Vísir - 09.01.1968, Síða 5

Vísir - 09.01.1968, Síða 5
! V í SIR. Þriðjudagur 9. janúar 1968. KRYDD MUNIÐ AÐ KRYDD ER TIL AÐ UNDIRSTRIKA BRAGÐIÐ AF MATNUM, EN EKKI TIL AD YFIRGNÆFA ÞAÐ. KRYDD VAR UPPHAFLEGA NOTAÐ TIL AÐ DYLJA ÞAÐ, AÐ MATURINN VAR EKKl EINS BRAGÐGÓDUR OG FERSKUR OG SKYLDI. - LÁTIÐ EKKI GESTI YKKAR HALDA ÞAÐ SAMA UM YKKAR MAT. V.V.V.V.V.V.W.V.V.’.V.VV.VV.V.V.VV.V.’.V.V.V.V.W.V.V.V.'.V.V.’.V.VVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V Kryddnotkun okkar íslend- inga hefur aukizt geysilega mik ið á síðustu árum og áratugum. en þó er ennþá stór hluti hús- mæðra sem notar sjaldan annaö krydd til matargerðar en salt og pipar. Margar húsmæður eru á móti því að nota krydd að ráði, læknar eru ekki á einu máli um hollustu þess, en þó munu flest ir sammála um að hófleg og — fjölbreytt — notkun krydds get ur tæplega skaðað nokkum heil brigðan mann nema síður væri. Sumir læknar halda þvi jafn- vel fram aö kryddið styrki mag ann, og benda því til staðfesting ar á ýmsar austrænar þjóðir, sem þykja hafa afburða sterk og heilbrigð meltingarfæri en nota þó margfalt meira og sterk ara krydd en við gerum. Hvað sem því líður, þá mun flestum þykja maturinn held- ur fábrotinn, ef hann er ekki dálítið kryddaður, en vandinn er að kunna að nota réttar kryddtegundir eftir því hvort verið er að matreiða kjötrétt eða fiskrétt, eggjarétt eöa eitt- hvað annað. Með því aö nota nokkrar ■ tegundir af ólfku kryddi til bragðbætis í matinn, Ginger — Engifer: í hverskyns ávaxtamauk og bakstur. Gefur mjög sérkennilegt bragð, en varist að nota of mikið af því, þá líkist bragðið pipar. Mace— Múskatbörkur: Notað i ýmsar kryddkökur og eftirrétti ef það er malað. Heilt notað í niðursuðu á grænmeti og ávöxt um. Cloves — Negull, nelliku krydd: Sterkt og ilmandi. Notað heilt í ýmsa niðursoðna rétti, t.d. gúrkur. Malað í bakstur og út á ýmsa eplarétti . Poppy seed — Valmúafræ: — Þetta krydd er með hnetu- bragði og er mjög gott í flest- an bakstur og við gerö ýmiss konar eftirrétta. Nutmeg — Múskat: Notað í ýms an kryddbakstur, t.d. i ávaxta kökur og smákökur. Sætt á bragðið með sterkum ilmi. Carway seed — Birki: Mjög gott í brauðbakstur og einnig gott með ýmsum eggja og osta réttum. Svipað kúmeni á bragð ið. Cardimon seed — Kardimommu fræ: Gott í kökubakstur, t.d. í eplakökur og ávaxtakökur. Líkt sítrónu á bragðið. má skapa talsverða fjölbreytni og oft spara peninga, því að þá má að sama skapi oft sleppa . ýmsum öðrum og dýrari efnum, sem annars yrðu notuð í mat- inn. Nú e>r fariö að selja hér i verzlunum krydd af fjölmörgum tegundum, svo mörgum að venjuleg íslenzk húsmóðir þekk- ir ekki helminginn af þeim og ætluni við að rifja hér upp til gamans nQkkrar tegundir af því sem hér er fáanlegt, og lát- um fylgja íslenzka þýðinguna á heiti kryddsins. i Fyrst eru hér nokkrar tegund ir af bökunarkryddi: Anis — Anisfræ: Gott í ýmsa ávaxtarétti, bæði niðursoðna og nýja, einnlg gott í hvers konar bakstur. Á bragðið líkt og sæt ur iakkrís. Við látum þetta duga um bök unarkryddið, en hér koma svo nokkrar tegundir af kryddi, sem gott er að nota í venjulega matargerð. Fyrst eru nokkrar tegundir af pipar og salti, sem flestir munu kannast við: Cclery salt — Seljurótarsalt: Gott , í alla kjöt og fiskrétti. Sérkennilegt bragö. Munið aö minnka salt-magnið ef salt- krydd er notað. Garlic salt — Hvítlaukssalt: Gott í kjötrétti og ýmsan græn- mat. Milt og gott hvítlauks- bragð. Onion powder — Lauksalt: Gott í kjöt- og