóið þér hjó j Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óðinsgötu 1, l sími 38344______________________ Hér er Halldór Erlendsson í hittni- kasti og hefur greinilega hitt hlemminn, sem flýtur á flotholtum úti á vatninu. Fjarlægðin er ca. 15 m. Halldór kastar með spinn- útbúnaði. VALUR VANH ÞRÓTT 5:1 Valsmenn héldu í gærkvöldi upp á 56 ára afmæli félags síns með því að gersigra Reykjavíkurmeist- arana í fyrra með 5:1. Lið Þróttar megnaði aldrei í þessum leik aö sýna Val nokkra keppni. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu og skoraði Ingvar Elísson með fallegu skoti. Nokkru síðar átti Bergsteinn Magnússon skot í stöng. Ingvar skoraði einnig 2:0 en þar fannst mörgum, að markið „lyktaði" af rangstöðu. í seinni hálfleik kom 3:0 á 11. Hvers vegna þnrf dómcsri að vera bundinn félagi? All einkennilegt mál er nú kom- ið upp milli knattspymudómara í Reykjavík (KDR) og Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur. Einn af dómur- um i félaginu er Júlíus Júlíusson, áhugasamur og duglegur maöur, sem er búsettur hér í Reykjavík, en hefur keppt 'og dæmt á veg- ú... Breiöabliks í Kópavogi. Hefur honum verið neitað um aðgangs- kort aö leikjum í knattspyrnumót- um sumarsins. Ástæðan: Jú, hann er utanbæj- ármaður og á víst ekkert gott skil- ið, þó að knattspyrnuforustan geti vel hugsaö sér að notfæra sér krafta Júlíusar sem dómara. Þessu hefur KDR ekki viljað una og er talsverö ólga í mönnum vegna þessa. Einhver rykfallin reglugerð mun kveða svo á um dómara, að þeir verði að dæma í nafni einhvers knattspyrnufélags- skapar (hver er tilgangurinn meö því?) Nú er mjög mikið djúp staö- fest milli dómara í Reykjavík og þeirra sem utan Reykjavíkur starfa. Dómarar í Reykjavík verða t. d. að gera sér að góöu að greiöa aögangseyri að leikjum úti á landi og öfugt. Dómarafélagiö hér fær ekki eyri greiddan fyrir leiki, sem félagar þess dæma úti á landi, en dómarafélög á öðrum stöðum fá 700 krónur fyrir ómakiö. Virðist sem gamlar og úreltar reglur séu hér aö rugla menn og ætti þaö að vera hlutverk knatt- spyrniihöfðingjanna aö sjá svo um að breyting verði gerð hið snar- asta. Það virðist augljóst að það er síður en svo til góðs að dómari sé félagsbundinn annars staðar en í KDR, — það hlýtur að vera gott að dómari sé ekki tjóðraður ein- hverju knattspyrnufélaginu. mín. það var Hermann sem negtdi meö föstu og fallegu skoti utan vítateigs. Nokkru síðar komast Valsmenn i 4:0 eftir að Reynir einlék og skaut í Jón Björgvins- son, markvörð Þróttar, en af hon um hrökk boltinn inn. Á 23. mín. skorar Halldór Braga son eina mark Þróttar, sendi bolt- ann aö marki, líklega af 30 metra færi og hafnaði boltinn efst í blá- horni marksins. Lokaoröið átti Her- mann Gunnarsson meö fallegu skoti 5:1. Þaö geröi Valsliðið óneitanlega léttara og. skemmtilegra aö nota nú nýliða tvo, Alexander Jóhannesson og Samúel Erlingsson, sem báðir léku með unglingalandsliðinu • I fyrra. Þeir áttu stóran þátt í þess- um leik. BiLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis í bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Ford Fairlane árg ’64. Rambler American árg ’64 Cortina árg ’65 Willys árg. ’65 Zephyr árg ’62 Ford Custom árg ’63 Opel Rekord árg. ’64. Taunus 17 M station árg. ’59 Taunus 20 M árg. ’65. Chevrolet Corvair árg. ’63. Volkswagen árg. ’59 og ’66 Austin Gipsy diesel árg. ’62. Austin 1100 árg ’65 Simca Ariane árg ’62. Hillman Imp árg ’63. Land Rower árg '66 Opel Capitan árg. ’59. Austin Gipsy árg. ’66 Bromco árg. ’66. Mercedes Benz árg ’55 Taunus 17M árg ’65 Tökum góða bíla í umboðssölu Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. '408$ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 MEUVÖILUR Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. — í kvöld kl. 8.30 leika KR — Víkingur MÓTANEFND.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.