Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 7
ast furðanlega, því vinna að útgáfu bókanna fór fram meira á þeim tíma, þ.e. frá áramótum og fram á haust, sem minnst var um að vera í verzlun- inni. En haustannimar komu í stað- inn með tvöföldum þunga. Það má því segja að ég hafi hvorki stofnað for- lag mitt til að bjarga íslenzkri menn- ingu eða heimsmenningunni, heldur aðeins til að brauðfæða mig og mitt fólk. Iivers konar bcekur hefur þú aðallega gefið út? Framan af gaf ég mest út þýðingar, barnabækur, skáldsögur, ferðasögur, ævisögur og sitthvað fleira. Síðar bættust við íslenzkir höfundar; Guð- mundur G. Hagalín, Lúðvík Kristj- ánsson, Elínborg Lárusdóttir, Gunn- ar M. Magnúss, Jón Helgason, Oscar Clausen, systurnar Jakobína og Fríða Á. Sigurðardæturo.fl. íslendingasög- umar gaf ég út í heild, í níu bindum, með nútíma stafsetningu, og er það að margra dómi bezta lestrarútgáfa sagnanna, sem hér hefur verið gefin út. Þá útgáfu önnuðust þeir Grímur M. Helgason og Vésteinn Ólason. í kjölfar þeirrar útgáfu flutu svo nokkr- ar útgáfur einstakra sagna, sérstak- lega ætlaðar til nota við kennslu í skólum. Seinni árin hafa sett svipá útgáfuna heildarútgáfa á ljóðum Einars Bene- diktssonar í 4 bindum og sögur hans og ritgerðir í tveimur bindum. Kristj- án Karlsson annaðist um þá útgáfu. Gils Guðmundsson hefurannazt fyr- ir mig um þriggja binda útgáfu á rit- um Benedikts Gröndal Sveinbjarnar- sonar og hjónin Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason um þriggjabinda heildarútgáfu á ritum Þorgils gjall- anda, en bækur hans hafa lengi verið ófáanlegar. f fyrra gaf ég út gullfallega og vandaða listaverkabók, með myndum af höggmyndum og mál- verkum Einars Jónssonar, og í ár gef ég út í einu bindi Minningar og Skoð- anir Einars. Þeir eiga það sannarlega skilið þessir gömlu snillingar, að bækur þeirra séu til á íslenzkum bókamarkaði. Nú eru að koma út hjá okkur Æviskrár samtíðarmanna í þremur bindum, og sér Torfi Jónsson um þá útgáfu, og Saga Hafnaríjarðar 1908 — 1983 skráð af Ásgeiri Guð- mundssyni sagnfræðingi. Sú útgáfa verður þijú væn bindi, 1200—1300 blaðsíður í stóru broti, með yfir 1000 myndum og kortum. Það er því alltaf við nóg að bjástra í útgáfunni, þótt ég sé stöðugt að reyna að hamla móti þenslu á þessu sviði og hafni á stund- um fleiri handritum en mérgott þyk- ir. Hefur bókaútgáfan tekið miklum breytingum síðan þú byrjaðir? Já, bókaútgáfa hefur tekið miklum breytingum á þessu tímabili, og þær breytingar eru ekki allar til bóta að mínu mati. Það er orðinn svo mikill gauragangur, hávaði og skrum í kringum bóksölu, að mér og áreiðan- lega fleirum finnst meira en nóg um. En tímamir hafa svo sem breytzt á allan hátt, svo þetta eru kannski bara ellimörkámér. Þá hefur prenttæknin breytzt og allir möguleikar til að framleiða vandaðri og fegurri bækur ættu því að vera meiri. En mannshugurinn og tæknin verða að haldast í hendur, og ég neita því ekki að ég sakna gömlu setjaranna, sem sátu við gömlu Lino- type og Intertype vélamar. Þeir voru hreinir snillingar margir hverjir, enda var þá talað um prentlist og prentlist- armenn. Orðið prentlistarmaður virðist vera að