Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 8
3 V í SIR . Föstudagur 21. júni 1968 VISIR Otgetandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar : Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vísis — Edda hf,_________________________ Síldveiðinýjungar jslendingar hafa undanfarinn áratug leitt þróunina í nútímatækni við síldveiðar. Ber þar að sjálfsögðu hæst fisksjána og kraftblökkina. Islendingar urðu fyrstir þjóða til að læra á þessi tæki og hagnýta þau almennt til síldveiða, allmörgum árum á undan öðr- um þjóðum. Þessi tæki gerbyltu síldveiðitækninni og eiga, ásamt tilkomu hinna nýju og stóru skipa, megin- þáttinn í síldargróða þjóðarinnar á undanförnum ár- um. Síðan hafa fleiri nýjungar komið til sögunnar, þórt þær hafi enn ekki rutt sér almennt til rúms á ís- lenzka síldveiðiflotanum. Flutningur bræðslusíldar í tankskipum og öðrum flutningaskipum af veiðisvæð- unum er þó orðinn veigamikill liður í síldveiðunum hér. Þessir síldarflutningar spara veiðiskipunum lang- ar siglingar fram og aftur milli hafna og miða og nýta betur afkastagetu síldarverksmiðjanna Gerðar hafa verið tilraunir með að kæla síldina um borð í veiðiskipunum, annað hvort með því að leiða sjó í lestarnar eða með sérstökum ísframleiðsluvélum. Þessi tækni reyndist sérstaklega hagkvæm í fyrra- sumar, þegar síldin veiddist lengra frá landi en nokkru sinni áður. Eggert Gíslason aflakóngur sagði nýlega í viðtali, sem birtist í Vísi, að ísunin hefði alveg bjarg- að vertíðinni hjá honum í fyrra. Hann sigldi með síld- ina í þrjá sólarhringa, en samt reyndist hún fyrirtaks- vara til söltunar. Allar líkur benda til, að áfram verði að sækja síldina á fjarlæg mið, og þess vegna mun þessi nýja tækni vafalaust ryðja sér til rúms á ís- lenzka síldveiðiflotanum á skömmum tíma. Fleiri þarfar nýjungar hafa verið reyndar hér. Einn skuttogari hefur stundað síldveiðar og aflað dýrmætr- ar reynslu í skutveiðum. Þverskrúfur hafa verið settar á nokkur skip og gefið góða raun. Síldardælur eru víða notaðar til að ná síldinni úr nótinni og til los- unar. Þá hefur verið reynt að byggja yfir þilfar síld- veiðiskipa til að bæta aðstöðuna við móttöku aflans og auðvelda söltun um borð. En þrátt fyrir allar þessar nýjungar virðist forskot íslendinga vera að minnka. Valda þar mestu móður- skipin, sem síldveiðiflotar erlendra ríkja hagnýta sér í ríkum mæli. Gert er ráð fyrir, að fyrsta íslenzka móðurskipið taki þátt í síldveiðum þessa sumars. Það á að taka síld úr veiðiskipunum og síðan á að salta um ’virð í bví. Miklar vonir eru bundnar við þessa nýi- ung. Ef íslendingar komast upp á lag með að salta síldina úti á miðunum, er fengin góð vörn gegn duttl- ungum síldarinnar. Þá er hægt að sækja hana hvert sem er í norðurhöf. Við verðum að reyna eftir öllum mætti að tileinka okkur á skömmum tíma allar þarfar nýjungar í síld- veiðitækni og síldveiðiaðferðum, — til þess að við fáum haldið forskotinu. SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNINA Ottó Schopka: Tækniaðstoðars jóður fyrir iðnaðinn "P'yrir rúmlega tveimur árum skipaði iönaðarmálaráð- herra nefnd til þess að kanna þörf íslenzks iönaöar fyrir tækni aðstoð og aðra sérfræðilega aö- stoö, einkum með tilliti til ráða geröa um lækkun tolla á iðn- aðarvörum