Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 4
rtorkules, tnús ein, sem varð neimsfræg eftir að hún drap eiturslöngu, dó nýlega í hárri elli. Hann varð tveggja ára gam- all. Eigandi hans Andrew Bryant 17 ára gamall hefur skýrt frá þvi, aö Herkules hafi sofnaö út af í búri sínu. Herkules varð frægur þegar Andrew, sem safnaði slöng- um setti hann sem fæöu fyrir eiturslöngu. Morguninn eftir var eiturslangan dauö. Herkules haföi bitiö hana til bana. Þetta skeði tyrir 18 mánuðum og síðan hefur Ilcrkules fengið aðdáunarbréf víðs vegar frá úr heiminum. Herkules skilur eftir sig sex músarunga. Móðirin yfirgaf heim- ilið nýlega svo að það lítur út fyrir að ungamir veröi munað- arlausir. En Andrew er jú reiðu- búinn aö sjá um þá. * Frakkland er farið að flytja út hrísgrjón til Japan. Nýlega var fyrstu tíu milljón tonnunum skip aö út. Frönsku hrísgrjónaekrurn- ar eru i Camargue. Það er sagt að gæði vörunnar geti ekki betri verið, en hrisgrjón in eru kringlótt. Franska hús- móðirin kýs fremur aflöng hrís- grjón og er því ekki sérlega kaupglöð, þegar um heimafram- leiðsluna er að ræða. Aftur á móti virðist sem Jap- önum geðjist að kringlóttu 'hrís- grjónunum og vilja þeir gjama kaupa allt sem Frakkland geti framleitt, Til notkunar í Frakk- landi halda Frakkamir áfram, að flytja inn hrisgrjón frá Mada- gaskar. Xr Eavestaff-fyrirtækið í London hefur komið með nýtt hljóðfæri á markaðinn, sem á eftir að gleðja marga, sérstáklega munu íbúar blokka og annarra sambýlis húsa fagna tilkomu þess, en einn- ig sá sem leikur á hljóðfærið hverju sinni hans eigin er ánægj- an, af því að hlusta á tónlist sína. Þetta hljóðfæri er nefnilega elek- troniskt orgel, sem ekki heyrist í nema fyrir þann sem leikur á það en hann hefur sérstaklega út- búin heymartæki til þess að nema tónana. Kennedyf iölskyldan a Sumir fengu bað Sagt er að það hafi verið heppni fyrir íþróttafólk að Kenn- edy-ættin hafi valið sér stjórn- mál sem aðalviðfangsefni þvi að, ef svo hefði ekki verið myndi annað íþróttafólk ekki hafa vinn- ingsmöguleika á við Kennedy-ætt ina, sem jafnvel núna sem áhuga fólk um íþróttir vinnur allar í- þróttagreinar, sem hún tekur þátt í. Sagt er einnig að því hættu- legri sem iþróttin er því betri sé Kennedy-ættin fífldjarfa, en í broddi fylkingarinnar er Robert Kennedy. Fyrst fannst honum hand- bolti skiðahlaup og skemmti- siglingar of leiðinlegar iþrótta- greinar svo að hann sneri sér að fjallgöngum og þegar hann varð þreyttur á þeim setti hann sjálfan sig, flest hinna tíu bama sinna, eiginkonuna Ethel og frænk una Caroline Kennedy í lífshættu í hinni árlegu húðkeipakeppni, sem fram fer I Hudsonfljótinu þar sem eru lífshættulegir straumar og iður. Auðvitað var Robert Kennedy í broddi fylkingar við það tæki- færi. Hann fór tölf kílómetra vegalengdina niður fljótið frá' North Creek til Riparius á einni klst. 11 mín. og 29 sek. Hann hélt sig fremst í lokuðum, vatns- þéttum tveggja manna húðkeip, sem varð fyrstur af fimm í þetta skipti datt hann ekki í ískalt vatn ið eins og nýlega — þegar hann þreytti sams konar þolraun. Konan hans Ethel var ekki eins heppin. Húðkeipurinn hennar tók veltu á leiðinni og þurfti hún að vera tíu mínútur í ísköldu vatn- inu áður en henni var bjargað af fólki í öörum húökeip. Þetta gerðist meðan sjö barnanna þeirra hjóna fóru sömu leiðina í litl- um bát ásamt Caroline Kennedy og syni Peter Lawford. Báturinn þeirra komst heilu og höldnu á áfangastað án nokkurrar teljandi veltu. ff ff r f' fffffffsfý{fprgg£ Robert og Ethel Kennedy skemmta sér yfir óheppni frúarinnar að lenda í ísköldu vatninu. Frænkan Caroline — niu ára dóttir hins látna forseta — ferð, sem hún eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur gaman af. .iSa . eftir erfiða haft mjög Breta dómur. Nú hefir brezki skipstjórinn Newton verið dæmdur, m.a. fyr- lr brottnám lögregluþjónanna tveggja. En það vekur athygli fólks, að nú skuli ríkisstjórn Bretlands mótmæla og m. a. ve- fengja rétt til töku togarans í seinna skiptið, þrátt fyrir veru isicnzku lögregiuþjónanna um borð. Þetta þykir okkur skrýtið almúganum hér norður á hjara, að uppi skuli vera sú skoðun, að hægt sé að ávinna sér frið- helgi með brotthlaupi að nætur þeli. Það getur þó varla breytt sekt eða sýknu, t.d. I máli eins og Newtons skipstióra, sem og hafði löggæzlumenn um borð. Og varia vtijum við trúa því að hægt sé að hlaupa af sér brotthlaupinu nema siður sé. sjóstangaveiðimót í Vestmanna- sakir í Englandi. Varla vérður við því að búast eyjum, m.a. með þátttöku er- UménGötu Mig minnir t.d. að einn af póstræningjunum úr lestarrán- inn mikla í Englandi hafi slopp- ið úr fangeisi um jólaleytið, og minnist maður þess ekki, að hann hafi náðst aftur, en varla er það af því að hann hafi á- unnið sér nokkra réttarbót með að afstaða Breta í þessu máli auki vestræna samvinnu eða efli gagnkvæma virðingu vest- rænna þjóða í millum. Sjóstangaveiðimót í Eyjum. Nú mun eiga að halda stórt lendis frá. Fylgir það fréttum aö hótelið sé þegar fullpantað og orðið hafi einnig að leigia hús- næöi annars staðar í bænum til að fulln^egja eftirspurn. í þessu feist viss ábending um möguleika okkar til að fá til okkar fcrðamenn, en flestum er bað i blóð borið að hafa gaman af veiðiskap alls konar. Óvíða annars staðar eru mögu- leikar eins góðir og hérlendis að draga fisk úr sjó, ekki of langt frá landi. Með auknu hótelrými þarf p.ð skipuleggja slík mót til örvunar ferðamanna straumi, og einmitt eins og nú, áöur en aðal ferðamannastraum urinn byrjar. Þeir menn, sem standa að slíkum mótum, eiga þakkir almennings og virðingu skilið, ef vel teksí ti?. Þrándur í Götu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.