Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 16
4. Stœkkanlegt. Til að mæta eðlilegum vexti þannig, að sem minnst truflun verði á starfseminni. 5. Fjölbreytt. Bókum skal koma fyrir á fjölbreyttan hátt til að auðvelda notendum að velja bækur. 6. Skipulegt. Til þess að safngestir eigi sem greiðastan aðgang að bókum. 7. Þægilegt. Til þess að safnkostur nýtist betur. 8. Með jafnrí upphitun. í jöfnum hita og jöfnu rakastigi varðveitist safnkostur betur. 9. Með eftirliti og vörslu. Til þess að fylgjast með safngestum og koma í veg fyrir skemmdir á bókum. 10. Hagkvœmt. Til þess að bygging og viðhald húsa og starfsmannahald kosti ekki meira en nauðsynlegt er. Þegar innrétta skal bókasafn og þróa út- búnað fyrir það, skiptir samráð við starfs- fólk safnsins miklu máli, því að það er starfsfólkið, sem best veit, hver þörfin er, og í samráði við arkitekta reynum við að tryggja umhverfi sem er í samræmi við hin ýmsu hlutverk bókasafnsins og þarfir not- enda. Taka þarf fullt tillit til þarfa eldra fólks og fatlaðra, til þess að þessir hópar geti nýtt sér bókasafnið. Það eru einnig mörg atriði, sem taka þarf tillit til, þegar um er að ræða aðstöðu fyrir yngsta notendahópinn, börnin. Til þess að gera bókasöfn starfhæf og að- laðandi, hefur verið hannaður margvíslegur bókasafnabúnaður á kerfisbundinn hátt. Það þarf að vera hægt að nýta safnkostinn á árangursríkan hátt og slíkt má tryggja á marga vegu. Nýjar bækur og efni á auðvitað að skrá jafnóðum í skráningardeild, sem sér einnig um viðhald spjaldskránna. Stafrófs- skrá og jafnframt efnisskrá fyrir fagbækur eru skilyrði fyrir því að hægt sé að nýta bækur safnsins. Spjaldskrárbúnaður verður því að vera þannig hannaður, að innihald hans sjáist vel og aðgangur sé auðveldur. Þess vegna verður spjaldskráin að vera miðsvæðis í útlánasal og jafnframt hreyfan- leg eining. Frá spjaldskránni liggur leiðin að hillun- um. Sá hillubúnaður, sem valinn er, verður að vera sveigjanlegur, með mörgum hillu- breiddum og lengdum, og geta geymt mis- munandi gerðir safnefnis. Honum verður að fylgja nægur aukabúnaður, s.s. tímaritahill- ur, skápar, útdregnar hillur, o.fl., og ekki síst verður hann að geta vaxið með bókasöfn- unum. Fríttstandandi hillur verða að vera stöðugar, en þannig útbúnar, að hægt sé að setja undir þær hjól, svo að auðveldlega megi færa þær úr stað. Sumir hafa tilhneigingu til að gera of lítið úr að afgreiðsluborð sé hentugt og aðlað- andi. En ekki má gleyma því, að í fyrsta lagi er afgreiðsluborðið andlit safnsins, og í öðru lagi er það vinnusvæði, þar sem margvísleg verkefni eru unnin. Hér eru aðeins nefnd nokkur þeirra, svo sem útlán, skil á safnkosti og frátekning hans. Þess vegna er mikilvægt að hafa afgreiðsluborð sem er hentugt. Hér skiptir hönnunin miklu máli. Ef til vill gleymist líka, hversu miklir flutningar fara fram innan bókasafns á degi hverjum, þess vegna er mikilvægt að hafa hentuga bókavagna. Oft gleymist eitt atriði, en það er merking. Skýrar leiðbeiningar til lánþega auðvelda aðgang að bókum og létta vinnuálagi af starfsfólki, þannig að það getur beitt kröft- um sínum við önnur verkefni. Á síðustu árum hafa komið fram margar 16

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.