Vísir - 09.01.1968, Síða 13

Vísir - 09.01.1968, Síða 13
IV í SIR . Þriðjudagur 9. janú.ar 1968. iWítmingarorð: Jón Magnússon fréttastjórí ' J dag er gerö útför Jóns Magn- f ússonar, fréttastjóra Rfkisút- i varpsins, sem andaðist miðviku- ' daginn 3. þ. m., en hann varö bráð- , kvaddur á leið til vinnu sinnar. Jón Magnússon varð 58 ára dag- ! inn áður en hann lézt. Hann var ! fæddur 1. janúar 1910 að Sveins- J stöðum í Þingi, Austur-Húnavatns- sýslu, sonur hjónanna Magnúsar 1 bónda Jónssonar þar og konu I hans Jónsínu Jónsdóttur. Hugur ; Jóns hneigðist snemma til mennta 1 og lagði hann út á þá braut og tók | stúdentspróf frá Menntaskólanum \ á Akureyri 1931. Fil.kand.-prófi : lauk hann frá háskólanum í Stokk- , hólmi 1937, en aðalnámsgreinar \ hans á Stokkhólmsárunum voru I enska, norræn mál og bókmennta- j saga. Er heim kom geröist hann starfsmaður Menntamálaráðs um ' skeið (1938—41). Var og stunda- i kennari í ensku við Menntaskóla l Reykjavíkur lengst af árin 1938— : 1955 og enskukennari Bréfaskóla 1 Sambands íslenzkra samvinnufé- laga frá stofnun þess skóla. Margvísleg trúnaðarstörf hafði 1 hann með höndum, auk aðalstarfs- 1 ins, eftir að hann varð fréttastjóri, j og fyrr, átti m. a. sæti i lands- i prófsnefnd miðskóla frá stofnun ; hennar 1946 og prófdómari við ! BA-próf í sænsku við Háskóla ís- ilands. Frá árinu 1942 að telja átti jhann iðulega sæti í stjórn Blaða- jmannafélags íslands og í stjórn : íslenzk-sænska félagsins. Frétta- ! stjóri RíkisútvarpSins var hann !frá 1941. Meðal rita, sem eftir hann liggja, ,'eru íslenzk-sænsk orðabók, sem hann samdi ásamt Gunnar Lej- 'ström, en hún kom út i Stokk- 'hólmi 1942 og í 2. útgáfu 1955. í 'ritsafninu „Lönd og lýðir“ kom bók hans um Svíþjóð (Lönd og lýöir II). Ennfremur vann hann nokkuð að ■þýðir.gum. Margt fleira mætti hér til t.'na, því að sú varð reyndin ‘með Jón sem marga aðra starfs- 'glaða og mikilvirka menn, fem hafa reyndar ærin verkefni fyrir í aðalstarfi, að á hann lögðust ýmis aukastörf sem ekki var auð- velt að skorast undan að taka að sér, og í stuttu máli hafði hann mörgum skyldum að gegna, auk þeirra sem embættið krafðist. En starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins 1 er umfangsmikið, krefst mikillar árvekni og mikillar vinnu, auk eðliskosta til farsældar i van- þakklátu starfi, en Jóni famaðist vel í starfi sínu, menntunar vegna og óvenjulega mikilla mannkosta. Hann var drengskaparmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Og er ég varð aö reyna það, að sjá hann falla í valinn svo óvænt, fann ég, að ég átti þar á bak að sjá hinum ágætasta samstarfsmanni um ára- tuga skeið, er aldrei féll styggðar- yrði af vörum, góðum dreng og vini. Ég votta Ragnheiði konu hans, sem bjó honum ágætt heimili og bömum þeirra, innilega samúð í miklum missi. Axel Thorsteinson. t FÁEIN KVEÐJUORÐ. Jón Magnússon, fréttastjóri Rik- isútvarpsins, átti sæti i lands- prófsnefnd miðskóla frá stofnun nefndarinnar 1946 og allt til and- láts sins fyrir aldur fram 2. jan- úar s.l. Þessar fátæklegu línur eru rit- aðar til að þakka Jóni samstarfið. Þakka honum lipurð hans og sveigjanleika, hnyttnar tillögur og glöggar "athugasemdlr, ’ og ekki hvað sízt hina launskörpu kímni- gáfu, sem svo oft yljaði okkur samstarfsmönnum hans um hjarta- ræturnar. , Það vakti mikla athygli mína, í stuttri, allt of stuttri samvinnu, hve Jón var afskaplega fljótur að átta sig á breyttum viðhorfum og nýjum hugmyndum, svo og hve aðdáanlega fljótur hann var að vinna, að skila vandasömum verk- um gaumgæfilega unnum. Af fjöl- mörgum mönnum, sem ég hef átt samvinnu við, tel ég afar fáa hafa búið yfir jafnsérstökum verkhæfi- leikum sem Jón Magnússon. Skarð- ið eftir hann látinn mun enda vandfyllt, hv?" sem verka hans hefur notið. Fyrir hönd samstarfsmanna Jóns Magnússonar í landsprófsnefnd votta ég eftirlifandi ástvinum hans djúpa samúð. i Andri Isaksson. Starfsmaöur óskast til aðstoðar við mælingar og útreikninga viðkomandi mælingum og út- tektum. \ Góð kunnátta í reikningi (algebra) og nokkur enskukunnátta og reynsla í byggingastörf- um nauðsynleg. Starfið á að hefjast í febrúar eða marz 1968. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist íslenzka álfélaginu hf., pósthólf 244, Hafnarfirði, fyrir 16. jan- úar nk. 1 /3 Reykjavík AÐALUMBOÐIÐ AUSTURSTRÆTI 6, sími 23130 HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 26, sími 13665 VERZLUNIN ROÐI, Laugavegi 74; sími 15455 BENZÍNSALA HREYFILS, Hlemmtorgi, sími 19632 SKRIFSTOFA SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 Kópavogur GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON, Litaskálanum, sími 40810 Hafnarfjörður FÉLAGIÐ BERKLAVÖRN, afgreiðsla í Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar, sími 50366 Mosfellssveit FÉLAGIÐ SJÁLFSVÖRN, Reykjalundi Vinningaskrá 1968 1 1 1 10 13 478 1000 14776 vinnmgur a vmnmgar a l.OOO.OOO.oo 500.000.oo 200.000.oo 250.000.oo 100.000.oo 10.000.oo 5.000.oo 1.500.oq kr. l.OOO.OOO.oc - 500.000.oo 200.000.oo - 2.500.000.oo - 1.300.000.oo 4.780.000.oo 5.000.000.OO ” 22.164.000.oo 16280 vinningar kr. 37.444.000.oo Aukavinningur Chevrolet CAMARO Dregið 10. janúar ©AUOLÝSINOASTOFAN Umboð happdrættis SIBS AÐALUMBOÐIÐ AUSTURSTRÆTI 6,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.