og þeirra aðlögunar- vandamála, sem upp kynnu að rísa í því tilefni, svo og til þess að gera tillögur um á hvern hátt sú tækni- og sérfræðiaðstoð yrði bezt framkvæmd. Nefndin skilaði allýtarlegu á- liti fyrir meira en einu ári, og hafa tillögur hennar verið í at- hugun hjá Iðnþróunarráöi og iön aöarmálaráðuneytinu síöan. Nefndin tók til athugunar ekki einungis þörf iðnaöarins fyrir tæknilega sérfræðiaðstoð, heldur einnig aðstoð á sviði fjár hags- og viðskiptamála iðnfyr- irtækja. Til þess að viðhalda og bæta samkeppnisaöstööu innlends iðn aðar er mikil nauðsvn á aukinni tækni- og sérfræöiaðstoð. Aukin vélvæöing og sífellt flóknari framleiðslutækni gerir stjórnend um örðugt um nægilega yfirsýn um áhrif ákvaröana á hina marg víslegu starfsþætti fyrirtækja, nema með beitingu sérþekking- ar á ýmsum sviöum, auk þess sem nútíma framleiðsluhættir krefjast mjög aukinnar tækni- kunnáttu. Iðnfyrirtækin eru hins vegar yfirleitt lítil og þau telja sig yfirleitt ekki hafa fjárhags- legt bolmagn til þess aö hafa sérfræðinga í þjónustu sinni. Að einhverju leyti stafar þessi vönt un á sérmenntuðum mönnum þó af ónógum skilningi á gildi sér- fræðiþekkingar. Af þessu leiðir. að tækni- og sérfræðilega mennt aðir menn ráðast fremur til starfa í ýmiss konar opinbera þjónustu heldur en til fram- Ieiösluatvinnuveganna. Nefnd- in komst að þeirri niöurstöðu, aö aðeins um 10% verkfræðinga í landinu störfuðu hjá iðnfyrir tækjum árið 1966 og var þó iðnaðurinn mun betur settur í þeim efnum en aðrir atvinnu- vegir. Þessi skortur sérfræðilegra menntaðra manna mun, þegar til lengdar lætur, geta haft 6- heillavænleg áhrif á iðnþróun- ina i landinu. Mörg þeirra verk- efna, sem iðnaðurinn mun fá til úrlausnar í framtíðinni, krefj ast mikillar tæknikunnáttu og sérfræðilegrar undirbúnings- vinnu. Samkeppnisfær iðnaður þarf stöðugt að laga sig að breyttum aðstæðum og viöhorf- um, tileinka sér tækninýjungar og leita nýrra leiöa. En slíkar aðlögunaraðgerðir kosta pen- inga og krefjast tækniþekking- ar. Nefndin taldi brýna þörf aðgerða til þess að bæta aðstöðu iðnaðarins til tækni- og sérfræði aðstoðar, og gerði hún ýmsar Listir-Bækur-Menningarmál Hjörleifur Sigurðsson skrifa> myndlistargagnrýni: Bjarta veröld Benedikt Gunnarsson heldur áfram aö dýrka hina björtu. Ijósu liti. Ég er ekki i vafa um, að þeir hæfa bezt skapgerö hans og upplagi sem málara. Sumarlandið, sumarhvolfiö og hvít skipting dags og nætur á Jónsmessu hlýtur hvergi ein- lægari staðfestingu i myndlist okkar. Reyndar hafa nokkrir starfsbræður hans og systur nálgazt þetta viöfangsefni af alúð og gjört því prýðileg skil á köflum. En Benedikt er heill og óskiptur í sumardýrðinni, flóðinu, sem kemur að ofan og hverfur þangað aftur þegjandi og hljóðalaust er það hefur minnzt rækilega við haf og land. Aftur á móti misstigur Benedikt sig stundum I glím- unni við stingandi elda: lita- andstæðurnar. Og allmörg »æmi eru um það, að dökkur vefur flækist heldur ónotalega í höndum hans, Ég hirði ekki út á í dag, 21. júní, sendir Þjóð- leikhúsið leikflokk út á land með leikritið Billy lygari eftir Keith Waterhouse og Willis Hall. Það er leikflokkur Litla sviðsins í Lindarbæ, sem fer •' þessa sýningarferð Þjóðleikhús- ins. Leikritið var frumsýnt á Litla sviöinu i Lindarbæ i byri un janúar s.I. og urðu sýningar alls 20 á leiknum. Sýning þessi lygari44 land þótti takast mjög vel og hlaut sýningin mjög góða dóma hjá öllum gagnrýnendum. Leik- stjóri er Eyvindur Erlendsson og er þetta fyrsta verkefniö sem hann sviðsetur fyrir Þjóðleik- húsið. Eyvindur stundaði leik- listarnám i Leiklistarskóla Þjóö- ieikhússins og útskrifaðist það- an árið 1960. Hann hefur numið leikstjóm tillögur í þeim efnum. Ein merk asta tillagan er um stofnun Að- lögunar- og þróunarsjóðs iðnað- arins með beinum fjárframlög- um úr ríkissjóði. Hlutverk þessa sjóðs á aö vera að veita styrki til sérfræöilegra undirbúnings- rannsókna og aðgerða er miði að því að bæta samkeppnisao- stöðu iðnaðarins með endur- bótum á einstökum og eftir at- vikum öllum starfsþáttum ein- stakra fyrirtækja eöa fyrirtækja í heilum iðngreinum. Ennfremur að veita styrki til þess að þróa nýjar vörutegundir og iðngrein- ar eða bæta eldri vörutegundir, sem iðnaðurinn þegar framleiö- ir, og loks að veita styrki til að vinna markaði fyrir íslenzkar iðnaðarvörur erlendis, þar sem slíkir möguleikar kunna að finn ast. Gert er ráð fyrir, að á móti styrk úr sjóðnum komi mót- framlag eigin fjár frá styrkþega og að styrkveitingu ljúki, þegar aðgerð er komin á visst fram- kvæmdastig, enda taki þá lána stofnanir og eigið framlag styrk- þegans við. Ríkið ver nú þegar miklu fjár magni til þess að stuðla að örv- un tækniframfara á sviði land- búnaöar og sjávarútvegs. Til- tölulega miklu minna fjármagni er varið með sama hætti á sviöi iðnaðar. Hér er lagt til, að reynd ar verði nýjar leiðir f þessum efnum. Tillögur nefndarinnar eru svo athyglisverðar, að ekki má dragast annað ár að taka á- kvörðun um framkvæmd þeirra. Á fjárlögum yfirstandandi árs hefur verið tekin upp fjárveiting „vegna aðstoðar við endurskipu lagningu og sameiningu iðnfyrir tækja", 1,2 millj. kr. Segja má, að þessi fjárveiting sé vísir að þeim sjóði, sem stofna þarf. En brýna nauðsyn ber til þess að hrinda sjóðsstofnuninni f fram kvæmd sem fyrst og setja fast mótaðar reglur um ráðstöfun þess fjár, sem ’ hann rennur. um að gera nánari grein fyrir þessari skoðun minni enda byggist hún miklu fremur á til- finningu gagnvart heildinni en einstökum dæmum, sérstökum myndum. 1 staðinn langar mig til að nefna örfáar myndir Benedikts á sýningu hans í ný- liðinni viku. Nótt í Kópavogi býr yfir kostum hins litla heims. Þó er hún jafnvíð og hver annar ósvikinn partur af geimnum. Sumarlandið við hlið hennar var bjartara ... já titrandi gult eins og sólin. Enn- fremur man ég sérstaklega Hraunglóð II og Segl og siglu- tré — ágætlega vönduð lista- verk. við Leiklistarstofnun ríkisins í Moskvu f 5 ár og útskrifaöist þaðan á s.l. ári. Átta ungir leikarar taka þátt í þessari leikför Þjóðleikhússins, en þeir eru: Hákon Waage, Jón- ína Jónsdóttir, Sigurður Skúla- son, Jónína Ólafsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Jón Gunnarsson og Auö- ur Guðmundsdóttir. Leikurinn veröur fyrst sýndur í Ásbyrgi í Miðfirði, þá á Húsa- vík. í Valaskjálf, Fáskrúðsfirði, Eydölum á Breiðdal, Sindrabæ í Hornafirði, Hamraborg í Beru- firði. Síðar verður svo sýnt víð- ar á Austurlandi og þaðan verð- ur haldið til Norðurlands og sýnt þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.