Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Þr ðjudagur 29. ágúst 1967. • VIÐTAL DAGSINS ER V!Ð GEST ÞORGRIMSSON jyjaðurinn heitir Gestur Þorgrímsson. - Sennilega er þetta nægileg kynning. Að vísu eru margir íslendingar sam- nefndir — En þegrr mönnum verður hugsað til þess tíma, þegar þessi maður stóð hér á árunum í sviðsljósinu og faðmaði sjálfan sig svo innilega, að meiripartur ungra manna sem á þetta horfði fylltist hreinni öfund yfir fegurð konunnar, sem hann virtist halda í faðmi sínum, - að ég nú ekki tali um pipar- sveinana, sem allt í einu fundu til máttar síns. Það er annars ekki gott að segja, hve margir lifa nú í hamingjusömu hjóna- bandi fyrir það eitt að hafa séð hann Gest á sviðinu - En þaö var nú hérna áður. Nú er þetta orðinn alvörumaður, horfinn frá allri vinstri villu og hyggst leiða menn í hinn rétta sannleika hægra megin — Ekki er ég þó grunlaus um að hann hafi alizt upp í Laug- arnesinu. — Þrátt fyrir þessa kynningu langar mig þó til að vita nokkur frekari deili á þér, Gestur — því allir eru frá rót vaxnir. — Hverjir voru foreldrar þínir? — Þorgrímur Jónsson frá Skipholti, bóndi í Laugarnesi og Ingibjörg Kristjánsdóttir Kúld. — Með öðrum orðum þú ert þá aö nokkru húnvetnskrar ættar — ekki lækkar það risið á Húnvetningum. — Foreldrar mínir bjuggu í Laugarnesi frá 1914, þar fædd- ist ég 1920 og ólst upp til 26 ára aldurs, og samkvæmt þinni ályktun líklega búinn að veröa orsök svo margra hjónabanda að ég stóðst sjálfur ekki mátiö lengur og kvæntist, enda ef þú viröir fyrir þér konuna mína, þá séröu að það var varla von. Laugarnes var umhverfi sem hafði upp á ákaflega mikið að bjóða — ljósa og lifandi náttúru- töfra, sem greip barnshugann fanginn — seiðmagn borgar- ljósanna á kvöldin sem þá voru í fjarlægð. Listrænt fólk, sem lék á hörpustrengi hins mann- lega lífs í ótrúlega mörgum til- brigðum. — Þetta haföi sín á- hrif á mótun mína sem uppvax- andi manns, og ég byrjaði snemma að fást við flest þaö sem síðan hefur verið mitt aðal- starf í lífinu. — Ég fann að á ýmsum sviðum hafði ég mögu- leika til að vekja gleði og græskulaust gaman, gat í viss- um tilfellum haft áhrif jafnvel á þá sem í eöli sínu voru al- vörumenn. Ég held ég hafi byrjað að syngja fyrir kýrnar í fjósinu og komst þá aö þeirri niöur- stööu að þær mjólkuðu mikið betur, þó veitti ég því eftirtekt, að það var ekki alveg sama í hvaða tóntegund sungið var, helzt þurfti þaö að vera á angurværan hátt og í moll og auk þess með sérstökum radd- blæ og þá var það að ég byrjaði aö herma eftir ýmsum mönnum sem ég þekkti og varö þess fljótlega var að tækist mér eftirlíkingin, þá haföi þetta ó- trúlega misjöfn áhrif á kýmar. — Þaö var blátt áfram eins og þær dáleiddust af sumum þeirra. — Hins vegar veröur það að vera leyndarmál mitt og kúnna sálugu hverja þar bar hæst, — Þú hefur nú gert fleira um dagana en syngja? '— Það var um svipaö leyti, sem ég fór að hafa áhuga á myndlist. Þá bjuggu þéir í Laugarnesspítalanum Ásmundur Sveinsson og Jón Þorleifsson og .höfðu þar vinnustofu. Ég fékk leyfi hjá Ásmundi til aö hnoða og sniglast í kringum hann í vinnunni. Og svo fór ég að reyna að búa til myndir úr öllu sem ég hafði handa á milli t.d. mykjunni þegar ég mokaði flórinn og skyrinu mínu á morganna þegar ég var aö mat- ast. — Svo stöðvaðist þetta um tima vegna þess að heilsa mín bilaði, og ég var í raun og veru innan sjúkrahússveggja frá fjórtán ára