Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 6
 Glugginn Lokaðar dyr og nið- urdregin glugga- tjöld vekja tor- tryggni í Siiður- Ameríku. pETTA er mjög eðlileg tálbeita, bijgsar maður og staldrar við fyVir utan glugga hárgreiðslustofu e»|inar í Montevideo. En allt í eihu hreyfist brúðan! Hún er g^dd holdi og blóði. Og nú kemur hárgreiðslumeist arinn. Hann lyftir þurrkuhjálm- inum og gætir að því, hvort rúll urnar sttja rétt .... í h'öfuðborg Uruguay eru ekki notuð gluggatjöld. Hafi einhver vegfarandi áhuga á því að fylgj ast með breytingu konunnar úr dökkhærðri í Ijóshærða, þá gjöri hann svo vel og horfi! Einnig getur hver sem er kynnt sér lyf þau og aðferðir, sem notuð eru til að fjarlægja hrukkur henn- ar, eða þá orðið vitni að hand- og fótsnyrtingu svo dæmi séu nefnd. Hinir stóru nýtízku svningar- gluggar veita frjálsa og ótakmark aða innsýn í fjölskyldu’íf íbú- anna. Ekkert er falið, — eða svo | til ekkert. Hvort sem íjölskyld | an situr við hádegisverðarborðið, er að leik, skammast, heldur sam kvæmi, allir, sem leið eiga fram hjá, geta numið staðar og verið vitni að öllu saman með eyrum og augum. Engar girðingar um lykja garðana, og þegar haldin eru garðsamkvæmi, talar fólk hárri röddu og óþvingað og leyf ir nágrönnum, ungum og göml- um, heilbrigðum-og sjúkum, að „vera með“ Iþar til klukkan þrjú að morgni. — Látið mig nú heyra, hvers vegna þér óskið eftir skilnaði, heyrist karlmaður segja. — Maðurinn minn dregur mig á tálar með Monicu Rodrigues. Eiginmaður Sonicu heldur fram hjá henni með beztu vinkonu minni, _ Sofiu Guiterrez, en þar fyrir hefur hún ekkert leyfi til .. — Við verðum að halda okkur við efnið, senora. Hefur maður- inn yðar nokkru sinni slegið yð- ur? — Nei, en hann vanrækir mig.... — Þá verðið þér að koma því í kring, að hann slái yður. Við höfum þörf fyrir.... Við erum stödd í biðstofu kunns málafærslumanns, og dym ar að skrifstofu hans eru upp á gátt. Þeir sem bíða hlusta á með andakt, tvadr konur ræða af þekkingu um það sem þær hafa heyrt. Loksins birtist var.rækta eiginkonan. Ekkert bendir til þess, að hún taki það nærri sér, að sjö alókunnugar manneskjur viti heilmikið um hennar helg- ustu einkamál. — Næsti, gjörið svo vel- segir málafærslumaðurinn. Skömmu seinna heyrist gegnum dvrnar: — Kæri skjólstæðingur, allir gabba skattayfirvöldin. Þer hafið aðeins gengið of langt.. Nú er bara um eitt ao ræða, þer skul- uð.... Á sjúkrahúsum í Uruguay standa allar dyr og flestir glugg- ar opnir. Sjúklingamir s’á alla koma og fara, heyra allt sem sagt ?r á sjúkrahúsinu. En það veld- ur Ameríkönum engum óþægind um. Þeir verða þvert á móti taugaóstyrkir ef allt er hljótt. Þeim finnst sjálfsagt, að hver sem er taki hvenær sem er þátt í samræðum annarra. Stefnumót, siúkdómar, viðskipti, smygl, skilnaðir — allt þetta er rætt ooinskátt í strætisvögnum kaffi húsum. veitingahúsum og í iskemmtigörðum. Lokaðar dyr og niðurdregin gluggatjöld vekja hins vegar tortryggni. Evrópsk fjölskylda var nýkom- in til Urugay og bjó á annarri hæð í þriggja hæða húsi. Þetta voru rólegir leigjendur með eitt vel uppalið barn, höfðu át.varpið lágt stillt og fóru yfirledt ekki uppá háa c-ið i samræðum sínum. Á hæðínni fyrir ofan þau bjó læknir, sem skellti hurðum, iðk- aði morgunleikfimi við drynjandi tónlist útvarpsins, söng hástöf- um í baðherberginu, æpti á þjón ustustúlkuna og hélt samkvæmi, sem ekki fóru framhjá neinum í mílufjarlægð. Dag nokkurn var hringt dyra- bjöllunni hjá evrópsku fiölskyld unni. Það var þjónustustúlka læknisins, og hún var greinilega skelfingu lostin, þegar maðurinn opnaði sjálfur dymar. — Húsbóndi minn, herra dr. Alvarez á þriðju hæð sendi mig hingað niður, bara til þess að athuga, hvort .... ef .. . hvort nokkur væri dáinn, stamaði vesl- ings stúlkan. — Nei, nei, hér er allt í bezta lagi .... — Er kannski einhver veikur hjá yður? Hr. dr. Alvarez er reiðubúinn að veita hjálp sína. — Við þökkum kærlega fyrir, en við erum öll við hestaheilsu. — Æ, guði sé lof, stundi stúlk an og létti augsýnilega, — dr. Alvarez hefur verið svo áhyggju fullur. — Nú, en hvers vegna? — Jú, af því að hann heyrir aldrei nein hljóð að neðan. ■ '<*:'■■'■ HIN svo kallaða Warren-nefnd komst að þeirri niðurstöðu í hinni umsvifamiklu skýrslu sinni, sem út kom í október 1064, að sama byssukúlan hefði grandað John F. Kennedy forseta og sært Conally ríkisstjóra. Að einn og sami maður — Lee Harvey Os- wald — hafi framið ódæðið. Á næstu vikum munu koma út fjórar bækur, sem tala gegn þess ari ákveðnu fullyrðingu. Höfund ar þriggja þeirra eru amerískir, en sá fjórði er franskur. Þeir draga það allir í efa, að Lee Harvey Oswald hafi veriff einn um það að skjóta á forset- ann, Sú mikilvægasta af bókum þess um, er skrifuð sem doktorsritgerð, og hefst á harðri gagnrýni á rannsóknaraðferðum Warren- nefndarinnar. Ásamt tveimur hinna höfundanna fullyrðir sagn fræðingurinn Edward Epstein, að Warren-nefndin hafa að yfirlögðu ! ráði breytt krufningsskýrslunni frá sjúkrahúsinu í Dallas til þess að færa þyngri rök fyrir kenningunni um eitt skot og einn tilræðismann. Engin þessara bóka ber brigð- ur á, að Lee Harvey Oswald — sem daginn eftir morðið á for- setanum var skotinn til bana af Framhald á 10. sfðu. 0 10. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.