Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 29. aprfl 1968. 3 EF EKKI LANDSPRÓF, HVAÐ ÞÁ? RÆTT VIÐ TVO LANDSPRÓFSNEMENDUR Á AKRANESI Margrét Vigfúsdóttlr. Ásmundur Jónsson. P1g hef hér hjá mér tvö við- felldin ungmenni, sem eru að búa sig undir landspróf. Stúlkan heitir Margrét Vigfús- dóttir og eru foreldrar hennar Vigfús Runólfsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Þorgeir&Ellert, og kona hans Guðmunda Guð- mundsdóttir ættuð af Vest- fjörðum. Pilturinn heitir Ásmundur Jónsson og eru foreldrar hans Jón Ásmundsson, bæjarritari og Valgeröur Sigurðardóttir kona hans. Margrét er einbimi en Ás- mundur á þrjú systkini og er elrtur barna sinna foreldra. Þau hafa bæði gaman af að læra og eru mjög ánægð með skólann sinn. Tjegar ég spyr hvers vegna þau hafi ákveðið að ganga undir landspróf, segja þau aö það sé af þeirri ástæöu, aö próf- iö veiti þeim rétt til inngöngu í menntaskóla, en þau hafa í hyggju að stunda nám viö Menntaskólann á Akureyri næsta vetur. — En hvers vegna endilega á Akureyri? — Vegna þess að þar er heimavist og þá væntanlega meira aðhald og agi, en það telja þau stórt atriði í hverjum skóla, eigi starfið aö veröa að fullum notum, þau vilja engan agalausan málamyndaskóla, eru því óvön. — Eru þið hrædd við lands- prófið? — Nei, alls ekki. Það út- heimtir að vísu talsverða vinnu, sérstaklega reglubundna, því aö ef menn slá slöku við öðru hverju er erfitt að ná því upp aftur og skapar meiri óvissu um árangur. Margrét hefur áhuga fyrir málum og stærðfræði. Málin vill hún læra til að geta bjargaö sér £ samskiptum við erlent fólk og lesið bókmenntir annarra þjóöa. Ásmundur hefur mestan á- huga á stærðfræði og eölisfræði og hyggst leggja stund á verk- fræði eða eölis- og efnafræði i framtíðinni. — En þá er það landsprófið? — Þau vilja bæði hafa það. Próf telja þau nauðsynlegt að- hald fyrir nemendur og auk þess markmiö til að keppa að. — En þá breytingar á náms- efni og próftilhögun? — Jú, þau vilja gjarnan að meira valfrelsi í sambandi við námsefni svo meiri tími gefist til að‘ sinna þeim verkefnum sem eru hugstæöust. — En nú eru nokkrar náms- greinar sem allir verða að til- einka sér. Er þaö ekki, Margrét? — Jú, mál og stærðfræöi, en mér finnst að eitthvað mætti draga úr kennslu í náttúru- fræöi og landafræði a.m.k. hjá peim, sem míkinn áhuga hafa á öðru efni? — Ásmundur. Hvað segir þú? — Ég er á sama máli, ekki þó þannig að ég meini aö leggja skuli niður kennslu í þessum námsgreinnum, heldur aö allir nemi aðalatriðin til að vita nokkur skil þar á, en eigi svo valfrelsi um þessar greinar. — Finnst ykkur námiö i þriðja bekk — landsprófsdeild- inni — erfiðara en í neðri bekkjunum, Margrét? — Já, mikið erfiöara. Mér finnst bilið milli barnaskóla og framhaldsskóla of mikið, ég held að það mætti kenna tals- vert meira, t. d. byrja á mála- námi í 11 og 12 ára bekkjum. Mér finnst líka að skyldunámið sé varla í samræmi við náms- efni í landprófsdeild. — Hvað segir þú, Ásmundur? — Ég er þvf sammála, að duglegir og námsfúsir krakkar sem líklegir eru til aö halda á- fram aö loknu skyldunámi, þyrftu að læra meira £ barna- skóla. — Þið sögðust ekki vera neitt hrædd við landsprófið. Er mikið að gera í sambandi við undir- búning þess, Margrét? — Ég les talsvert, safna frí- merkjum og horfi stundum á sjónvarp, auk þess er ég skáti þótt ég starfi ekki svo teljandi sé £ vetur. — En þú, Margrét? — Ég les, fer í bfó svona einu sinni í viku. Svo á ég marga erlenda pennavini og skrifa mikið af bréfum. — Hvaða mál notar þú? — Ég skrifa mest á ensku, dálítiö á dönsku, mér finnst ég læra talsvert af þessu. — Hvaða gildi teljið þið landsprófið hafa, Ásmundur? — Fyrst og fremst það sem við nefndum áðan, það er tak- mark til að stefna að, og það veitir möguleika til inngöngu f framhaldsskóla á leiö til há- skólanáms. Það er próf, sem gefur öllum jafna möguleika og sama fyrirgjöf eða mat á verkefnum gildir alls staðar. — Margrét? — Já, ég vildi ekki missa prófin, mér finnst þau nauð- synleg. Ég veit