Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 23. maí 1967. 9 @ Sagt frá hlutverki og viðfangsefnum hagræðingarfirmans Industrikonsulent IÖðru hverju sjáum við nafninu Industrikonsul- ent A/s skjóta upp í inn- lendum fréttatilkynning um eða auglýsingum. Einkum skýtur nafninu upp í sambandi við ráð- stefnu um stjórnunar- mál fyrirtækja og er þá venjulegast um að ræða fyrirlesara frá Industri- Industrikonsulent eru trúnaöar- mál þess og viökomandi fyrir- tækis eöa stofnunar, sem unnið er fyrir en nýlega birti Iceland Review fföfn nokkurra þekktra innlendra fyrirtækja, sem Indu- strikonsulent hefur unnið fyrir og eru þau m. a. Marz h.f., Sveinn Egilsson h.f., Völundur h.f., Mjólkursamsalan o. fl. Industrikonsulent A/s eöa IKO var stofnað í Noregi áriö 1945 og voru starfsmenn þess þá aðeins fjórir. Fyrirtækið hef- ur síðan vaxiö myndarlega úr grasi meö vaxandi skilningi á Industrikonsulent hefur með starfsemi sinni stuölað aö auknum afköstum og bættrl nýtingu í is- lenzka hraðfrystiiönaðinum. gildi þess verks sem þaö getur leyst af hendi í þágu fyrir- tækja og heilla atvinnugreina. Á vegum þess starfa nú um 125 manns og eru útibú í Danmörku og Svíþjóö og íslandi og sam- starf er viö stærsta hagræðing- arfirma Finnlands. IKO er einn- ig hiuthafi í Norconsult A/s sem stundar hagræöingarstarf- semi um allan heim. VTerksviö hagræöingaskrif- ” stofa er æði yfirgripsmikið og engum einum ætlandi aö halds og innkaupa, dreifinga- kerfið innan fyrirtækis og vegna viðskiptavina, meðhöndlun farms og ýmsar athuganir á höfnum. Þegar um iðnaðarskipu- lagningu er að ræða kanna þeir skipulagningu verksmiðja, birgöageymslur og skrifstofu- húsnæði, niöurrööun framleiöslu tækja, val framleiðslutækja, annast útboðagerðir vegna kaupa á framleiðslutækjum, skipuleggja samsetningu bygg- ingarhluta, annast ýmiss konar kynningarstarfsemi og þjálfun. Industrikonsulent hefur náð þýðingarmiklum árangri í störfum sínum fyrir Rafmagnsveitumar. konsulent A/s hagfræð- ing, viðskiptafræðing eða tæknifræðing. Og viðfangsefnið er sem sagt skipulag og rekst- ur fyrirtækja. Þátttaka í ráðstefnum er þó engan veginn aðalviöfangsefni Industrikonsulent á íslandi, þvert á móti. Það hefur sem sé haft meö höndum raunhæfa endurskipulagningu heilla fyrir- tækja eða þátta í rekstri fyrir- tækja á 'íslandi allt frá árinu 1954 og í vissum skilningi valdiö byltingu t.d. innan hraðfrysti- iönaðarins. Þar hefur á síöari árum orðið eina umtalsverða framleiöniaukningin innan Is- lenzkra atvinnuvega hin síðari ár, og er þaö ekki sízt að þakka starfsemi Industrikonsulent og vaxandi skilningi á því hlut- verki, sem fyrirtækiö innir af hendi. Tjað var áriö 1954, sem Raf- 4 orkumálastjórnin setti sig í samband viö Industrikonsulent A/s í Oslo, stærsta fyrirtæki hagræöingarráöunauta í Noregi. Var hagræöingarfyrirtækinu síö- an falið aö skipuleggja vinnu viö uppsetningu háspennulagnar út um landið. Verkiö var skipu- lagt í smáatriðum með þeim árangri að talið er að sparazt. hafi um 40% í vinnustundum. Síðan hafa 2 eða fleiri starfsm. Indrustrikonsulent