Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 16
VISIR Manuaagur 297 apríl 1968. Óvænt heimkoma áhafnar Hofsjökuls — Hafði hér stutta viðdv'ól eftir rúml. 2ja ára „útilegu" — Rætt við skipstjórann, Július Kemp Eldur í bát Stökkviliðið var kvatt á laugar- dag að vélbátnum Reyni frá Akra- nesi, sem lá í Reykjavíkurhöfn, en í honum hafði komið upp eldur, hegar báturinn var í þann veginn að fara f róður. Mikinn reyk lagði upp um stýris húsið, þegar slökkviliðið bar að, en kviknað hafði í vélarrúmi út frá olíu og sóti. Tók ekki nema 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn, en skemmdir urðu þó töluverðar. Einkarekstur opinber rekstur Landsmálafélagið Vörður og Heim dallur FUS efna til almenns fundar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.00. Fundarefni er: Einkaframtak — opinber rekstur. Hvert stefnir? Á fundinum munu flytja ávörp Ólafur B. Thors, formaður Heim- dallar og Ágúst Hafberg fram- kvæmdastjóri en framsöguræður flytja Jónas Rafnar alþm. og Egg- ert Hauksson, stud oecon. Að lokn um framsöguerindum verða frjáls ar umræður. ■ „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með að koma heim þó að ekki sé dvölin hér löng. Það m^ segja að það sé óvænt glé§i, því að siglingin hingað til ísíands var ekki ákveðin fyrirfram, er forstjóri útgerðarinnar hafði samband við okkur og tjáði, að við ættum að koma við heima á íslandi í stað þess að sigla beint til Banda- rikjanna,“ sagði Júlíus Kemp, skipstjóri á Hofsjökli, en skip ið hefur verið í siglingum millli erlendra hafna án við- komu á íslandi frá árinu 1965, er Vísir hafði samband við skipstjórann í morgun. — Og þiö eruö að leggja úr höfn, eftir aöeins tveggja sólar- hringa dvöl? — Já, við förum f dag til Keflavíkur, og þaðan áleiöis til Bandaríkjanna. Skipið hefur ver- iö í siglingum milli erlendra Arekstur inui / bílskúr Ökumaöur, sem átti leið um Hófgerði í Kópavogi á laugardag, varð fyrir því óláni, þegar hann ætlaði að stanza við innkeyrsluna að einu húsinu í götunni, að hemla kerfið í bifreið hans varð óvirkt í sömu andrá. Fékk hann bví ekki stöðvað bif reiöina, sem lenti á bílskúr húseig andans og hafnaði loks á bifreið, sem í skúrnum var. Ökumaður slapp ómciddur, enda búinn að Sendibílstjórar vígja nýtt draga mikið úr hraðanum áður, þar sem hann ætlaöi að nema staö ar barna, þó kannski ekki á þenn an hátt. Hins vegar urðu nokkrar skemmdir á bifreið hans. Um svipað leyti varö harður á- rekstur f Kópavogi á gatnamótum Nýbýlavegar og Reykjanessbraut- ar, þegar Rússajeppa var ekið af Nýbýlaveginum og inn á Reykja- nessbrautina. Rakst jeppinn á bif- reið af gerðinni Volvo Amazon og skemmdi hana töluvert. í Volvo-bif reiðinni var farþegi, sem skarst lítið eitt , andliti, en aðrir sluppu ómeiddir. Ökumaður jeppabifreiðarinnar hafði ekki veitt hinum eftirtekt áður en hann ók inn á Reykjanessbrautina, og var þó bú inn að nema staðar við gatnamótin og litast um til beggja hliða. hafmt allt frá árinu 1965, fór héöan nánar tiltekið 9. septem- ber 1965 til Dublin í.lrlandi. Síöan þá hefur skipið ekki kom- ið heim fyrr en nú. Eitt ár af þessum tíma var skipið í leigu- flutningum fyrir erlenda aðila, en annars hefur hver einstök ferð verið skipulögð af umboðs- mönnum útgeröarinnar. — Og þið hafið komiö víða? — Við höfum aöallega verið í siglingum milli meginlanda Ameríku og Evrópu, og ein- göngu á þessum leiðum frá því að ég tók við, í febrúar 1967. Áður hafði skipið sigit m. a. til Perú, Kúbu, S-Afriku, og í vet- ur fór skipið til Svartahafs, en í þeirri ferð var ég í leyfi, og skipið þá undir stjórn