Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 12
V1 SIR . Föstudagur 12. maí 1967. 12 Kvikmynd asaga Nr. samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar 20 „The Lonely GirT' „Þeir gáfu mér gagnlegar vísbend- ingar um CurraghveÖreiðarnar“. Ég vissi aö hann mundi hef ja ræð- j una yfir mér um leiö og þeir heyröu ekki lengur til. „Ekki átti ég von á þér“, varð mér aö orði. „Ég átti ekki heldur von á þessu“, sagði hann og fór að leita í vasanum á frakkanum sínum. Loks dró hann upp hréf. „Ég á erindi við þig, ungfrú góð. Þú hag- ar þér eins. og hundheiðin ...“ „Hvað er þetta?" spurði ég og þreif bréfið af þonum. Það var vél- ritað og ég las það af ákefð. „Kæri herra Brady! Það er tími til kominn að þér fáið að vita í hvaða félagsskap dóttir yðar hefur lent. í meir en tvo mánuði hefur hún verið í slagtogi við kvæntan mann, sem ekki býr lengur með konu sinni. Hann er alkunnur í borginni sem stórhættulegur maöur. Eng- inn veit hvaðan honum kemur fé. Hann er gersamlega trúlaus. Hann sendi eiginkonu sína aftur heim til Bandaríkjanna, og notar nú heimili sitt sem gildru fyrir ungar stúlkur, sem hann lokkar þangaö og notar eiturlyf til aö komast yfir þær. Dóttir yöar hefur þráfaldlega fariö- þangað með honum, ein síns liðs. Ég vona innilega að þessi viðvör- un sé ekki um seinan. ' Ég er þannig gerður, að ég vil ekki til þess vita að góð og vönduö kaþólsk stúlka verði leiksopp- ur gerspilltra vantrúarmanna. Góöur vinur". Ég las það yfir aftur og það komu tár fram í augu mér. Ekki j vegna þess að faðir minn stóð i þarna hjá mér og var að rifna afí bræði. Heldur fyrir það, að nokkur, maður skyldi ætla Eugene annaö eins og þarna kom fram. „Það er heldur þokkalegt eða hitt þó heldur, fyrir vesælan og aldraðan föður að verða fyrir ööru j eins reiðarslagi", sagði hann. Ég hafði gersamlega gleymt því hve j hranaleguc bann. gat oröið og há-; vær við vín, einkum ef hann reidd- j ist. „Þetta er ekki satt“, sagði ég.! „Ekki stakt orð“. Og svo bætti ég við eftir andartaks þögn: „Ég þekki þennan mann aö vísu, nóg til þess, að ég veit að þetta er ekki satt. Baba þekkir hann líka, og konan, sem við búum hjá ...“ „Er hann ekki fráskilinn?" „Hann er það, en ..“ Faöir minn varð enn rauðari í andlitinu. „Hvar er hann? Ég skal berja úr honum líftóruna!" „Hann er farinn", sagði ég. „Og hann hefur ekki samband við þig framar? Þú sérð hann ekki aftur?“ Þetta var meira en ég gat þolað. „Ég ræð mér sjálf!“ hrópaði ég. „Ég geri það sem mér sýnist". „Ég þoli ekki nein mótmæli ... “ öskraði faðir minn. Frú Bums kom hlaupandi fram í búöina til að sjá hver Qsköpin gengju þar eiginlega á. Hún reyndi að fullvissa föður minn um, aö ég væri góð og siðsöm stúlka, og stakk upp á því, að ég færi með hann heim til Jóhönnu og gæfi honum te. Hún vildi umfram allt losna við hann úr búöinni, vegna háreystinnar í honum og hve tryllt- ur hann Var. Jóhanna vildi líka losna við hann hið bráðasta. „Hver veit nema hann æli út gólfábreiöuna", sagði hún. „Eða hann berji Gustav niður ...“ Við helltum upp á te frammi í eldhús- inu, en faðir minn sat með flösk- una inni í stofu, og skýrði sjálfum sér frá því, hvemig hann skyldi leika Eugene, ef hann hefði hendur í hári hans. Ég tók þrjú pund úr einum vas- anum á frakkanum hans, sem hékk frammi í anddyrinu og angaði af áfengislykt og tóbaki. Ég bjóst ekki við að hann mundi sakna þeirra, þv£ að það voru punds- seðlar í öllum vösum hans. Hann h'Taut a’ hafa fengið greiðslu fyr- ir beitina, því að hann átti enn eftir nokkurn engjaskika, þótt hann væri búinn að missa eignarrétt á jörðinni að mestu leyti. Þegar hann ha-fði drukkið teið, skipaði Jóhanna mér að koma hon- um út, því að hann var að sofna í stölnuoi. Ég leiddi hann eftír gangstétt- mni að símaklefa og hringdi á leigu bíl til þess að aka honum á jám- brautarstöðina. „Þú kemur líka heim, kelli mín“, sagði hann. Ég gekk nokkur skref á undan honum, svo hann næði ekki tök- um á mér. „Ég get ekki faris úr vinnun. fyrirvaralaust", sagði ég rólega. „Heldurðu að þér þýði nokkuð að ætla að standa uppi 1 hárinu á mér“, hrópaði hann. „Þú kemur heim, og ekkert múöur með þaö". Hann ýtti nýja hattinum aftur á hnakka, og klóraði sér á enninu, þar sem var rauð rák eftir leður- boröann innan ■ hattinum. „Þú mátt ekki öskra svona úti á götunni", sagði ég. Allmargir af viðskiptavinum okkar bjuggu þarna, og ég vildi ek-ki að hann niðurlægði mig í augum þeirra. „Þú komur heim“, öskraði hann. „Láttu mig um það“. