Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 4
Þriðja fórnar- lamb barna- morðingja fundið Heill her lögreglu og her- manna fann eftir fjögurra daga leit lík hinnar sjö ára gömlu Christine Darby, en hennar haföi verið saknað frá þvi á laugardag. Líkið fannst í þéttum skógi, Cannock Chase, i Englandi. Um 800 lögreglumenn og 60 lögreglu- hundar tóku þátt í leitinni að Christine litlu. Mikill óhugur hefur nú gripið um sig meðal fólks á þessum slóðum, því ekki er liðið ár síðan fundizt hafa, í ekki meir en 2 mílna fjarlægð, lik tveggja ann- arra telpna. Þær áttu allar 3 það sameiginlegt að þær bjuggu nærri þjóðvegi A34. Lfk hinna fundust í janúar s.I. Vitni voru að því, að á laugar- dag bauð maður Christine litlu upp í bíl til sín, og heyrði fólk hann biðja hana um að vísa sér til vegar. Það var það síðasta, sem til hennar sást á lífi. Lög- reglan rannsakar nú stolinn bíl, sem fannst eftir helgi, en lýsing ar sjónarvotta á bíl mannsins koma heim við hann. Marlene Dietrich fékk gulllykil að dyrum Tivoli Marlene Dietrich skemmti um stundarsakir gestum Tívólísins í Kaupmannahöfn við mikinn fögn uð þeirra. Jókst aðsóknin til muna, þau kvöld. sem hún skerhmti, og fyrir þær sakir og aðrar sýndu forráðamennirnir henni sérstakan heiðursvott, sem fáum hefur hlotnazt. Þeir gáfu henni gulllykil, sem opnar henni allar dyr Tivoli. Lykill þessi er handsmiðaöur og 3500 krónu virði í peningum. Hvar, sem hún sýnir lykilinn í Tívolí, er henni aðgangur heimill ókeypis. Hér sést hún á mvnd með þeim tveim mönnum öðrum, sem hafa fengið gulllykilinn, en það eru dönsku skemmtikraftarnir Svend Amussen og Preben Uglebjerg. Þeir voru meðal þeirra fyrstu sem urðu til þess að óska henni til hamingju með Iykilinn. Hægri hundar áróður og nærbtrv">< Svíar hafa rekið mikinn áróður til þess að minna fólk á breyt- inguna úr vinstri handar akstri yfir i hægri handar. Spjöld hafa verið límd upp á veggi. Útvörp og blöð hafa í allt sumar minnt hlustendur og lesendur sína á H-daginn svonefnda, en það er dagurinn, sem breytingin mun fara fram. Þeir ganga jafnvel svo langt í þessum áróðri sínum, Svíamir, að þeir hafa sett þessi H-dagsmerki sín á nærbuxur manna. Svo nú er það orðið svo, að þeir komast ekki hjá því aö minnast dagsins, þegar þeir fækka eða fjölga klæðum. Mvnd- in hér er af einum slíkum buxum. Byggt af hagsýni eða flottræfilshætti ? Við íslendingar byggium mik- ið, byggjum flott og stórt. VIö byggjum eins og þeir, sem ekki skortir fé til framkvæmdanna. Auðvitað er það líka svo, að marga skortir ekki fé, sem bet- ur fer, því ekki væri þaö gott ástand, ef alllr væru blankir. En þeir okkar, sem eru blankir þeir vilja jafnvel byggja eins flott og þeir, sem nóg hafa féð. Sumir af þeim blönku hafa betri aðstöðu en aðrir til aö fá pen- inga að láni til að byggja fyrir, og þykir bað ekki ljóöur á fari manna, þó þeir noti sér slíkt. Það hefir oft veriö gagnrýnt, að fólk byggi yfir sig af of miklu bruðli, þetta tröllríði lánastofn- unum, sem gætu annars dreift fjármagninu á fleiri húsbyggj- endur. Þetta hefir yfirieitt þótt réttmæt gagnrýni, því að ekki ætti að vera nein ástæða fyrií aðila, sem ekki hafa því meira fé handa í millum, aóbyggjahús sém íslendingar hafa ráðizt í, er Búrfellsvirkjun, og til að geta ráðizt í slíka stórframkvæmd verður aö fá fjármagn erlendis frá til byggingarinnar. Og til að ráðast i slíkar stórfram- kvæmdir, sem vafalaust á eftir að marka sin spor fyrir þjóðina. En meö tilliti til að við erum á súlum eöa með yfirborös- kenndu flúri. Gagnrýnendur hafa verið ýmsir kunnáttumenn á húsbyggingasviðinu, eða framámenn 1 fjármálastofnunum eða málsvarar hins opinbera. En hvernig byggir hið opin- bera? Það ætti ekki að þurfa fleiri banka á sama tíma og þjóð artekjurnar minnka um 4% á mann á hálfu ári. Ein stórfelldasta fjárfesting að fá fjármagnið lánað, verður að sclja rafmagnsorkuna fyrir- fram fyrir lægra verð, en ís- lenzk fyrirtæki þurfa að kaupa hliðstæða orku. Þarf ekki að orð lengja það, aö lækkun rafmagns orku mundi strax veröa ýmsum iðnfyrirtækjum og fiskiöjuver- um mikil bót í yfirstandandi rekstrarerfiðleikum. En samt gleðjumst við yfir að sýndur skuli vera sá stórhugur að byggja fyrir lánsfé, og með tilliti til þess að viö þurfum að selja orkuframleiðsluna á niður settu verði, þá rekur mann í rogastanz, að ekki skuli véra hægt að byggja öðruvísi en af sama bruðlinu og almúginn. — Stærsta listaverk landsins á að prýða stöðvarhúsið við Búrfell, því að nú dugar ekki náttúru- fegurðin ein. Bágt á ég með að trúa því aö hin 10 metra háa lágmynd kosti smáskilding, og ekki vil ég heldur halda þvf fram, að viðkomandi listamað- ur sé ckki góðra gjalda verður. En slikt bruðl á ekki við í sam- bandi viö slíka byggingarfram- kvæmd og það á þessum stað, sem tiltölulega fáir njóta iista- verksins. Byggingu aflstöðvarinn ar við Búrfell er hægt að byggja látlaust og flúrlaust, án þess að særa fegurðarsmekk nokkurs að- ila. Það væri allt annað mál að skreyta stórbyggingu með lista- verkum, ef verið værl að byggja fyrir rekstrarafgang þjóðarbús- ins, en þegar byggt er fyrir iánsfé, þá er það fyrirhyggju- leysi, eða a. m. k. þætti það lélegt ráðslag af einstaklingum. Með öðrum orðum, hverjir hafa umboð til að sóa fé þjóð- arinnar til siíkrar listaverkafjár festingar á rafstöð? Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.