Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 5
FRÉTTIR FRÁ BORGARBÓKASAFNI 1 safninu eru húsnæðismálin ofarlega á baugi þessa stundina. Teikninmir að nýju aðalsafni liggja nú fullge^ðar, voru þær og líkan af húsinu á sýningu I ist- iðnaðar í Norræna húsinu í júní s.h Tekið hefur verið á leigu bráðabirgðahúsnæði fyrir lesstofu aðalsafns og bókageymslur. Unnið er að undirbúningi hverfasafna. Einnig er unnið að því að bæta aðstöðu starfsfólks. Vinnuaðstaða starfsfólksins er eins mikilvæg og góð þjónusta við lán- þega. Má segja að hið fyrra sé skilyrði fyrir síðara atriðinu. Reyna má að !ag- færa núverandi húsnæði og einnig verður að fylgjast með framvindu mála, þegar nýtt húsnæði er hannað. Það er vitað mál, að frá þeirri stundu, er ákvörðun er tekin um staðsetningu safns og til þess dags, þegar opnað er, þarf margt og mikið að ske og getur það oft orðið langur tími. Hér er um að ræða dýrar framkvæmdir og tímafrekar bæði hvað snertir húsrými, bókakost og rekstur. Fyrsta skilyrði fyrir góðri lausn er þó alltaf að fá aðstöðu í hverju hverfi á eins góoum stað og frekr.st er kostur. Það er mikilvægt að fá inni á réttum stað áður en svæðin eru fullskipulögð og byggo. Sé safninu valinn staður eftir að svæðið er skipulagt, er meiri hætta á því að hús- næðið verði óhentugt fyrir starfsemina, bæði hvað varðar staðsetningu í hverfinu og hönnun húsnæðisins sjálfs. Almenningsbókasafninu á að velja stað í miðkjarna hvers hverfis þar sem verzl- unarhúsin eru og þar sem félags- og menningarstarfsemi fer fram. Sigurd Möhlenbrock segir í bók sinni Biblioteksadministration; teori och prak- tik, að ástæða sé til að reisa útibú þegar íbúafjöldi borgarhverfis hafi náð 5000. Borgarbókasafn þarf að koma uop úti- búum í Breiðholti o^ Árbæjarhverfi. 1 Vesturbæ býr safnið við þrengsli og þarf nýtt húsnæði. Með haustinu verður lesstofa aðalsafns- ins flutt úr Þingholtsstræti 29A (Esju- bergi) í hornhús Skálholtsstígs og Þing- holtsstrætis, en það hús er númer 27 við götuna. Borgarbókasafn fær til umráða í húsi þessu 480 m'- rými. I Esjubergi verða þær breytingar, að núverandi vinnuherbergi á neðri hæð húss- ins verður að bókasafni. Á efri hæð verða innréttuð fjögur vinnuherbergi fyrir starfsfólk og verða þar þá fimm vinnu- herbergi alls. Þvi miður verður ekki unnt að flytja þá starfsmenn, sem nú hafa sína vinnuaðstöðu í kjallara þaðan, en reynt verður að rýmka til og bæta aðstöðu þeirra eftir því, sem við verður komið. í Breiðholti III verður safn í fyrirhug- aðri menningar- og félagsmiðstöð. I marz- mánuði s.I. gaf Borgarráð fyrirheit um lóð undir húsið á svæðinu austan Austur- bergs og norðan Keilufells. Húsið verður reist á vegum Framkvæmdanefndrr bygg- ingaráætlunar. Hér er um að ræða 12.000 íbúa hverfi. 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.