Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 8
KASTLJÓS FRÆKILEGUR SIGUR BRANDTS WFLLY BRANDT vann frækilegan . sigur á landsfundi vestur-þýzkra , jafnaðarmanna í Dortmund á dög- unum og var endurkjörinn for- maður flokksins nær einróma, með > 324 atkvæðum gegn 2. Fyrir lands fundinn héldu ýmsir því fram, að völd nokkurra leiðtoga flokks- ins væru í hættu, en þeir urðu fyrir vonbrigðum. Hinir tveir varaformemi flokks- ins, Herbert Wehner og Fritz Erl- er voru báðir endurkjörnir. Weh- ner hiaut 285 atkvæði, eða aðeins 11 færri atkvæði en á síðasta landsfundi flokksins í Karlsruhe, og Erler hlaut 293 atkvæði eða 21 atkvæði færra en í Karlsruhe. Jafnvel Erhard kanzlari hlaut ekki nálægt því eins eindregna | traustsyfirlsýingu á landsfundi \ kristilegra demókrata í vor. Rúm- | lega 150 fulltrúar af 577 greiddu t atkvæði á móti kanzlaranum. | Aftur á móti fékk sérfræðingur 1 jafnaðarmanna í varnarmálum, Helmut Schmidt, slæma útreið á landsfundinum. Schmidt, sem hlot- ið hefur viðurnefnið „kjaftaskúm- ur,” hefur á stundum tekið of mik- ið upp í sig að dómi margra jafn- aðarmanna. Nú varð hann að gjalda þess, og í kosningunum til stjórnar flokksins hafnaði Schmidt í 15. sæti, en stjórnin er alls skipuð 29 mönnum. Annars voru langflestir með- limir fráfarandi flokksstjórnar endurkjörnir með þeim prófessor Carlo Schmidt og varnarmálasér- fræðingnum Karl Wienand í broddi fylkingar. Ungir jafnaðar- menn fengu fulltrúa kjörinn í stjórnina, varaformann sinn, Pet- er Corterier. Willy Brandt hafði töglin og hagídirnar á þessum landsfundi. Hrjúfari stjórnmálamenn eins og Wehner og Erler áttu stundum í hörðum orðaskiptum við gagn- rýnendur sína, en Brandt skarst alltaf í leikinn og jafnaði ágrein- ing. Og hann var sá eini þeirra þrímenninganna, sem ekki missti stjórn á sér, þegar austur-þýzkir blaðamenn báru fram mjög ögr- andi spurningar á blaðamanna- fundi. Hin eindregna traustsyfir- lýsing, sem Brandt hlaut, var síð- ur en svo nokkur huggun, sem menn vildu veita honum fyrir ósig- urinn í þingkosningunum í fyrra. ★ ODER-NEISSE-LÍNAN VIÐURKENND. Willy Brandt náði strax tökum á fundarmönnum á fyrsta kvöldi landsfundarins er hann hélt mikla ræðu, þar sem hann varpaði fram nýjum hugmyndum um Þýzka- landsvandamálið, sem nú er í al- gerri sjálfheldu. Afstaða hans til Austur-Þýzkalands var sveigjan- legri en áður, og hann lagði á það áherzlu, að endursameining Þýzka lands og viðurkenning Oder-Neis- se-iínunnar (þ. e. landamæra Pól- lands) væru ekki eitt og sama vandamálið. í raun og veru hafa jafnaðarmenn viðurkennt Oder- Neisse-línuna að öllu leyti nema í orði kveðnu. Pólskir blaða- menn, sem voru viðstaddir lands- fundinn, viðurkenndu þetta. Brandt tók ótvíræða afstöðu gegn því, að Vestur-Þjóðverjar fengju aðild að kjarnorkuvörnum Vesturlanda — og átti hann hér m. a. við tillögurnar um þátttöku Vestur-Þjóðverja í hinum marg- þjóða kjarnorkuflota NATO. Með þessari ræðu sinni kippti Brandt grundvellinum undan gagnrýni róttækra andstæðinga sinna í flokknum. Hinir róttæku flokks- menn, sem eru aðallega frá Hess- en, biðu eftirtektarverðan ósigur. Þeir fengu orðið hvorki meira né minna en 48 sinnum og skoruðu á fundarnienn að greiða atkvæði gegn viðbúnaðarlögunum svoköll- uðu (það eru lög, sem veitt geta sambandsstjórninni allt að því al- ræðisvöljd, ef neyðarástand skap- ast, ogi’þar með gegn tillögum flokkssfjórnarinnar. Tillaga þeirra hlaut afeins 25 