Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 4
i DEYFILYFIN YEITTU HNEFA- En hann dó i hringnum >E Hnefaleikakappinn Jupp Elze varð fórnarlamb ofsafenginna til rauna til að komast á tindinn. 2 Hann greip til þess ráðs að taka J eiturlyf til aö styrkja sig. Þessi e 28 ára þýzki millivigtarmaður, J kvæntur og tveggja barna faðir, • andaðist síðast liðinn fimmtudag, 2 eftir að hafa verið meðvitundar- 2 iaus f viku. Hinn nautsterki Itali, • Carlos Durans, sló hann niður ^ eftir tólf harðar lotúrj og Jupp • var borinn út úr hringnum, Iam- . 2 aöur °8 meðvitundarlaus. Hann komst ekki aftur til meðvitundar. Nú velta menn því fyrir sér, hvort það hafi veriö högg ítal- ans eða eitriö, sem olli dauöa hins unga Þjóðverja. Það kom sem sé í Ijós eftir ath. aö Jupp uaföi neytt hins forboðna, örv- andi eiturs. Sá, er síðast hafði orðiö deyfilyfjunum að bráð á 2 undan Þjóðverjanum, var enski • heimsmeistarinn í hjólreiöum á þjóðvegum, Tom Simpson, sem féll dauður niður af hjóli sínu í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France. Einnig hann hafði neytt deyfilyfja. Nú varö Jupp Elze einnig fórn arlamb eiturlyfjanna. Hverjum var það að kenna? Jafnvel áður en útför Jupps fór fram, hóf lög- reglan málsókn gegn „óþekktum aðila.“ Það er miklum vafa undir- orpið, hvort nokkur árangur næst af rannsókninni. Samkvæmt frá- sögn einkavinar og ráðgjafa hans, Lörings, sem jafnframt var fram kvæmdastjóri hans í hnefaleikun um, kom þaö ekki í ljós fyrir leik inn, aö hann hefði neytt neinna örvandi lyfja. Löring segir: „Ég er ekki þeirrar skoðunar, að um lyf hafi verið að ræða. Ég var með Jupp síðustu klukkustundirn ar — stærstu stundir í lífi hans. Þá vék ég ekki frá honum, hvorki í hringnum né að lokinni æfingu eöa keppni. Læknarnir verða að sanna, hvað hann hefur tekiö inn.“ Ásamt Löring annað- ist þjálfarinn Johan Weinback um hnefaleikarann. Afhjúpað í sjónvarpi. Hneyksliö var afhjúpað í Vest- ur-þýzka sjónvarpinu í þættin- um „Die Sport-Information.“ Þar skýrðu fréttamenn frá yfirlýsingu sjúkrahúss Kölnarháskóla, þar sem það er fullyrt, að rannsókn á magni eiturlyfja í blóðinu hafi leitt til jákvæðrar niðurstöðu. Að svo komnu er ekki ljóst, hvaða tegund eiturlyfja var um að ræða. Þessi ungi hnefaleikakappi var dýrlingur áhugamanna um hnefa- leika í Evrópu. Áhorfendur og keppinautar viðurkenndu þor hans og hreysti. Hann tók við höggum án þess að bugast. Nú vita menn, hvers vegna. Harmleikurinn í hringnum. - Jupp Elze borinn út meðvitundar- iaus. King Ákveðið er nú í Hollywood að leikarar framleiði mynd sem á að fjalla um líf og störf Martins Luthers Kings. Margir kvikmyndaleikarar buðust til aö leika í myndinni, en ekki er ákveð iö hverjir það verða. Þó eru nokkr ir sem teljast veröa sjálfkjömir, en það eru: Harry Belafonte, Candy Bergen, Marlon Brando, Paul Newman, Sidney Poitier, Jean Simmons og Dan Blucker. Það má sjá að leikararnir verða ekki af verri endanum. YERJANDI RAYS I TENGSL- Sidney Poitier leikur í mynd um« Martin Luther King. 2 Kvikmynd uml © Martin Lutherl UM KU KLUX KLAN Nú er Ramon Géorg Sneyd, öðru nafni James Earl Ray, sem kærður hefur verið fvrir morðið á Martin Luther King, búinn að fá sér verjanda. Sá er Suðurríkja maður af því tagi, er harðast berst gegn jafnrétti kynþáttanna. Arthur J. Hanes hefur verið borg- arstjóri í Birmingham i Alabama og varið mál meðlima Ku Klux Klan-öfgasamtakanna. Verjandinn ætlar að taka máliö að sér, þegar og ef aö þvl kemur, að Ray verði framseldur í hendur Bandaríkjamanna, en hann var handtekinn í London, svo sem kunnugt er. Lögfræðingurinn neit aði að upplýsa, hve mikið hann eigi að fá sem greiðslu fyrir vöm ina og hver borgi brúsann. Hon- um er Ijóst, að Ray var fremur félítill, þegar hann