aldri og fram yfir tvítugt. — Nú gat ég hvorki sungið né mótað myndir, og þá fór ég að gera tilraun til að skrifa. Af þessu sérð þú, að næði, og hef starfaö þar síðan. — Frá því ég hætti I fræðslu- myndasafninu, hef ég jafnframt unnið að kvikmyndagerð ásamt ýmsum fagmönnum og stofnað kvikmyndatökufélagið Geysis- myndir — Þetta félag hefur átt í miklum erfiðleikum, en ég vona þó að það starf, sem í það hefur veriö lagt muni á sínum tíma svara árangri. Gestur Þorgrímsson — Nú hef ég heyrt að þú hafir í hyggju aö hverfa frá þessum þínum fyrri störfum í bili og taka að þér það hlutverk að leiðbeina íslendingum um þennan margumrædda hægri handarakstur, sem virðist hafa valdið miklu ölduróti í okkar fámenna þjóðfélagi. — Hvaö viltu segja mér um það? — Þetta er rétt. Ég hef beð- ið um ársfrí frá Kennaraskólan- um án launa og ástæðan til þess er sú, að framkvæmda- nefnd hægri umferðar fór þess á leit vig mig að taka að mér að skipuleggja og undirbúa al- menna umferðarfræðslu fyrir skóla og almenning. — Þar með talið að búa til kennslutæki, skuggamyndir, kvikmyndir, bæklinga og undirbúa námskeið, og efni fyrir sjónvarp og út- varp. — Hér er ekki aðeins um að ræða að kenna hægri um ferð, því sá sem er . jllfær í vinstri umferð ér alveg jafn- vígur þó hann þurfi að aka hægra megin á veginum. Hins vegar verður nú tækifærið not- að til að auka hæfni manna i HJA GOÐU FOLKI ég hef verið háöur hinum list- ræna þætti tilverunnar þegar frá barnæsku, enda eins og ég hef áður sagt, hin ytri skilyrði og innri kenndir verið sam- verkandi í mótun þeirraráráttu. Tvo vetur þessa tíma, sem ég nú hef talað um, var ég þó í Verzlunarskólanum með hangandi hendi, þvi alltaf voru einhverjar veilur að ásækja mig. Þó keypti ég mér skjalatösku og skar hár mitt ekki of oft. Og þó taskan hefði ekki ætíð mikið innihald þá skapaöi hún mér visst öryggi í viðhorfi til pæsta manns. Á þessum árum voru það sér- staklega tvö heimili, þar sem ég átti athvarf með mín hugðar- efni. Það var í Bankastræti 2 hjá Sigurjóni Markússyni, stjórnarráðsfulltrúa og fyrrver- andi sýslumanni og konu hans Sigríði Björnsdóttur — og svo frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, sem í raun og veru átti sinn stóra þátt í því, aö ég fór i Handíðaskólann. Meöan ég skrifaði hafði ég næstum lokiö við gríðarmikla skáldsögu, en svo kviknaði i húsinu og einhver hafði orð á því, hvort ég væri búinn að bjarga handritinu. — Ég klifraði þá upp stiga, þar sem handritiö lá á borðinu innan við glugg- ann, ýtti því ofurlítið nær eld- inum en greip út með mér síðasta bindið af greifanum af Monte Christó, sem ég hafði verið að lesa kvöldið áður. En tvímælalaust er þetta bezta bók, sem ég hef haft í smíðum. í Handíðaskólanum var ég tvö ár, kynntist konunni minni, Sigrúnu Guðjónsdóttur kennara. — Við giftum okkur og sigldum svo saman að loknu námi hér heima, til framhaldsnáms við Listaháskólann 1 Kaupmanna- höfn. — Þar tók ég þátt í fyrstu listsýningu Linién n, en sú sýning er talin sögulegur við- burður í danskri listasögu. Svo lá,leiðin heim aftur, þótt •ekki brosti þá sérstaklega hlý- lega við íslenzku listafólki, og við vorum orðin einum fleiri en þegar við lögðum af staö að heiman. Einhverra lífsbjargarráða varð því að leita. — Þá settum við upp leirbrennslu, sem viö kölluðum Laugarnesleir og framleiddum ýmiss konar kera- mik og unnum að þvi í 4 ár og höfðum það gott upp úr þessu að viö