hverfa úr málinu, þrátt fyrir alla tæknina og framfarimar, sem orðið hafa og geta varla flokkazt undir annað en byltingu í faginu. Nú er komið samheitið bókagerðarmað- ur í staðinn fyrir hið heillandi orð prentlistarmaður. Þá er eitt sem hefur breytzt mjög til hins verra varðandi bókaútgafu, en það er pappírinn, hinn almenni bókapappír. Þar er um að ræða áhrif frá orkukreppu og olíuverðhækkun- um, tilraun markaðarins til að spara og hamla móti verðþenslu. Að sjálf- sögðu er hægt að fá vandaðan pappír, en hann er þá bæði dýr og hann þarf yfirleitt að sérpanta. Vissulega koma margar fallegar bækur út nú, — en það var einnig fyrir hálfri öld og fyrr. Er það rétt, að bókaútgefendum finnistbókasöfn dragi úrbóksölu? Þessari spurningu er nú erfitt að svara afdráttarlaust. Mérervel kunn- ugt, að ýmsum bókaútgefendum finnist óeðlilegt, að nýjar bækur fari strax á útgáfudegi í bókasöfnin og gangi þar frá manni ti 1 manns til lestr- ar. Þeir telja að þetta dragi úr sölu bókanna og að eðlilegra væri að bæk- urnar færu ekki í söfnin fyrr en ein- hverjum mánuðum síðar, t.d. „jóla- bækumar" ekki fyrr en upp úr ára- mótum. En ég gæti einnig nefnt þér dæmi um bók, sem mér finnst af- sanna þessa kenningu, en e.t.v. er hún undantekning. Slíkar bækur gætu þó veriðmargartil. Bókasöfnin eru stofnuð af sérstöku tilefni og til vemdar íslenzkri menn- ingu. Um starfsemi þeirra gilda ákveðin lög og lögin tóku mið af sér- stöku kreppuástandi í þjóðfélaginu. Engan veginn virðist óeðlilegt að þau lög séu endurskoðuð og sniðin meira að nútímanum. Mér þætti t.d. eðli- legt, að „neytendur“ bókanna, þ.e. þeir sem fá þær lánaðar á safninu, greiddu fyrir not af þeim, og að sú upphæð skiptist þá milli höfundar og útgefanda og niður félli sú greiðsla, sem höfundar hafa nú af bókaeign safnanna, sem mér skilst að þeir séu al 1 ir hvort eð er sáróánægðir með. Milli bókasafna og forlaga hlýtur og verður að vera samvinna. Söfnin gætu ekki starfað án forlaganna, en vissulega gætu forlögin notað um- boðsmenn sína, bóksalana, til útlána á bókum, — og þá að sjálfsögðu gegn gjaldi fyrir afnot bókanna. Ég ætla nú samt ekki að fara að beijast fyrir slíkri skipulagsbreytingu á bóksölukerfinu, en hún er í sjálfu sér ekkert vandamál í framkvæmd. Hér á landi eru bóka- kaup bókasafanna engan veginn af- gerandi fyrir afkomu forlaga. En kynning þeirra á bókum á að vera mikilvæg fyrir bóklestur í landinu og virðingu fyrir bókinni. Söfnin eiga að vera sá aðili, sem mest og bezt áhrif geta haft á lestrarvenjur og val bóka, — meiri áhrif en útgefendur og bók- salar. En því miður skortir mig sann- færingu um, að þau séu þarna full- komlega starfi sínu vaxin, — og þetta á svo sem líka við margar bókaverzl- anir og forlög. Persónulegt samband starfsmanns safnsins og lesandans gefur bókaverði sérstakt tækifæri til að hafa áhrif á val og lestrarvenjur lánþegans. Leiðbeiningar hans geta því verið mótandi, leitt af sér betri bókmenntasmekk og bókaval. Spumingu þinni get ég því bæði svar- að játandi og neitandi, — þar veldur hver á heldur og þama gildir ekki hið sama um söfninöll. BÓKASAFNIÐ 7

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.