var handtek- inn, en hann er þess fullviss, að í a efJssn laun sín 'verði greidd af einhverj- um óþekktum aöila. Árið 1965 annaðist Hanes vöm þriggja meölima í Ku Klux Klan, sem hlutu 10 ára fangelsisdóm fyrir að myrða frú Violu Liuszio, sem tók upp hanzkann fyrir svert ingjana. Svo virtist, ef dæma má af fyrstu réttarhöldunum I máli Rays, að þess yrði langt að bíða, að málið yrði leitt til lykta. Enda þótt Ray yrði framseldur, kæmi framsalið ekki til framkvæmda í 15 daga frá dómi. Hann gæti líka áfrýjað til æðri dómstóla, og þá gæti máliö dregizt mjög á lang- inn. Verjandi James Ray, Arthur J. Hanes, lengst til hægri, og sonur hans ræða við fréttamann i London. Nató eða ekki? Ráðherrafundur Nató-ríkjanna f Reykjavík hefur vakið almenn ing til umhugsunar um Nató og stöðu Islands í þeim samtökum ekki sizt vegna þess að hópur ungs fólks hefur á framandi hátt reynt að níða niður suma gesti vora og fordæmt samstöðu íslendinga í þessum vestrænu samtökum. Það var nokkuð umdeilt á sín um tíma, hvort Islendingar æi^u að taka þátt í Nató-samtökun- um eða ekki. Mikið var rætt um hið eilífa hlutleysi og það for- dæmi, sem það gæfi öðrum, en itvaft megnar hlutleysið og varn arieysið, ef aðstaðan í landi okk ar þykir mikilvæg í hernaðar- legu tilliti? Þessar og þvílikar spnrningar hafa sifellt verið um ræddar og umdeiidar. Margur heffur óttazt hin menningarlegu Staif á þjóölíf okkar og tungu, sem aultið samneyti við aðrar þjóðir gæti haft í för með sér, en nú hefur það sýnt sig, að þjóðerniskennd okkar, tunga og menning hefur kannski aldrei samtökum þjóðanna, hefur átt sinn þátt í friðnum. Þess vegna hefur þessi samvinna þjóðanna getað sveigzt á svið menningar Hins vegar er það ánægjuefni, að augu fólks skuli hafa opnazt fyrir beirri staðreynd, að sam- tök skyldra þjóða eru okkur l$PuH!&iGöúl verið þjóðlegri og traustari en nú. Óttinn við erlend áhrif hef ur reynzt ástæðuiaus. Viðhorfin gagnvart erlendri samvinnu á ýmsum sviðum, ekki sizt hlutdeild okkar í Nató hafa einnig breytzt frá því að við gengum í þau samtök. Sá stríðsótti sem rikti, hefur dvínað og hefur starfsemi Nató því sveigzt inn á fieiri svið. Hið hemaðarl. jafnvægi, sem talið er, að Nató hafi komið á með legri viðfangsefna, enda hefur ýmisleg vísindastarfsemi verið styrkt og stuðlað að menningar- starfsemi á ýmsum öðrum svið- um. Rökin fyrir úrgöngu íslands úr samtökum hinna vestrænu þjóða, eiga sér þvi ekki for- stendur. Smæð okkar og þörfin á að halda menningarlegu sjálf stæði gerir það katmski enn brýnna, því «• nauðsynl. vettvangur og þess vegna vill enn stærri hluti þjóð arinnar nú haida áfram veru ís lands í Nató, en sá hluti sem vildi inngöngu á sínum tima. Skoðanakönnun, þó að hún sé ekki hárnákvæm, sannar yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar. Þaö virkar alltaf hjákátlega þegar minnihlutahópar, sem ekki getR saett sig við vilja fjöld ans. m tatat upp á því á stræt tneð ófriðar látum. Skrílslæti og menning eru óskyld fyrirbæri á sama .íátt og friður verður ekki styrktur meö ófriðarlátum. Slík ar ósnektir kalla aðeins yfir sig valdið. Þetta er leið hugsana- villa og virkar á suma eins og skopleikur. Almenningi finnst því að þau ærsl, sem orðið hafa á götum úti i sambandi við Nató-fundinn hvort sem bau hafa verö af völd um beirra, sem þótzt hafa verið að mótmæla fundinum eða mót- mæla mótmælendum, vera leiö mistök fólks á gelgjuskeiði. — Þetta eru kannski líka aðeins nauðsynlegir vaxtraverkir bráö- þroska fólks af góðeldi undan- farinna ára. En þó að ærsl séu hvimleiö og hafi bví veriö fordæmd, má segja að Keflavíkurgöngur hafi visst gildi-----frá heilsufars- legu sjónarmiði. Þrándur í Götu. . •Lfi'mnSKtgrý'rr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.