gátúm fariö í námsferð til Frakklands og Italíu. Áður en viö fórum höfðum við sýn- ingu á þessum vinnubrögöum okkar hér heima, ásamt tveim félögum, skozkum málara Waistel Cooper og svissneskri listakonu Dolunda Tanner. Eftir því sem fjölgaði erlend- um glerkúm og gipsnegrum minnkaði eftirspurn eftir Laug- arnesleir — svo við hættum framleiðslunni. Ég fór i Kenn- araskólann og tók þaöan teikni- kennarapróf voriö 1953. — Og þá má segja að leikferill minn hafi hafizt fyrir alvöru, því, það er erfitt eða-var a. m. k. á þeim árum að annast fjöl- skyldu og stunda jafnframt nám. — Þess^ri leikstarfsemi hélt ég áfram frá því ég kom að utan og eftir að ég lauk prófi, samhliða kennslu t Hafn- arfirði i þrjú ár. Fyrst eitt ár viö barnaskólann og svo tvö ár í Flensborg. — Eftir að ég hætti kennslu þar, varð leikstarfsemi og ýmiss konar þættir í útvarp- inu mitt aðalstarf, t. d. um tíma vorum við saman með þessa þætti, ég og Björn Th. Björnsson listfræðingur — og síðan voru þeir með mér til skiptist, Páll Bergþórsson veð- urfræðingur og Egill Jónsson klarinetleikari. Unfanfari þessara þátta voru þrír þættir sem ég nefndi: „Hvað er í pokanum“ — og voru fyrsu samsettu og klipptu þættir, sem heyrðust hér í ríkis- útvarpinu. — Á þessu árabili skrifaði ég bók mína „Maður lifandi“. Þá er komið að því að ég gerist starfsmaður fræðslu- myndasafns ríkisins og þótti það skemmtilegt starf. — Því eftir að vera búinn aö fást við svona margar listgreinar fór ég að hugsa um kvikmyndir og fá áhuga á að forma þær. Fyrst í stað var ég vitanlega að hugsa um leiknar myndir, en eftir að ég fór að vinna hjá safninuj lagði ég mig allan fram um að tileinka mér þá kennslu- tækni, sem byggist á notkun mynda * og annarra sjónhrifa, sem á( erlendu máli nefnist „Audio-Viseial-Aiats“. — Um þetta hef ég skrifað greinar í Menntamál. Samhliöa starfi mínu hjá fræðslumyndasafninu hafði ég kennt myndlist og notkun mynda við kennslu í Kennaraskólanum — en fór svo sem fastur kennari að þeim skóla, þegar hann fékk nýtt hús- umferðinni. Ég er þegar byrj- aöur aö vinna að þessu verkefni í trausti þess að ég fái leyfið, enda þótt ekki sé formlega frá því gengið — Ástæður fyrir því, að ég fer út í þetta verkefni eru tvær: — I fyrsta lagi aö búa til kennslutæki, en á þvi var ég byrjaður hjá fræðslu- myndasafninu, — og leiðbeina mönnum um notkun þeirra í sambandi við þá „teoríu", sem ég hef notað í Kennaraskólanum og í öðru lagi, að mér finnst öll rök hníga að því, að nú veröi að koma á hægri umferð, og þá sannfæringu byggi ég á eigin reynslu að aka bifreið erlendis, þar sem umferöin er í samræmi við gerð farartækisins og þar að auki er ég hlynntur alþjóða- samræmingu. — Þetta er orðið svo marg- rætt mál, að ég ætla ekki aö spyrja þig meira út í þaö, en mér er hugleikið að vita hvort þú hefur ekki í hyggju að skrifa aðra bók. — Jú, ég hef nú eiginlega verið að hugsa um að skrifa aðra bók, en ég er ekki viss um aö reynsla mín af mönnun- um verði þar eins ljúf og í þeirri fyrri. — Mér finnst aldurinn fremur skemma hugarheim fólks. — Ég hef komizt í snert- ingu við svo marga upp á síð- kastið, sem hafa sýnt mér út- hverfu þess, sem ég var vanur að búa víð þegar ég var ungur, og ef til vill veröur þeirra að einhverju getið í næstu bók. — Þess vegna vil ég fyrir eng- an mun hætta aö kenna. — I skólanum er ég þó alltaf hjá góðu fólki. Þ. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.