heldur ekki annan réttlátari mælikvarða til að fara eftir en t.d. landsprófið, ef inntökuskilyrði á að setja. — Já, talsvert, en það gerir svo sem ekkert til. Ég lít á þetta eins og hvert annað nauðsynlegt starf, og það hafa allir gott af þvf að læra að leggja sig fram. — Ásmundur? — Já, það er mikið aö gera, en þó ekki meira en svo; að ég hef dálitlar tómstundir og nógan svefn. — Hvernig notar þú tóm- stundirnar, Ásmundur? Landspróf í Hagaskóla. Ef kennarar gæfu einkunnir hver i sinni námsgrein gæci myndazt talsvert misræmi milli hinna mörgu skóia f landinu. Því aö sjónarmið og mat kenn- ara getur oitiö á ýmsu. — Nú hafiö þið séð að marg- ir komast vel áfram í lífinu án þess að sitja lengi á skólabekk. Ásmundur? — Já, en ég álit þó nauð- synlegt aö læra, ég get vel unnið hvaða vinnu sem er þótt ég hafi lært, þurfi ég þess með, en ég hef fleiri leiðir um að velja í starfi, ef ég hef eitthvað lært. — Margrét? Heldurðu að þú verðir betri eiginkona og móðir, eftir að þú ert búin að ganga f gegnum menntaskólann og kannski eitthvað meira? — Ég ætti a. m. k. ekki að vera neitt lakari, og ekki ætti það að vera neitt verra fyrir börnin mín, vildu þau læra, þótt ég þekki af eigin raun þá braut. — Hvað segja foreldrar ykk- ar um þá ákvörðun að fara f menntaskóla? — Þau segja allt ágætt um það. — Þið vinniö á sumrin. Hvað gerir þú, Ásmundur? — Ég vann við rörsteypu síðastliðið sumar og vonast eft- ir að fá sömu vinnu aftur í sumar. — En þú, Margrét? — Ég vann hjá Sláturfélagi Suðurlands og dálítið f frysti- húsi, ennþá er óvfst um at- vinnu í sumar. — Nú er í þinginu frumvarp um þegnskylduvinnu fólks á aldrinum 14—18 ára. Hvað segið þið um það, Ásmundur? — Ég veit ekki vel, held þó að ég sé fremur meö því að það verði að lögum. — Margrét? — Mér finnst að ungt fólk geti vel sætt sig við að vinna fyrir landið á þann hátt 4—6 mánuöi á þessu tímabili. Ann- ars veit ég ekki vel hvernig þetta mál er vaxiö. — Það er nú heldur ekki um- ræðuefni okkar nú, mér datt bara í hug að vekja athygli ykkar á þessu ef þiö vilduð hugleiða það. Hlustið þið á spurningakeppni skólanna í út- varpinu? — Já, já. — Þið hafið tekiö eftir því aö ýmsar spurningar eru þann- ig, að svör viö þeim verða tæp- lega fundin í venjulegum náms- bókum. — Já, en ef menn lesa blöð og fylgjast með fréttum þá er þar fróðleik að fá sem getur orðið gagnlegur í því tilviki. — Lesið þið blöðin, Ásmund- ur? — Já, og hlusta oft á fréttir og fræðsluþætti í sjónvarpinu. — Þú líka, Margrét? — Já, stundum. — Þið eruö hrifin af sjón- varpinu. Truflar það ekki námið? — Okkur finnst oft gaman en við látum það alls ekki svíkja af okkur. Um þetta eru þau alveg sam- mála. — Hvernig er svo félagslifið í skólanum? — Þaö er bindindis- og íþróttafélag en þeirra bekkur hefur ekki tekið mikinn þátt í starfseminni í vetur. — 14 stúlkur og 9 eða 10 piltar ætla að þreyta landspróf. Það mark- mið er aðaláhugamálið i vetur. — Að síðustu langar mig svo til að bera upp eina spurningu? — Hafið þið reynt að kynna ykkur hina mörgu starfsgreinar sem um er að velja í ísienzku nútfma þjóðfélagi, Margrét? — Dálítið f gegnum starfs- fræðsluna en hún þyrfti þó að vera meiri. — Ásmundur? — Mér finnst nauösynlegt að fá fræðslu um þessi efni, annars var ég ekki eldri en 11 ára þegar mér fannst ég vera á- kveðinn í að læra, en hvað ég kann svo að starfa að loknu námi er víst allt óráðið, og verður sjálfsagt fyrst um sinn. Þetta hefur verið ánægjuleg dagstund. Þessi geðþekku ung- menni hafa yljað mér og gert mig bjartsýnni en áöur. Flestir sem maður hittir á förnum vegi og á orðaskipti við tala helzt um haröindi'í fisk- leysi, dýrtíð og lélega atvinnu. Alit hefur þetta fjarlægzt um stund, þegar vorhugur og framaþrá birtist i athöfn og orðum vaxandi æsku, sem tjáir sig fúsa til að þreyta erfiöa prófraun og óskar alls ekki eft- ir neinum afdrætti í þvf efni, og óttast enga þá þegnskyldu sem stuðlað gæti að betri og batn- andi þjóðfélagsháttum. Þ. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.