atkvæði, þeirra sjálfra. í? Vestur-þýzkir jafnáðarmenn eru í megin atriðum hlynntir því, að greiða atkvæði með vígbúnaðar- lögum, svo fremi að gengið verði að skilyrðum þeirra. Helztu skil- yrðin eru þau, að afnema verði réttindi þau, sem bandamenn njóta í Þýzkalandi, ef hættuástand Brnndí ásamt eiginkonu sinni, sem ér norsk. . g 10. júru' 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ «# 1 1 Willy Biandt í boltaleik með syni sínum, Mathias skapast, og að grundvallarréttindi lýðræðisins verði ekki skert, eins og verkfallsrétturinn, fundafrelsi og prentfrelsi. „Á neyðarstundu viljum við ekki Júta stjórn bandamanna,” sagði Brandt. Erler minnti á, að ef hættuástand skapaðist nú — mundi Massu hershöfðingi, yfir- maður franskra hersveita í Vest- ur-Þýzkalandi, taka öll völd í sín- ar hendur í hluta Suður-Þýzka- lands. ★ WEIINER ÓSÆRÐUR. Herbért Wehner sætti harðri gagnrýni í vetur, og var m. a. gef- inn út bæklingur með óhróðri um hann, en þessi áróður hafði eng- in áhrif á landsfundinum. Þetta staðfesti, að slíkar iágkúrulegar árásir hafa þveröfug áhrif við það sem til er ætlazt. Fyrrverandi varaformaður flokksins, Waldemar von KnoeVingen, hefur einnig veitzt að Wehner í ræðu og riti og gagnrýnt stjórn hans á kosninga- baráttu jafnaðarmanna í fyrra- sumar, en þessar árásir höfðu held- ur engin sérstök áhrif. En á þessum iandsfundi beind- ist athygli manna fyrst og fremst að fyrirhuguðum fundahöldum jafnaðarmanna og austur-þýzkra kommúnista í Karl-Marx-Stadt í Austur-Þýzkalandi. Ef Walter Ul- bricht gerði sér einhverjar vonir um það fyrir landsfundinn, að takast mætti að fá jafnaðarmenn í „alþýðubandalag,” hefur hann orðið fyrir vonbrigðum. Hér verð- ur ekki um samningaviðræður að ræða, heldur kappræður. Jafnaðarmenn munu skýra íbú- um Austur-Þýzkalands frá skoðun- um sínum á Þýzkalandsmálinu í Karl-Marx-Stadt. Og fundurinn í Karl-Marx-Stadt er af öllum tálinn aðeins upphafið á viðureign við kommúnista. Sú ákvörðun, að senda Brandt, Wehner og Erler til Austur-Þýzkalands, varð þess valdandi, að nokkrir fulltrúar hvöttu til umræðna á bréiðum grundvelli milli hinna einstöku deiJda ilokkanna í austri og vestri. Landsfundurinn hafnaði þessari tillögu. ★ BRANDT ÁFRAM. Mikill fjöldi fuiltrúanna beitir sér nú fyrir því, að Willy Brandt verði á ný kanzlaraefni jafnaðar- manna 1969. „Höfum Willy í huga,” hljóðar vígorðið. Sjálfur neitaði Brandt því á blaðamanna- fundi, að hann yrði kanzlaraefni flokksins í næstu þingkosningum. En ef hreinn meirihluti óskar þess er hins vegar vafasamt hvort hann getur haldið við neitun sína. En þessa stundina beinist, allur áhugi að fylkisþingkosningunum í Nordrhein-Westphalen 10. júlí. Þar hafa jafnaðarmenn góðar horf ur á að vinna hreinan meirihluta. Kosningabaráttan hófst á sunnu- daginn með fjöldafundi í Dort- mund. Leiðtogar jafnaðarmanna með Brandt, Erler og Wehner í broddi fylkingar kröfðust þess, að fyikisstj órn kristilegra demókrata og frjálsra demókrata segði af sér. Brandt benti á koladeiluna í Ruhrhéraði og taldi að engir hefðu fengið að kenna eins mikið á svikum sambandsstjórnarinnar og fylkisstjórnarinnar og verkamonn í Nordrhein-Westphalen. Námu- verkamenn eru í þann mund að hefja víðtækt verkfall til að knýja fram kjarabætur. Kristilegi defnó krataflokkurinn hóf kosningabar- áttuna einnig á sunnudaginn með fjöldafundi í Essen, og hélt Erhard kanzlari aðalræðuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.