Vísir - 09.01.1968, Page 8

Vísir - 09.01.1968, Page 8
p í asa V í SIR. ÞriÖjudagur 9. janúar 1968. Eskhol ræSir við Johnson Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dágur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Tölvur veiða sild ! Stundum er sagt, að mannkynið standi nú á þröskuldi ; tölvualdar. En svo er líka oft miðað við önnur ein- ; kenni, þegar rætt"er um framtíðina. Langt er síðan ; farið var að tala um atómöld. Nú er stundum talað um gerviefnaöld og jafnvel hefur heyrzt talað um erfða- ! fræðiöld. Það er vissulega erfitt að finna samnefnara fyrir vísindaþróun nútímans. En tölvurnar komast ef til vill næst því, vegna þess að þær eru tengdar svo mörgum sviðum vísinda og framfara. Tölvan hefur á undanförnum árum langt undir sig sífellt fleiri ný svið, allt frá saumnálaframleiðslu upp í geimsiglingar. Hér á landi hefur tölvan einnig numið land. Tölvur eru notaðar við bókhald ríkisins og Reykjavíkur, gerð skattskrár óg fleiri störf. Einka- fyrirtæki notfæra sér slíka þjónustu og Loftleiðir hafa fengið sér eigin tölvu. í raunvísindastofnun Háskól- ans láta vísindamenn tölvu spreyta sig á viðfangsefn- um, sem áður hefði tekið mannsævi að leysa. Einhvern veginn hefur sú hugmynd læðzt inn hjá mörgum íslendingum, að íslenzkir atvinnuvegir séu alveg sér á parti. Um þá gildi allt önnur lögmál en um atvinnuvegi í öðrum löndum. Er þá jafnvel talið, að þeir séu eins konar rúlétta, — og þurfi fremur inn- sæi en rökhugsun til að reka þá. Þetta eru auðvitað fráleitar skoðanir. Við skulum taka dæmi. Hvaða atvinnugrein hefur á sér meira rúlettu-orð en einmitt síldveiðarnar. Eru síldveiðarnar ekki alltaf teknar sem fremsta dæmi um óvissu og ævintýri í atvinnuvegunum. Samt er nú svo komið, að íslenzkir vísindamenn hafa mikinn áhuga á að láta tölvu spreyta sig á síldarhappdrættinu. Fjórir kunnir tæknivísindamenn hér á landi hafa undanfarin tvö ár haft samstarf um að undirbúa þetta mál. Hafa þeir haft um þetta samvinnu við danska vísindamenn. Markmiðið ér margþætt. Vandlega undirbúin tölva getur sagt síldveiðiskip- um, hvar bezt sé að landa aflanum hverju sinni og hvar síldarleitarskipin eiga að leita að síld. Slík tölva getur einnig sagt fyrir um stærð síldarárganga mörg ár fram í tímann, sagt fyrir um hegðun síldarinnar og sagt, hvernig bezt sé að fjárfesta í síldariðnaði og síldveiðum. Hún getur einnig sagt, hve mikla síld heppilegt er að veiða og hvemig hún verður veidd á sem einfaldastan hátt. Of langt og flókið mál væri að skýra út, hvernig tölvan fer að því að reikna þetta út. En það er ömggt, að þetta eru ekki neinir draumórar. Undirbúningur er þegar hafinn. Hann verður vissulega bæði langur og erfiður, en nær vafalaust markmiði sínu. Þetta starf á ríkisvaldið að efla af öllum mætti og einnig að reyna að koma því á í öðrum greinum. Á þessu mun byggjast velgengni þjóðarinnar í framtíðinni. ii á búgarði hans í Texas T evi Eshkol forsætisráöherra ísraels flaug í fyrradag frá New York suður í Texas ásamt konu sinni og voru þau gestir Johnsons forseta og frúar hans á búgarði þeirra í Texas. Meg- intilgangurinn með ferðalaginu var að sjálfsögðu, að ræða ýmis vandamál, og þá framar öðrum hvernig unnt yrði aö tryggja frið í Austurlöndum nær, sem öllum er ljóst að ekki er unnt, nema ísraelsmenn og Arabar, sem landið án efa þarfnast til þess aö vega upp á móti þvl, að Sovétríkin hafa látiö Egypta fá þotur og. eldflaugar. Og Esh- kol er ekki í vafa um, að hér verði greiði að koma greiöa mót, fái ísrael þotumar. Nú er það svo að þaö er ekki Israel eitt sem telur sig I aukinni hættu vegna stuönings- ins sovézka við Egyptaland meö því að láta þvl í té eldflaugar, Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra í N-Atlantshafs- bandalaginu er ljóst, að það eru ekki bara Egyptar sem Sovét- ríkin eru að styðja með þessum aukna viðbúnaði, heldur sjálf sig á austurhluta Miðjarðarhafs, Dean Rusk \ þar sem við liggur að jafnvæg- ið milli vesturs og austurs hafi nú algerlega raskazt vegna raunvemlegs viðbúnaðar Sovét-' ríkjanna sjálfum þeim £ hag, og mun þetta ásamt fleiru hafa á- hrif á viðræöumar í Texas. Um árangurinn af þeim hafa ekki borizt fréttir, er þetta er ■ skrifað. Dean Rusk uanríkisráðherra tók þátt I viðræðunum. Sýningar á 8 kvik- myndum bannaðar í Noregi 1967 Levi Eshlcol sem áttust við í styrjöldinni I fyrrasumar, semji um frið. Raunverulega viðfangsefnið var því að ná samkomulagi, er leitt gæti til friðar. Og það var um frið, sem þeim varð tíðræddast báðum, Johnson og Eshkol, eft- ir komu hans til Texas. Fyrir burtför Levi Eshkols að heiman var talsverður kvíði ríkjandi út af því hvaða kröfur Bandaríkin myndu gera til Is- raels. Israel vantar flugvélar og önnur hergögn, því að de Gaulle hefur ekki aflétt bann- inu á útflutningi hergagna til ísraels, sem sett var eftir að júnfstyrjöldin brauzt út. Israel verður því að leita annað, en de Gaulle glottir yfir auglýs- ingunni sem MIRAGE-þotumar frönsku fengu f styrjöldinni, og Perú og Brasilfa og fleiri Suð- ur-Ameríkulönd semja nú viö Frakka — segjast fá betri kjör en hjá Bandaríkjamönnum, Bretum og Svfum, sem allir vildu selja þeim þotur. En Levi Eshkol og hans menn vita, að fallist Bandaríkin á að selja ísrael þotur og annað — I NTB-frétt frá Osló segir, að kvikmyndaeftirlit rfldsins hafi á síðastliðn ári bannað sýnlngar á 8 kvikmyndum, þar af sjö algerlega bannaðar. Hin var send kvikmyndaeftiriitinu til nýrrar skoðunar, eftir að klippt haföi verið úr henni. Meginorsök þess, að kvikmynd ir era bannaðar, er, að f þeim er hafður í frammi æ meiri hrottaskapur, en fyrir 1966 voru , ekki bannaðar sýningar á nema , að meðaltali 3 á ári, en 7 1966 og 7 algerlega f fyrra og ein að auki, sem að ofan getur, þ.' e. sú, sem er til athugunar hvort leyfa skuli eftir klippinguna. 1 þremur kvikmyndum, sem sýndar vora var hrottaskapur- inn þrunginn kynferðislegri æsingu og kvalalosta. LEIÐTOG ASKIPTIN HJÁ TÉKKUM DUBCEK hinn nýi leiðtogi NOVOTNY — nú aðeins forseti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.