kartöflurétti. Þurrkaður, malaður laukur. Einnig er til pipar af þeim tegundum sem taldar eru upp hér að framan, og notast hann þá á svipaðan hátt ásamt vana legu salti. Hér eru svo tvær tegundir af pipar. Cavenne pepper — Spánskur pipar: Mjög sterkur og notist með ýtrustu varkárni í kjötrétti og ýmsa ofnrétti með grænmeti og eggjum. Cili pepper — Rauður pipar: Mjög sterkur og notist með ýtrustu varkárni í ýmsa austur lenzka og suðræna rétti. Svo koma hér nokkrar aðrar góðar kryddtegundir. Basilikum — Basilíka: Góö í fuglarétti og súpur og sósur. Mildur, sætur ilmur. Timian — Garðablóðberg: Gott til bragðbætis i súpur, baunarétti og kjötrétti. Barbecue spice — Gióðar- krydd: Notað til bragðbætis í hvers kyns glóðarsteiktan mat, súpur og sósur. Beizkt og ert- andi bragð. Rósmarin — Brúöartryggð Mjög gott með kindakjöti og ýmsum kartöflu- og grænmetis- réttum. Estragon — Kóngasaiat: Not- að í grænmetissalöt, agúrkurétti og sósur. Dill — Sólselja: Gott i niöur- suðu á grænmeti og í ýmsa grænmetisrétti. Mjög gott í fisk- súpur og fisksósur. Fennika — Sígóð: Svipuð kúmeni á bragðið. Notuö með káli og gúrkum. Merian — Kóngakrydd: Gott með svínakjöti og ýmsum baunaréttum. Einnig gott í ýmsa ofnrétti með grænmeti. Chives — graslaukur: Þurrk- aður, mulinn graslaukur. Góður í sósur, salöt og grænmetis- súpur. Italian seasoning — Krydd- blanda: Tilvalið í ítalska kjöt- rétti, spaghetti og tómatrétti. Parsley — Steinselja: Mjög gott í fisksósur, súpur, ofan á smurt brauö og með kartöflum. Að lokum eru svo nokkrar með grænmeti og ýmsum kjöt- réttum. Paprika: Mjög mikið notuð i kjötrétti, minnka þarf pipar- skammtinn ef paprika er notuð. Góð í ostasalöt og sósur. Ekki getum við skilið svo við kryddið að nefna ekki þá krydd- tegund sem nefnist M.S.G. og Danir nefna „Det tredje krydd- eri“, og við íslendingar köllum þriðja kryddið, en það er að þvi leyti ólíkt öðru kryddi, að það er nánast bragðlaust með öllu, en örvar starfsemi bragð- 1 'nnna í munninum og dreg- ur þannig fram bragð matar- ins. Þetta krydd er mjög gott í alla kjötrétti, þar sem það dregur fram kjötbragðið. Margar kryddtegundir hafa mjög heilsusaml,ega þýðingu og hafa verið notaöar gegnum ald- irnar við lækningu á ýmsum kvillum. Þær tegundir sem eiga að hafa sérstaklega góð áhrif á meltingarfærin eru: Kónga- krydJ, Salvía, Brúðartryggö, Sólselja og Sígóð. Krydd sem eykur matarlyst og örvar melt- ingu, Kóngasalat, Basilika, Garðakerfill, Steinselja, Gras- laukur og Hvítlaukur. Garða- blóöberg þykir gott í te viö hósta og kvefi. Garöaperla (Karsi) er sótthreinsandi og var áöur fyrr notuö á sár og svo mætti Iengi telja. kryddtegundir sem enn hafa ekki eignazt íslenzk nöfn: Majorarr Beizkt kjötkrydd. Mjög gott með grænmeti og hvers kyns kjötréttum, t.d. fuglum. Mint: Sterkt og svalandi, gott í ávaxtahlaup og ýmsa eftir- rétti. Einnig gott með grænmeti. t.d. sellerí og gulrótum. Oregano: ítalskt krydd, mjög gott í skorpusteik, súpur og sósur. Thyme: Sérlega gott í tóm- atrétti og súpur. Einnig gott Við geymslu á kryddi ei nauösynlegt að hafa loftþétt flát, og eru hvers kyns trédósir langhentugastar. einkum ef um ömulið krydd er að ræða. 6- mulið krydd er yfirleitt erfið- ara aö fá, en það er mulið í kryddkvör , og má nú fá mjög skemmtilegar krukkur með kryddi í mörgum verzlunum. Bezt er að halda sér viö sama kryddframleiðandann og þá bá koma sér upp hillu í eldhúsinu, Framh á bls 10

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.