stýri- manns. — Hve margir eru á skipinu? — Áhöfn skipsins er 21 mað- ur, og hefur gengið ágætlega að halda áhöfninni, eftir að menn fóru aö átta sig á þessu, en það gekk að vísu nokkuð misjafnlega fyrst í stað. Áhöfnin er öll is- iendingar. Fimm þeirra taka sér leyfi nú, og verða eftir hér heima, en leyfi þeirra stendur ekki í neinu sambandi við kom- una hingað, aðeins um samnings bundin frí að ræöa. Þaö er gott að koma heim eftir langa útivist. Júlíus hefur varla komlð heim til sfn nema eins og gestur í tvö ár. — Myndin er tekin á heimili þeirra Þórt og Júlíusar Kemp í morgun, skömmu áður en Hofsjökull lét aftur úr höfn. húsnæði Sendibílastöðin h.f. hefur nú flutt starfsemi sína i nýbyggingu, sem stendur á athafnasvæði því, er hún hefur ásamt Vöruflutninga- miðstöðinni að Borgartúni 21. Ný- byggingin, sem vígð var sl. laugar- dag, er um 280 ferm. að flatarmáli. Afgreiðsia og skrifstofa fyrirtækis- ins auk kaffi- og setustofu bif- reiðastjóranna verður á jaröhæð, en efri hæðin hefur verið leigð til félagsstarfsemi. Teikningu að húsinu gerði Ormar Þór Guðmundsson arkitekt. Verk- fræðingur: Páil Hannesson. Tré- smíði: Gestur Pálsson. Múrverk: Sæmundur Lárusson. Raflögn: Eiríkur Jónasson. Pípulögn: Axel Bender, en Blikk og stál h.f. smíðaði lofthitunarstokka. Framkvæmdir viö bygginguna hafa staðið um 2ja ára skeið og orðið all kostnaöarsamar. Til hagræðis og flýtisauka eru sendibílar stöðvarinnar staösettir víða um bæinn og í Kópavogi. Bætt starfsskilyröi gera nú kleift að bæta enn þjónustuna við viðskipta- vini Sendibílastöðvarinnar. ENNÞÁ ÍSREK NORÐURLANDI — bylur i nótt — fjallvegir lokast Allmikið ísrek hefur verið fyrir norðan iand síðustu dagana allt vestur í ísafjörð oe Önundarfjörð. Við Langanes er nú landfastur ís og vfða við norð-austurland eru ís spangir aö Iandinu, en ekki er hægt aö segja hversu langt út is- inn nær þar eð skyggni er mjög slæmt, aðeins um 1 km. FYRIR Mikill bylur hefur verið víða fyrir norðan í nótt og eru allflest- ir fjallvegir ófærir, m.a. Holtá- vörðuheiði, Öxnadalsheiði og Vaðla heiði. Hefur frostið verið allmikið miðað við að komið er fram f apríllok, og í morgun var enn víða um . 5—7 stoga frost. Hlýrra ei sunnanlands, bjart og milt veður en hitinn þó ekki nema rétt yfir frostmarki. Ágúst Guðmundsson, formaður Sendibílastöðvarinnar h f., Kristján Fr. Guðmundsson, stofnandi stöðvarinnar og Kristinn Arason frkvstj. fyrir framan hin nýju húsakynni Sendibílastöðvarinnar h.f. Hvers eiga Ijósa- j staurar að gjalda?! Ökumönnum virðist vera eitt- hvað í nöp við ljósastaura borg arinnar, eða að minnsta kosti leggja sumir þeirra lykkju á leið sína — að því er virðist— beinlínis til bess aö aka á þá. Síðdcgis í gær var lögreglunni tilkynnt um enn einn árekstur- inn við Ijósastaur, í þetta sinn við gatnumót Vesturbrúnar og Brúnavegar — en ökumaðurinn og bifreiðin voru horfin af staðn um, þegar Iögregluna bar að. Sjónarvottur gaf löcregUinni um hvaða bifreið hefði verið um að ræða, og hélt hög- reglan ,sem leið lá, heim til eig andans og fann bifreiðina þar með skemmd frambretti. Við yf- irheyrslur viðurkenndi ökumað- urinn að hafa verið undir áhrif um áfengis, þegar hann ók á staurinn. Að undanförnu hefur þetta gerzt oft að ljósastaurar hafa orðið ásteytingarsteinar bifreiöa og vegfarertda, og tvisvar i síð- ustu viku hefur ökumönnum tekizt að aka á tvo í einu. í ann að sinn á Ægissíðu, en þá var ökumaðurinn ,bláedrú“ og f hitt sinnið á Hringbraut. Fer nú að þynnast í röðum ljósastaura, ef þessu heldur lengi áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.