veriö hér samfleytt og eru nú starfandi 6 starfsmenn á skrifstofum fyrir- tækisins, sem hefur veriö skráö sem íslenzkt fyrirtæki en er raunar útibú aðalskrifstofunnar í Oslo. Benedikt Gunnarsson, verkfræðingur, er ábyrgöarmað- ur skrifstofunnar gagnvart ís- lenzkum lögum. Framan af starfaði Industrikonsulent eink- um að skipulags- og hagræöing- aráætlunum fyrir opinberar stofnanir, en með tímanum tóku einkafyrirtæki í vaxandi mæli að hagnýta sér þá þjónustu sem hagræðingarskrifstofan hafði upp á að bjóöa. Hefur Industri- konsulent nú m. a. unnið á veg- um F-óst- og símamálastjórnar- innar, Áfengis- og Tóbaksverzl- unar ríkisins, Sementsverk- sviðjunnar, skipulagt innheimtu- og skrifstofukerfi, Gjaldheimt- unnar, Rafmagnsveitur Reykja- vikur og Reykjavíkurborg. Störf kunna skil á öllum þeim viö- fangsefnum. Tveir af starfs- mönnum Industrikonsulent A/s á íslandi fræddu fréttamann Vísis um eitt og annaö varöandi þessa starfsemi. Þeir röktu viö- fangsefni Industrikonsulent. í sambandi viö framleiðslutækni er fjallað um ferilgreiningar, vinnueinföldum og aöferðabreyt ingar, tafatímaathuganir, vinnurannsóknir, framleiðslu- skipulagningu, framleiðslueftir- lit og gæðaeftirlit. Þá er einnig fjallað um skipulag innkaupa, efnisflutninga, innanhúss og ut- anhúss og í sambandi viö það rannsakað og gerðar tillögur um innri flutningsaðstöðu og vél- væðingu, skipulagningu birgða- Meðal þess, sem kemur til álita og er rannsakað varðandi skipu- lag viðhalds er skipulag við- geröanna kerfisbundið viðhald fyrir iðnað og skipafélög, smum ingsáætlanir og hreingerningar. Varðandi stjórn starfsmanna- mála og uppbyggingu þeirra og skipulag er fjallaö um starfs- mat, persónumat, ákvæði og launakerfi, ráöningavandamál og menntun innan fyrirtækis. I skrifstofuhagræöingu er fjallað um vinnueinföldun eða endurbætur á vinnuaðferöum, vinnumælingar, niðurrööun verk staða. í skipulagi fyrirtækisiis er viðfangsefnið m. a. verka- skipting, samstarfsvandamál innan fyrirtækisins, skipting á- byrgðar og valds, stöðulýsingar, skipulagskerfi, athuganir á at- vinnugreinum og samstarf milli fyrirtækja. I sölumálum er fjall- að um markaðsrannsóknir, markaðssetningu afurða, sölu- skipulag, auglýsinga og söluörv- andi aðgerðir. í flokknum viðskiptaleg við- fangsefni er fjallað um fjárhags- bókhald, rekstursbókhald, verð- útreikninga, fjárhagsáætlanir og kostnaðareftirlit, áætlanir um kostnaöarlækkun úttekt á fyr- irtækjum. kauptíma og skipu- lagning. Hagræðingaskrifstofa eins og IKO fjallar einnig um gagnaúrvinnslu með tölvum, undirbúninginn, val véla og upp- byggingu,kerfa svo og gerð for- skriftá. Einnig er fjallað um framkvæmdarannsóknir og loks eru haldin námskeið og fólk þjálfað á mörgum þeim sviðum, sem nefnd hafa verið. Eru þau skipulögö fyrir samtök, stofn- anir og starfsfólk einstakra fyr- irtækja. Þetta er yfirgripsmikið viðfangsefni sem fyrst og fremst lýtur aö því að fullkomna skipulag, hagræða hlutum og störfum, mönnum og fyrirtækj- um, heilum atvinnugreinum þannig aö skipulagið verði sem einfaldast, afkastamest