Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 4
menn og má þar frægan telja Þorstein skáld frá Hamri. Núna vinna með honum í safninu bókbindari, Guðmundur Ólafs- son, fyrrum bóndi á Skógaströnd, bóka- verðirnir Þórunn Theodórsdóttir og Krist- ín Guðmundsdóttir, svo og nýr forstöðu- maður safnsins, Hi'afn Hai’ðarson. Jón er fæddur á Patreksfirði 1917, sonur hjónanna Jóns Indriðasonar, skó- smiðs þar og Jónínu Guðx’únar Jónsdóttur, en ólst unn hjá Þórði Guðbjartssyni verka- manni og Ólínu Jónsdóttur konu hans. „Ég tók snemma þátt í félagsstarfi verkalýðshi’eyfingarinnar fyrir vestan og eitt af fyi’stu vei’kefnum mínum þar var að stofna bókasafn með jafnöldi’um mín- um. Þá var ég um fermingu og tókst okk- ur að kaupa 12 bækur fyrir safnið fyrsta árið.“ Jón hefur víðal eitað menntunar, nam við Unglingaskólann á Patreksfirði, Hér- aðskólann á Núpi, Alþýðuskólann i Brunnsvík í Svíþjóð og Nordiska Folkskól- ann i Genf, þar sem hann ferðaðist sumar- ið 1959 um Sviss, Frakkland og Norðui’- löndin. Kunnastur er hann fyrir ritstörf sín. Hann var lengi ritstjói'i Otvai’pstíð- inda. Ljóðabækur hans eru níu að tölu. Sú fyrsta kom út 1957 og seinasta bókin 1972. Ljóð eftir hann hafa verið þýdd i tíu löndum. Sýnisbækur ljóða hans hafa komið út í Svíþjóð og Noi’egi, og nú á þessu hausti kemur ljóðaúrval í Finnlandi. Flestir þekkja Jón auðvitað fyrir ljóð hans um Þoi’pið. Hann ólst upp í litlu húsi á Patreksfii’ði. Hann lýsir því svona: „Húsið okkar heitir Sjóbúð og við höfum aldi’ei eignast það“. „Þetta hús hef ég kallað Vör, og það hefur verið hlegið að mér fyrir það, því naustatóftirnar sjást þar enn og lömbin hoppa upp á þær á vorin og niður af þeim aftur, og þarna hefur ætíð verið Sjóbúð“. — „Síðustu fregnir að vestan herma“, segir Jón, „að þessu fyrirferðalitla húsi hafi nú vei’ið ýtt fyrir bakka“. — „Hvaða hug berðu til æskustöðv- anna?“ — „Flestra hugur leitar þangað sem æskudögunum var eytt. Ég á þaðan marg- ar bjai’tar minningar. Þar á ég enn fox-na vini og þar er fóstri minn, hin aldna kempa og séi’stæði persónuleiki, enn á lífi. Ég ber því að sjálfsögðu hlýhug til Pati’eks- fjarðar. — En nú hef ég verið kópavogs- búi í 30 ár. Hér hef ég unnið mitt ævi- starf.“ Möi'g undanfarin ár hefur Jón úr Vör átt við mikla vanheilsu að stríða. Hann hefur því sagt lausi'i forstöðumannsstöoi^^ sinni við bókasafnið frá næstu áramétum að telja, mun þó enn um sinn starfa við safr.ið sem aðstoðarmaður. Að lokum gefum við Jóni úr Vör orðið: „Ég get ekki kvartao undan neinu í sam- bandi við skipti okkar við bæjaryfirvöld. Ég held að safnið hafi fengið að vaxa með eðlileeum hætti, eins og aðrar stofnanir í þessum hraðvaxtarbæ. Það hefur ekkert verið til þess sparað f járhagsleea. En kann- ski hef ég ekki gert nógu miklar kröfur. Ég er í eðli mínu sparnaðarsinni. Safnið á nú um það bil 25 þúsund bindi bóka og tímarita. Auk aðalsafnsins hafa verið tvær útlánrdeildir í barnaskólum og ennfremur í félaesmáladeildinni fyrir ald1’- aða. Það er orðið of þröngt fyrir safnið^ í Félagsheimilinu og því nú fyrirhimaður staður i einu af þeim stói’hýsum sem verið er að reisa á miðbæjarsvæðinu. Þar verð- ur allt með meiri myndarbi’ag en áður hefur vei’ið. -- Nú þegar é" hætti að bera ábyrgð á safninu er mér efst í huga bakk- læti til allra samstarfsmannanna. Ég óska eftirmanni mínum Hi’afni Harðarsyni til hamingju með það öfundsverða hlutskinti, sem honum ungum hefur fallið í skaut. Ég er bjartsýnn á framtíð safnsins." H. H. 4

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.