Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 5
Bókavörður á Ísafirði. Með Hagalin á myndinni er Sæmundur Sæmundsson skipstjóri sem Virkir dagar fjalla um. Nema þegar heim kemur 1927, fer ég austur að Hvanná á Jökuldal og skrifa þar bók. Um haustið flyt ég til Reykjavíkur, haustið, sem Jónas frá Hriflu varð mennta- málaráðherra. Ég hef þá ekkert að gera, annað en ég flyt talsvert af fyrirlestrum á Suðurnesjum fyrir Stúdentafélag Reykja- víkur. Svo er það, að til mín hringir Haraldur Guðmundsson, alþingismaður ísfirðinga og síðar ráðherra. Hann segist munu verða rit- stjóri Alþýðublaðsins um áramót og spyr, hvort ég vilji ekki verða þar blaðamaður. Hann hafi frétt, að ég sé orðinn radíkalari í skoðunum, heldur en ég hafi verið. Og ég tek þessu boði. Þá er það einn dag, að ég er á gangi á leið niður á blað, að ég mæti Guðjóni Samúels- syni, húsameistara. Honum hafði ég kynnst, og hann segir: „Ég óska þér til hamingju með starfið.“ „Hvaða starf,“ spyr ég? „Ja, Jónas frá Hriflu mun tala við þig.“ Og svo hringir Jónas til mín og biður mig að finna sig. Þeir voru þá að koma frá Akureyri, G uðjón og Jónas, og höfðu komið við á ísafirði, hitt þar að máli ráðamenn, og þá fyrst og fremst Vilmund Jónsson, sem seinna varð landlæknir. Og segist Jónas hafa talað um það við Vilmund, hvort ísfirðingar myndu ekki þiggja, að ég yrði bókavörður á ísafirði með sömu skilyrðum og Davíð væri á Akureyri. Hvað vakti fyrir Jónasi? Atti að halda áfratn á sömu braut og gera t.d. Halldór Laxness að bókaverði í Reykjavík og Gunnar Gunnarsson á Seyðisfirði? Það veit ég ekki um. Ég hef ekki heyrt, að það hafi komið til mála. Halldór ætlaði sér út í veröldina. Við vorum félagar og ég þekkti vel til þess. Og ég held, að hann hafi 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.