Alþýðublaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4
lEfKSBd) Bltstjórai: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trtl: EiSur GuSnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýslngasími: 14906. ADsetur: AlþýBuhúsiS vlB Hverfisgötu, Reykjavflc. — PrentsmiSja AiþýSu- blaBslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakíB. tJtgefandl: AlþýOuflokkurlnn. Göð heilsct TÍMINN virðist liafa áhyggjur af heilsufari Al- flokksins þessa dagana, en þó grunar ýmsa, að þar muni vart falla annað en krókódílstár. Blaðið seg- ir, að Alþýðuflokkurinn sé í háska staddur og tog- ist á í honum mismunandi skoðanir um þátttöku í núverandi ríkisstjórn. Alþýðublaðið getur róað Tímann í þessum efn- um. Heilsa Alþýðuflokksins er ágæt og samstaða innan hans hefur sjaldan verið meiri. Innan Al- þýðuflokksins er það hreinskilningslega vegið og metið, hvort flokkurinn eigi að sitja í ríkisstjórn eða ekki, og hefur niðurstaðan verið sú, að halda stjórnarsam,starfinu áfram. Um það hefur verið víðtæk samstaða. Alþýðuflokkurinn metur stjórnarsamstarf eft- ir þiv'í, hverju hann kemur fram af málum sín- .um. Núverandi ríkisstjórn hefur stóraukið al- imannatryggingar, endurvakið verkamannabústaða- byggingar og gert mikil átök í húsnæðismálum; hún hefur lögfest sömu laun karla og kvenna fyr ir sömu vinnu, gert stórátök í endurnýjun báta- 'flotans og uppbyggingu fiskiðnaðar, staðið fyrir stórfelldum skólabyggingum, og fleira mætti telja. Þegar litið er á stefnu núverandi ríkisstjórnar sem heild, er hún að mörgu leyti lengra til vinstri en vinstristjórnin í löggjafa- og umbótastarfi sínu. Meðan þannig fer fram, unnt er að þoka áfram áhugamálum Alþýðuflokksins og tryggja vinsam- legt samstarf við verkalýðshreyfinguna, telur Al- þýðuflokkurinn rétt að standa að ríkisstjórn. Um það er meiri eining innan flojkksins heldur en var um þátttöku í vinstristjórninni. svo að dæmi sé nefnt. Framsókn klofin JAFNFRAMT einhug Alþýðuflokksins hefur það gerzt, að djúpstæður klofningur er innan beggja stjórnarandstöðuflokkanna. Alþýðubandal'ag ið er raunar ekki hægt að kalla flokk, heldur er það lauslegt samband stríðandi manna og hópa. Innan Framsóknarflokksins er einnig vaxandi klofningur og árekstur milli kynslóða. Eysteinn Jónsson er alvaldur í flokknum og stjórnar með hugarfari frá kreppuárunum fyrir stríð. Ungu mennirnir verða andsnúnari honum með hverjum degi, og mikill ágreiningur er um stórmál eins og álbræðsluna eða utanrfldsmálin, svo að dæmi sé nefnt. Framsóknarmenn una illa valdaleysi sínu. En þeir •dæma sjálfa sig úr leik með ábyrgðarlausri og ói'aun hæfri stjóraarandstöðu. 4 6. Íebíúar 1966 - AIÞÝ0UBLAÐIÐ ♦« ,-x>v Tröllin á Hellisheiði. „Sú sögn er og til um Vestniannaeyjar, að tröll hafi átt að kasta þeim út í sjó, þangað sem þær eru, og það allt sunnan af Hellisheiði“. Þjóðsaga. Teikning, gerð 1648. Skólasýning í Ásgrímssafni SKÓLASÝNING í ASGRÍMS- SAFNI að þessu sinni er hin þriðja í röðinni. Sú tilraun hefir gefizt mjög vel. Hafa ýmsir skólar sýnt mikinn áhuga á þessum sýn- ingum, og stuðlað að því að nem endum gefist kostur á að kynn- ast listaverkagjöf Ásgríms Jóns- sonar, húsi hans og heimili. Ágrímur Jónsson var mikill unn andj þjóðlegra fræða, og ert aðal uppistaða þessarar sýningar, eins og hinna fyrri skólasýninga, mynd ir úr þjóðsögum, íslendingasög- um og ævintýrum. Sýndar eru m. a. myndir úr Njálu, Grettissögu, Gúmmístígvél Og Kuldaskór á alla fjölskylduna. Sendi í póstkröfu. Skóverzlun og skóvinnu stofa Sigurbjörns Þorgeirssonar Miðbæ við Háeieitishraut 5S-08 Sími 33980. Sifreiðaeigendur sprautum og réttuzn Fljót afgreiðsla Sifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B. Slml S574* Sturlungu og Egilssögu, flestar, málaðar með vatnslitum. Ákveðið var nú að sýna einnig tvær ófullgerðar olíumyndir, önn ur er af eldhúsi Ásgríms, en hin frá Þingvöllum. í hana var Ásgrím ur að mála skömmu fyrir andlát sitt. Til samanburðar er lítil vatns litamynd frá sama stað. Vill safn ið með þessu gefa nemendum ör- , litla innsýn í vinnubriögð lista- mannsins. Líka gefst nemendum kostur á að skoða kol- og penna- teikningar. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið almenningi þriðjudaga fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1,30—4. Skólar geta pantað sér- tíma hjá forstöðukonu safnsins í síma 14090. Aðgangur ókeypis. Gler frá Frakklandi Hér með tilkynnist heiðruð viðskiptavinum vorum að vér höfum nú tekið við einkaumboði fyrir:. PARÍS. sem tramlleiðir m.a.: Rúðugler, allar þykktir. Slípað gler í búðarrúður og spegla. Hrágler og munstrað gler allskonar. Hert gler til utanhússklæðningar. Eingangrunargler eftir máli í allar tegundir bygginga. Öryggisgler fyrir bifreiðir o. fl. Afgreiðslutúni 3—4 vikur. Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Gjörið svo vel og leitið tilboða. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun, Hallveigarstíg 10, sími 24455.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.