Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR. Þriðjudagur 29. ágúst 1967. b—iPMiimn'i .f.'.ff, "rrnB—nrniwn Árla næsta morguns lögöu eitt hundrað garpslegir menn, vel ríö- andi og vel vopnum búnir, flestir úr heimavarnarliðinu, af stað norð- ur á bóginn, til móts við Walling- ham-lestina. Sem foringja sinn höfðu 'þeir kjörið hinn þaulreynda fjallagarp, Jónas gamla spámann — einum rómi. Æruverðugur H. M. Ashley, formaður umsjónarnefndar vestursvæðisins, ráðuneytisbyggingunni, Washington, D.C. Vagnalest með gífurlegan viskí- farm á leið frá Julesburg til Den- ver. Legg til spyrjið fylkisstjóra Colorado hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja eitrið falli ekki í hendur Indíánum sem í ölæði munu þá myrða hvítar konur og böm unnvörpum. Legg og til Colorado landamærunum verði lokað imz nefndin fær full- nægjandi tryggingu. Cora Templeton Massingale. Landstjóri William Gilpin! Samkvæmt áreiðanlegum heimild um gífurlegur farmur viskí á leið Julesburg til Denver. Mikil hætta falli í hendur Indíánum. Nauðsynlegt strangara eftirllt með samvizkulausum kaupsýslumönn- um. Getið ekki vænzt stjórnin verji miklu fé til að halda Indíánum f í skefium, nema þið sýnið sam- starfsvilja. H. M. Ashley. Marcus Brandon höfuðsmaður. Sedgwick-virki. Colorado. Vegna flugufregna embættis- menn Washington veitast að mér varðandi viskíflutning Wallingham- fyrirtækisins til Denver. Sendið H. M. Ashleý öldungadelldar þing- manni símskeyti. Farmur lögleg- ur. Lestin nægilega varin. Engin hætta farmur falli í hendur Indí- ánum. William Gilpin landstjórl. William Gilpin landstjóri. Var að koma eftirlitsferð. Ræddi , við ritstjóra Julesburg. Upplýsing- j ar um Wallinghamlestina mót-1 sagnakenndar, ófullnægjandi. Virð- J : ist þörf rannsóknar en ekki á mínu j ' eftlrlitssvæði. Sendi hermálaráðu-1 neytinu skýrslu. Marcus Brandon höfuðsmaður. R. J. Tumer tollstióri. Yankton, Dakota. Ástæða til að ætla gifurlegur farmur ótollgreitt viskí leið Jules- burg til Denver. Rannsakið tafar- laust. Niðurstaða, símskeyti fyrir hádegi morgun. Abner T. Mock. Abner T. Mock tollfulltrúi. Tollstjómin. Washington, D.C. | Ógerlegt. Vegasamband Yankton | | Julesburg 300 mUur. Auk þess | | Julesburg ekki á þessu tollsvæðl. Reynlð Kansas. R. J. Tumer. Indíána-eftirlitið. Washington, D.C. Kæri Lucius. Okkar á milli sagt — hvað f jand- ans gauragangur er í sambandi við einhvem viskífarm, Indíána og námumenn á Idaho-svæðinu, ölæöi og múgmorð og hver veit hvað? B. öldungadeildarmaður — þú j kannast við kauða — stöðvaði mig | á götu í morgun og hellti yfír mig í skömmum. Hótaði að láta leggja I niður eftirlitiö og fá hernum þar j allt vald i hendur, ef við sýndum i slíkt andvaraleysi. Satt bezt að j segja, þá hef ég ekki minnstu hug- j mynd um þetta mál. En þú? Mac. . I Indíána-eftirlltið. VVashington, D.C. 1 Eitthvað hefur gerzt, það eitt er i j' víst, en hvað — það hef ég ekki: ; hugmynd um. Það vill svo til að i ; Denver er ekki 1 Idaho, heldur í i ! Colorado. Hins vegar mun vera! ' smábær í Colorado, sem kallast i | Idaho, og sennilega hefur það rugl-1 i að B. öldungardeildarmann — ef ; ■ hann þá getur orðið öllu ruglaðri 1 en hann er þegar. Hins vegar veit ég að fram- ; kvæmdastjóri eftirlitsins sat ein- j hvem leynifund i morgun, og þeg- ar hann kom aftur, flugu sfm- skeytin í allar áttir. Herinn er eitt- hvað bendlaður viö þetta, toll- stjómin líka. Ég legg til að við lát- um sem við vitum ekki neitt, þang- að til við komumst að raun um hvað um er að vera. Lucius. Athugasemd. Þetta er aðeins örlítiö sýnishorn af öllum þeim mörgu símskeytum og bréfum, sem fóru á milli vissra aðila í sam- bandi við þetta mál, en samtals fylla afrit þeirra þykkt skjalahefti. Þessi sýnishom em einungis tekin með til að sýna hvílíkur misskiln- ingur getur orðið, þegar um er að ræða mikiar fjarlægöir og margir láta eitthvert mál til sín taka. Snúum okkur svo aftur að því, sem fram fer í Russell-virki. SJÖTTI KAFLI. Þegar Slater höfuðsmaður til- kynnti unnustu sinni, að ekkert gæti orðið úr áætlaðri verzlunar- ferð þeirra til Denver, gerði hún hvorki að gráta né láta sem hún j væri að yfiriiði komin. Viðbrögð j hennar komu