og arð- bærast. Hér á landi hefur Industri- konsulent einkum unnið að vinnurannsóknum. Með vinnu- rannsóknum er almennt átt við vinnuaöferðarannsóknir, taf- rannsóknir og ákvæðisrannsókn ir. I leiðbeiningum, sem vinnu- veitendasamtök og launþega- samtök íslands gáfu út árið 1965 um vinnurannsóknir segir m. a. um tilgang vinnurannsókna að „varðveizla og efling lífs- kjara þjóðarinnar, þar með tal- in trygging fyrir fullri atvinnu, séu undir samkeppnishæfni at- vinnuveganna komin. Þar sem samkeppnishæfnin er háð vax- andi framleiðniaukningu er það sameiginlegt hagsmunamál allra að jafnframt nánara samstarfi þeirra aðila, er að framleiðsl- unni starfa, sé unnið að stöðug- um endurbótum á vinnuaðferð- um og launafyrirkomulagi f því skyni að bæta nýtingu véla, hrá efna og vinnuafls". Þá lýsa fyrrgreind samtök þeirri skoðun sinni ,,að vinnu- rannsóknir sé nytsamt og hent- ugt hjálpartæki til að bæta sam starfið um vinnutilhögun, vinnuaðferðir og launaákvarð- anir, þegar vinnurannsóknir eru framkvæmdar og notaðar á rétt an hátt“. Markmið vinnurannsókna er „að koma í veg fyrir óþarfa tímatap og finna hinar béztu vinnuaðferðir jafnframt því að mynda réttan grundvöll fyrir launaákvarðanir". Framkvæmd vinnurannsókna er eins og áður segir þrfþætt. Vinnuaðferðarannsóknir „miða að því að endurbæta vinnu- brögð, rannsaka verkstað, vél- ar, verkfæri, efni, flutninga, vinnuskilyrði og sjálfa vinnu- aðferöina í því skyni að gera hana einfaldari og léttari og á- kveða hagstæðustu aðferðina". Tafarannsóknir „eru fram- kvæmdar í tvennskonar tilgangi, þ.e.: til að skrá aliar tafir (timatap) á verkstað eða í deild meö það fyrir augum að koma á endurbótum og til að ákveða hina nauðsynlegu tímaviðauka við útreikning ákvæðistíma. — Þessir viðaukar eru vegna: Verktæknilegra tafa, persónu- legra þarfa og sérstakra að- stæðna". Ákvæðisrannsóknir eru fram kvæmdar „til að finna máls- tíma, þ. e. þann tíma, sem full- fær verkamaður með málsaf- köst notar til að leysa verk af hendi og þá tafaviðauka, sem þarf til að ákveða ákvæðistíma". Málsafköst eru þau afköst „er æfður verkamaður skilar, sem gagnkunnugur er vinnuaðferö. verkfærum og vélum og vinn- ur með hraða, sem unnt er að halda ,án þess að það skaði heilsu hans“ 'T'il að gefa örlitla hugmynd um hvemig starfsmenn Industrikonsulent vinna, má taka dæmi um staðsetningu verksvæða og niðurröðun véla i lítilli smiöju. Eigandi smiöj- unnar hefur komið á skrifstofu Industrikonsulent og óskað eft- ir þvl að fá upplýsingar um kostnað við fyrrgreint verkefni og vinnutilhögun við það. Ind- ustrikonsulent gerir sínar athug anir og sendir að þeim loknum bréf til eiganda smiðjunnar með upplýsingum um starfs- og kostnaðaráætlun. í fyrstu grein bréfsins er gerð grein fvrir markmiði starfsins, sem Ind- ustrikonsulent ber að vinna. „Markmiðið með þessu verk- efni er að fá hagkvæma nýt- ingu á húsrúmi smiðjunnar með sérstöku tilliti til • I) Stað- setningar véla og tækja I sam- ræmi við verkrás. 2) Hag- Framhald 6 bls. !0.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.