Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 16
!•* Rekstrarafkoma Flugfélags ís- aður á utanlandsflugi nam 14.9 lands var góð á s.l. ári þrátt fyrir miiljónum en tap á innanlandsflugi Á myndinni er Engelhart Bjömsson, sigurvegari i siðasta torfæru- akstri að sigrast á cinni torfærunni i bii sinum. jSetja upp „Tívolí" og dýragarð á Akureyri ÍFjölbreytt hátjðahöld skátahna þar um helgina „Tívolí“ og nokkurs konar fjölleikahús verða sett upp á Ak- ureyri um helgina. Það er Skáta- félag Akureyrar, sem gengst fyrir mikilli skemmtun þar sem verður að finna leikjasvæöi, skotbakka, kraftmælingatæki, myndaklefa og draugahús svo eitthvað sé nefnt. Trúður mun koma fram í sirkusnum og þekktur keilukastari sýna listir sínar, en einnig fer fram sýning á gæludýrum og hefur m. a. verið fenginn api frá dýragarð- inum í Kaupmannahöfn. Auk þessa munu skátarnir sýna svipmyndir af starfi sínu undanfarin 50 ár, starfinu í dag og starfinu eins og þeir hugsa sér það eftir 50 ár, eða árið 2017. Skátadeginum lýkur um kvöldið með flugeldasýningu og blysum. töluvert tap á innanlandsiiugi fé- lagsins. Rekstrarhagnaður varð rúmlega 7.4 milljónir króna. Hagn- um 7.5 milljónum. Sextíu þúsund króna hagnaður varð á rekstrí hinna nýju Fokker Fricndship-flug- véla. Flugfélag íslands flutti 167. 560 farþega á s.l. starfsári, 22.1% -nikning miðað við árið áður. Aukn ing vöruflutninga nam 47% og Framhald á bls. 10. Starfsmenn FÍ eru margir meðal hluthafa og eiga 12% hlutafjár. — Sjást nokkrir þeirra fremst á myndinni. SCeppa í torfæru- akstri Torfærukeppni fer fram á morg- un á vegum Bifreiðaklúbbs Reykja- víkur. Er keppt um veglegan bik- í ar fyrir félaga, en utanfélagsmönn- um er heimil þátttaka sem gestir. | Keppnisstaður verður auglýstur j nánar á moruun. aðvarar ísrael Frakkar ætla að stööva vopnasölu og afhendingu vopna til landa, sem byrja styrjöld í Austurlöndum nær. Þetta kom fram í mikilvægri yfirlýsingu de Gaulle forseta í gær, þar sem tekiö var fram, aö Frakkar, héldu fast viö hlutleysi sitt í yfirstandandi deilu. Forsetinn hélt fram rétti jafnt Israels sem Arabaríkj- anna til sjálfstæðis og til- veru, en tók frarn að Frakk- land mundi ekki failast á að- gerðir neins aðila, sem byrj- aði styrjöld. í París líta stjórnmálamenn á þetta sem aðvörun til ísraeis og Egyptalands. Góðar hagur FLUGFÉLAGS ISLANDS á síðasta ári að hervæðast af kappi um leið og prestar Múhameðstrúar- manna um gervallt Egyptaland hvetja alla Araba til að sam- einast um að koma Zionisman- um fyrir kattarnef, en þeir sem „láta lífiö ? þeirri baráttu munu uppskera tvöföld laun á himn- um“. í Sýrlandi hafa verið gefnar fyrirskipanir um hervæðingu helmings af 300,000 sjálfboða- liðum, sem hafa látið skrásetja sig. Irak hefir sent öfluga her- flokka til ótilgreindra stöðva gegnt ísrael. Munu þetta vera vélaherflokkar. 