Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 10
LÁTINN FÉLAGI Kristín Bjarnadóttir bókavörður í Borg- arbókasafni Reykjavíkur lést iiinn 10. september 1975, eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu, 68 ára að aldri. Hún var fædd 4. júlí 1907 og voru foreldrar hennar hinn þjóðkunni náttúrufræðingur Bjai'ni Sæ- mundsson og kona hans Steinunn Sveins- dóttir. Kristín stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þar gagn- fræðaprófi, en hélt svo til Kaupmannahafn- ar, þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik næstu árin. Kennari hennar var Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Er Kristín kom heim frá námi stundaði hún píanókcnnrlu og ýmis önnur störf, m.a. að- stoðaði hún föður sinn við skriftir og próf- arkalestur á hinum merku náttúrufræði- riturn hans, bæði á íslensku og erlendum málum, enda hafði hún aflað sér góðrar málakunnáttu. Mun samstarfið við föður- inn hafa haft mikil áhrif á hana og var hún ágætlega fróð í ýmsum greinum nátt- úrufræðinnar, enda að upplagi mikill nátt- úrunnandi og hafði yndi af ferðalögum og náttúruskoðun. Hún giftist árið 1935 Marteini Guð- mundssyni myndhöggvara. Þau eignuðust 4 börn, sem ö!l lifa og eiga afkomendur. Mann sinn missti hún 1952, en árið eftir hóf hún störf í Borgarbókasafni, sem þá var að flytja í eigið húsnæði í Þingholts- stræti 29a, eftir að það hafði verið lokað um sinn vegna húsnæðisleysis. Kristín kunni vel hinu nýja starfi, enda hafði hún til að bera marga þá eiginleika, sem slíkt starf útheimtir. Hún var víðlesin í bók- menntum, einkum skáldritum og ritum um náttúrufræði, eins og áður er vikið að. Þótti gestum safnsins gott til hennar að leita um bókaval eða aðrar fyrirspurnir. Síðustu árin var starf hennar eingöngu á lestrarsal safnsins og kom sér þar vel hin fjölbreytta þekking hennar, en þangað er lcitað með margvíslegustu fyrirspurnir, einkum af skólafólki, sem les þar og vinn- ur að ritgerðum. Var Kristín einkar lagin að leysa vanda þess og vann jafnframt að því, er tækifæri gafst, að gera nothæfa efnisskrá til að auðvelda þessar upplýsing- ar. Kristín átti alltaf heima í sama húsi, Þingholtsstræti 14. Þar höfðu líka búið foreldrar hennar og löngu fyrr Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðingur, seng hafði látið byggja það í öndverðu. Þótti Kristínu vænt um þetta hús og minningar, sem því voru tengdar. Mikla tryggð batt hún líka við æskuheimili manns síns, Merkines í Höfnum. Þar höfðu þau komið sér upp húsi til sumardvalar. Einnig stund- aði hún þar um skeið töluverða matjurta- rækt með aðstoð barna sinna. Var þar oft gestkvæmt eins og í Þingholtsstræti 14, en segja má, að þar væri alltaf opið hús. Nutum þess oft samstarfsfólk hennar að koma þar saman, er við vildum gera okkur 10

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.