Alþýðublaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3
•ooooooooooooooooooooo<x>o>ooo<c>ooooooooooooooo<xxxx í leit að heimilisfangi HIN SNJALLA leynilögregla Bandaríkjanna, FBI, Federal Bureau of Investigation — er kunn um allan heim og afrek hinna sérþjálfuðu starfsmanna hennar eru oft undraverð. Ekki er mönnum það jafn kunnugt, að framleiðendur Kodak myndavéla liafa sína eigin „leynilögreglu,” sem ber skammstöfunina FIB, en spæj- arar Kodaks geta engu síður spjarað sig en kollegar þeirra hjá FBI. FIB hefur deildir víðsvegar um heim, þar sem Kodak fram kallar litfilrnur. Á ensku heit- ir deild þessi „Film Identifi- cation Bureau,” en danska deildin í Albertslund ber heit- ið „Viðskiptavinaþjónusta.” Starfsmenn deildarinnar leggja sig alla fram til að þóknast viðskiptavinunum. — Þeir eru óvopnaðir, þótt stofn- unin sem slík sé vopnuð bæj- arskrám, símaskrám, handbók- um, myndabókum og ferða- bæklingum víðs vegar að úr heiminum. Mannskepnan er ekki eins fullkomin og æskilegt væri. — Þess vegna er Kodak neytt til að reka deildir sem þessar, en Filma skoðuð til aff reyna að sjá, hver eigandi hennar getur eina verkefni þeiira er að flest ar, helzt allar, glataðar filmur komist í hendur réttra eigenda. Svo furðuleg er þessi veröld, að þótt hr. Jón Jónsson eyði miklum fjárfúlgum til mynda- vélakaupa og annars tilheyr- 0 0 0 Öllum filmum, dyggilega til haga. sem lieimilisfang vantar á, er haldiff 35 inm litfilma skoffuff. andi og taki fjölda mynda á ferðalögum sínum og gæti að auki allra smámuna við mynda- tökuna, þá gleymir þessi sami hr. Jón Jónsson iðulega að skrifa heimilisfang sitt með filmunni, sem hann sendir Ko- dak til framköllunar. Og svo óréttlát er þessi ver- öld, að hann heldur þvi fram til hins síðasta, að hann hafi skrifað heimilisfangið, en mót- takandinn hafi svo gloprað því niður. En svo réttlát er þessi ver- öld, að þegar filman — þökk 0 sé leynilögreglu Kodaks — V kemur í liendur hr. Jóns Jóns- sonar, þá er ekkert líklegra en hann hrópi upp yfir sig: — „Þetta var nú annars vel af sér vikið!” Þess vegna hefur Kodak sitt FIB ! GLATAÐAR FILMUR. Algengasta orsökin fyrir því að filmur glatist eru ófullnægj- andi upplýsingar um heimilis- fang sendanda. Áhugaljósmynd ari sendir filmu sína að lok- inni myndatöku til Kodaks, en gleymir að geta nafns og heim- ilisfangs. Þá hendir það einnig, að sendandi skrifar rétt nafn sitt og götuheiti en móttak- enda: Alberíslund, þar sem Kodak býr! Jafn algengt er, að sendandi skrifi aðeins nafn sitt og götu- heiti, en gleymi bæjarnafn- inu! A. Jensen, Kirkevej 2, — enginn bær. Það gæti verið hvaða Kirkevej sem er í 200 dönskum bæjum. Þegar eitthvað þessu líkt hendir sig, er filman send til FIB hjá Kodaks. Fyrst rann- saka sérfræðingarnir skriftina. Ef til vill þekkist hún. Þetta gæti verið viðskiptavinur, sem áður hefur sent filmur til fram Framliald á 15. síðu. ►öooooooo oooooooooooooooo>oooooooooooooooo >0000000 Nýkomið ítalskir kvenkuldaskór og bandaskór. Enskir kvenskór. Skóver Skólavörðustíg 15. — Sími 14955. Ötsala Ötsala Kvenkápur og dragtir MikiH afsláttur. Kápu og dömubúðin Laugavegi 46. Eitt fullkomn'asta sjónvarpstækið á mark- aðinum í dag — 23” skermir. — Bæði kerf- in. — Læsanlegar rennihurðir. Fæst með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Fullkomin viðgerðarþjónusta á staðnum. Eigum einnig til hin þýzku HKL loftnet 10 og 13 greiða. Einar Farestveit & Co. hf. Aðalstræti 18, sími 16995. ; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. febrúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.