1 Kairo hefir utanrikisráð- herra Egyptalands Mahmoud Riad aðvarað allar siglingaþjóð- ir við þátttöku í „ofbeldi Isra- els“, en með því mundu þær tefla hagsmunum sjáifra sín i mikla hættu. Þessi aðvörun er birt vegna tillagna brezku stjórnarinnar um samstööu sigl- ingaþjóða varðandi siglingaleið- ir um Akabaflóa (sbr. fyrri fréttir). Riad kvað veröa litið á slíka yfirlýsingu sem skerð- ingu á sjálfstæði Egyptalands og „skref í þágu ísraelsks of- beldis“. ARABARÍKIN AUKA HERVÆÐINGUNA. □ Arabaríkin halda áfram Flugfloti Israels er að mestu leyti byggður 'upp af frönskum herþotum af Mystere og Mirage-geröum. Með 70 tonn af BE&3J Grætthmdsmiðum Vélbáturinn „Þrymur“ frá Pat- reksfirði kom um miðnætti í fyrra- kvöld til Patreksfjaröar af línu- veiöum við Grænland. Var bátur- inn með 70 tonn af ágætis þorski eftir 11 daga útivist. Arangursloais sátfafundur Sáttafundur var haldinn í far- mannadeilunni í fyrradag og varð hann árangurslaus. Fundur var ekki boðaöur í gær. Þetta var annar róöur „Þryms“ á Grænlandsmið með línu og aflinn svipaður og 1 fyrra skiptið. Skip- stjórinn, Hörður Jónsson, sagði Vísi í gær, að þeir hefðu fengið þennan afla mestan á sama staðn- um, en þó aðeins sunnar, heldur en í fyrri róðrinum. Voru þeir um 75 mílur frá Kulusuk, en þangað er um 40 tíma löng sigling frá Pat- reksfirði. Þeir á „Þrym“ fengu ágætis veö- ur mest alla veiöiferðina, utan 2 daga, sem bræla var á miðunum. Báturinn staldrar ekki lengur viö en 1 y2 sólarhring. Þá veröur farið út aftur í einn róður til viðbötar. Tíundi hver Akureyringur til útlanda í sumar Yfir 400 þegar tryggt sér far / hópferðum Að því er fréttaritari Vísis á Akureyri tjáði blaðinu í gær, er gert ráð fyrir, að óvenju margir Akureyringar bregði sér til útlanda í sumar. Mun láta nærri, að um 1000 íbúar Akur- eyrar og nágrennis muni fara í hópferðum og einstaklingsferö- um til útlanda í sumar eða um tíundi hver íbúi kaupstaðarins og nágrennis. Þá er og gert ráð fyrir miklum straumi ferða- manna til Akureyrar og ná- grennis í sumar sem endranær, enda mikið verifi gert til að gera aðstöðu til móttöku ferða- manna á þessu svæði sem bezta. I gærmorgon fóru tveir stórir hópar Akureyringa til Noröur- landa, og er flogið í leiguvélum frá Flugfélaginu og Loftleiðum. Er þarna um aö ræða 160 manna hóp, annars vegar hópur slysa- varnakvenna frá Akureyri og hins vegar Karlakór Akureyr- ar, sem fer í söngför til Noregs, Finnlands og Svíþjóðar, með við komu í Danmörku á leiðinni heim. Báðir höparnir munu koma heim aftur rétt fyrir 17. júní. Skv. upplýsingum hinna fjögurra ferðaskrifstofa á Ak- ureyri, beinist ferðamanna- straumurinn þaðan mest til Noröurlanda og eru flestar hóp- ferðirnar þangað. Samtals munu um 400 Akureyringar þegar hafa pantað sæti í hópferðum í sum- ar til útlanda, og enn fleiri munu þeir verða, áður en lýkur. Ferðamannastraumur til Ak- ureyrar hefur mikið aukizt á síðustu árum, eit*kum eftir að Norð-austuriandssvæðið varð svo vinsæll sumarleyfisdvalar- staður sem raun bervitni. Hefur og ýmislegt verið gert til að bæta aðstöðu til móttöku ferða manna þarna fyrir norðan, t. d. reist viöbygging við Hótel Reyni hlíð við Mývatn, stór og glæsi- leg viðbygging við Hótel Varð- borg á Akureyri, og uppi eru ráðagerðir um byggingu hótels á Húsavík. Fimm hótel eru starfandi á Akureyri yfir sum- armánuðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.