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun fara heim. Mér leiddist þar alltaf, jafnvel þegar allt var í lagi með fööur minn. Hann hafði neyðzt til að selja mestan hluta jarðarinnar skömmu eftir að móðir mín drukkn aði, og flutti þá í hjáleigukot, en nýi eigandinn leigði nunnum nokkr- um ibúðarhúsið, sem var mjög stórt og rúmgott, en þær fluttust þaðan eftir að 'hafa búið þar í ár, vegna þess hve mikill saggi var í húsinu og kyndingarkostnaðurinn allt of hár, að þeim þótti. Þá stóð húsiö autt um skeið, og þá fóru óðara að myndast sögur um að móðir mín gengi þar aftur. Banka- starfsmaður nokkur, sem ætlaði að taka húsið á leigu, riftaði samning unum þegar hann heyrði um reim- leikana, og í örvæntingu sinni fékk eigandinn föður minn til aö setj- ast aftur að í húsmu, ef það mætti verða til þess að kveða orðróminn um reim-leikana niður. Ég hringdi á næstu bflastöð og bað þess að bílstjórinn tæki okkur við símaklefann. Svo biöum við. Ég stóð þögul og sneri mér undan. „Þú ert ekki sérlega skrafhreif- in við -hann föður þinn“, sagði hann eftir nokkra þöign. „Því skyldi ég vera þaö?“ Ég hirti ekki um að leyna gremjunni í rödd minni. Ég reyndi að finna einhver ráð til undankomu, en sá um leið að það myndi gersamlega þýðingar- laust. Við biðum enn um stund, og mér var orðiö sárkalt á tánum. „Þarna kemur bíllinn", sagði ég og rétti upp höndina. Bílstjórinn sá okkur og hemlaði. Ég opnaði afturdyrnar og faðir minn brölti inn. „Ég get ekki farið án þess að taka fötin mín með mér“, sagði ég. „Ég ætla að skreppa eftir þeim heim". „Screppa ... við ökum þangað“, sagði faðir minn tortrygginn. „Þess þarf ekki“, sagöi ég. „Og bíllinn kemst ekki heldur inn í öngstrætið. Ég verð enga stund“. Ég skeHti aftur hurðinni, en hann öskraði, þegar ég tók til fótanna f áttina heim til Jóhönnu. Ég vissi að það rmmdi taka bflstjörann nokkrar sekúndur að snúa bflnum, og kæmist ég ekki undan heim til Jóh&inu, var ég staöráðin í að berja að dyrum á næsta húsi og fela mig þar. Konan, sem átti þar heima þefckti mig og ég hafði stundum gefið bömum hennar sæl- gæti. Ég hljóp eins og fætur toguðu. Rakst á haltan mann, og gaf mér ekki einu sinni tíma til að biðja afsökunar. Ég var komin að götu- horninu þegar ég hejn-ði í bflnum fyrir aftan mig. „Komdu!“ kallaði faðir minn, og ég herti sprettinn. Vissi að hann var of drukkinn til þess að geta veitt mér eftirför. En þá óku þeir fram i'r mér f bílnum, og faðir minn stökk út. Hann náði hand- festu á kápubeltinu þegar ég ætl- óði að snúa við. „Þetta er þýðingarlaust fyrir Þip-“_. „Ég fer ekki heim... ég fer ekki heim!“ æpti ég í von um að einhver sem færi um götuna, kæmi mér til aðstoðar. „Inn f bílinn með þig“, öskraöi faðir minn. „Ég kalla á lögregluna", hrópaði ég. En nú var bílstjórinn kcaninn út og gekk f lið með föður mínum. Þeir drógu mig að bílnum, og ég var hrædd um að þeir kynnu að rífa nýju kápuna mína, sem Eug- ene hafði gefið mér. Hópur af krökkum hafði að sjálf sögðu safnazt að, og bílstjórinn sagði mér að ég mætti skammast mín fyrir að vilja ekki fara heim með föður mínum, sem viidi reyna að draga mig upp úr göturæsinu. Þeir hrundu mér inn f bíliim, og ég sat eins Tangt frá föður mfnum og sætið leyfði, þegar ekið var af stað. Á leiðinni á jámbrautarstöð- ina, las hann mér stöðugt lexíuna, eða hann skýrði bílstjóranum frá því á kjamyrtu máli, hvflíkt vand- ræðakvendi ég væri og hvílika skömm og svívirðu ég gerði sálugri móður minni í gröfinni. Presturinn spyr Ngura, þegar þeir eru komnir í þorpið: „Hver er þessi maður, sem hefur í frammi þessi skrípalæti ?“ „Það er galdraiæknirinn okkar, sem með dansi sín- um reynlr að hrekja andana illu, sem ásækja föður minn, burt“. „Það mun líða langur timi áður en hjá- trúin meðal fólks míns víkur fyrir trúnni á lyf ykkar hvítu mannanna. Inni f kofanum iiggur faðir Ngura fyrir dauðanum. „Svo þið hafið komið til að hlakka yfir dauða minum“. „Nei! Við kom- um til að bjarga Iffi þínu“. Þessi samstæða kostar að- eins kr. 2410.— HÚSGÖGN Vegghillur, veggskápar, vegg- skrifborð, smáskrifborð, snyrti- kommóður. Smíðum vegghlllur úr tekki, eik, mahony og öðrum viðar tegundum eftir pöntim. Langholtsvegur 62 (á móti Landsbankanum) Sími 82295.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.