höfuðsmanninum j mjög á óvart. Hún gerði einungis I að ldnka kolli; kyssti hann síðan | innilega og mælti: „Bless, elskan;; ég veit að þú verður að gera skyklu ; þína ... en farðu nú gætilega með þig, svo þú fáir ekki kvef“. Og þegar hinn ungi og furðu lostni foringi reið af stað með sveit sína, stóð Louise úti á veröndinni við bústað föður síns, og veif- aði honum rólega í kveðjuskyni, eins og engin verzlunarferð til Denver hefði verið ákveðin. Þegar sveitin, með unnusta hennar í far- arbroddi, var komin í tovarf, eða varia það, hvarf Louise inn til sin, settist og tók að lesa flugrit Cora Templeton Massingale, þar sem j hún hafði horfið frá til að kveðja j unnustann: „Jafnrétti — baráttan j fyrir sjálfstæði kvenna“. Þeim, sem í eðli sínu eru hug-; myndarikir og um leið viðkvæmir, getur stafað viss hætta af bók-1 lestri. Hún er í þvi fólgin, aö hið I prentaða orð nái svo sterkum tök-1 um á hugsun þeirra, að þeim hverfi j allur veruleiki og þaö, sem er að ; gerast í kringnm þá. Þannig var1 það með Louise. Á því andartaki, er maðurinn sem hún unni hugást- um og hafði ákveðið aö giftast, knúði dyra hjá henni, hafði hugur hennar verið víðs fjarri, bæöi I tíma og rúmi, tilfinningar hennar gersamlega bundnar þeim persón- um, sem hún var að lesa um. Fyrir bragðið hafði hin óvænta brottför unnustans, og eins þaö, að hún yröi að fresta borgarferðinni, naum ast snert hana. Vissulega var þetta líka spenn- andi lestur. Hún fann grátkökk komá í háls sér, og augu hennar lauguðust tárum heitrar samúöar, þegar hún las: ... skýra yður frá þeirri ó- venjulegustu konu, sem ég hef kynnzt í sambandi viö baráttu mína. Hún kom óvænt og óboöin á einn af þeim kvenréttindafund- um, sem við héldum í Austurfylkj- unum. Hún var negri, fyrrverandi ambátt, og bar hið undarlega nafn „Vitni sannleikans“. Þessi fundur okkar var haldinn í kirkju einni. Reynið að gera ykkur í hugariund undran okkar, fyrsta morgun fund- arins, þegar þessi hávaxna og þreklega, blakka kona á skærlitum kjól, með hvita skuphi og rósótta skóhlíf, gengur hnarreist inn í kirkjuna og rigsar með drottnmgar svip alla leið inn að altarinu, og tekur sér sæti á kórþrepunum. „Hún mælti ekki orð, einungis sat og hlustaði. Fundunum var haldið áfram, morgun, miðjan dag og kvöld næstu dagana, og alltaf kom hún, settist á sama stað hreyf- ingarlaus og hljóð, sat og hlustaði. Auk hinna fjöhnörgu, hvitu kvenna, sem fundi okkar sóttu, voru nokkrir prestar viðstaddir, en þeir voru andvígir baráttu okkar og kröfum. Og eins og við mátti búast, hneykshiðust þeir mjög á nærveru blökkukonunnar — jafn- vel sumar af þeim konum, sem mikla samúð höfðu með baráttu okkar, komu aö máli viö mig og kváðu það gera málstað okkar ó- mælanlegt tjón, að blökkukonu skyldi vera leyft að sitja fundina — en þó yrði sú villan verst og hættulegust, ef við leyföum henni að taka til máls. Og hvað gæti líka svo fáfróð, ómenntuð og vansiðuð manneskja haft fram að færa, sem ekki skaðaði hreyfinguna fremur en hitt? ÖNNUMST m HJflimWÖNIISTö, FLJflTT IG YEL, MEfl NÝTÍZKU TÍEKJÖM NÆG BÍLÁSTÆÐ! OPtÐ ALLA DAGA FRÁ kl. 7.50 -24.00 HJÓLBflRÐflVIÐBERD KÓPflVOGS Kársnesiiraut 1 - Sími 40093 „Ég hef ekkert til að skera böndin". þér, þessir villimenn ætla aö berja okkur „Þessir tveir munu ekkert gera ykkur j£g ætla að sækja hnff Tarzans... hann til dauða“. framar... Ég ætla að fela skrokkana". bíður úti í mýrinni“. „1 guðs bænum fíýttu Walther er fjolhæf mil SKRIFSTOFUÁHÖLÐ Skúlagötu 63. — Simi 23188. Róðið hitanum sjólf með .... Með BRAUKMANN hitastilU á hvorium ofni getíS þér sjálf ákveð- i8 hitaslig hvers herbergis — BRAUKMANN siátfvirkan hitastilli er hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg i 2ja m. fjarlægS frá ofni Sporið hitakostnað og aukið vel- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæðí --------------— SIGHVATUR EINARSSON &CO SÍMl 24133 SKfPHQLT Sinfóniuhljómsveít íslands Orðsending til áskrifenda Áskrifendur, sem ekki hafa enn tilkynnt endumýjun skirteina sinna, eru góðfúslega beðnir um að gera það strax í sfma 22260. Sala skírteina hefst 4. september í Ríkisútvarpinu Skúlagötu 4, sfmi 22260. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.