Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 13
mörg og fjölbreytileg og lögðu félagar mikið á sig við að styðja það fyrstu sporin og koma því á legg. Fyrsta verkefnið var eins konar vöggugjöf frá starfshópi nokkurra bókasafnsfræðinga. Vinnufundir þessa hóps voru íjörugar og skemmti- legar samkomur, sem stækkuðu fljótt og áður en yfir lauk var meiri hluti starfsfólks Borgarbókasafns kominn inn í myndina auk vina og vanda- manna á öllum aldri. Þetta verkefni var skrá um íslensk rit gefin út á tínra- bilinu 1944—73. Við vinnslu skrárinnar var stuðst við ritaskrá Arbókar Landsbókasafns eða þjóðarbókaskrána sem til var i 30 heftum og aldrei hafði verið steypt saman. Skráin hlaut vinnuheitið „Stóra skráin" og síðar „Bláa skráin" þegar hún kom loks út í bláu bandi árið 1978. Jafnframt útgáfu hennar var unnið að spjaldaútgáfu fyrir bókasöfn og tók sú útgáfa til sama tímabils og sömu rita og bókaskráin. Bláa skráin og spjaldaútgáfan urðu síðan kveikjan að stofnun Þjónustu- miðstöðvar bókasafna sem Félag bókasafnsfræðinga stofnaði ásamt Bókavarðafélagi íslandsárið 1978. Annað verkefni félagsins var skipulagning bókasafns Myndlista- og handíðaskóla Islands. Safnið var skipulagt frá grunni, flokkað, skráð og lagður grundvöllur að starfsemi þess. Byggðist þetta starf eins og flest verkefni unnin á vegum félagsins á fyrstu árum þess, á sjálfboðavinnu félaga, en skólinn greiddi með veggspjöldum sem nemendur unnu. Voru þau öll á einhvern hátt tengd bókum og bóklestri og ætluð til íjár- öflunar fyrir félagsstarfið og útgáfu, en jafnframt til að vekja athygli á bókasöfnum. Veggspjöld þessi voru sex talsins, en auk þeirra teiknaði Barbara Arnason eitt. Þegar unnið hafði verið skamma hríð að skipulagningu bókasafns Myndlista- og handíðaskólans, réð- ust félagar í annað stórt verkefni. Það var flokkun og kjalmerking í Bóka- safni Seltjarnarness. Gerði félagið samning við bókasafnið um 300 stunda vinnu og var greiðsla fyrir þetta verkefni látin renna til útgáfu fyrrnefndrar bókaskrár. Allmörg stærstu almenningsbókasöfnin tóku á sig að greiða fyrirfram upp í spjalda- kaup og þannig tókst að velta ýmsum björgum. Hér skal getið að Samband íslenskra sveitarfélaga veitti tvisvar sinnum íjárstyrk til þessa verkefnisog síðan fengust einnig styrkir frá Vís- indasjóði. Þessi fyrstu verkefni félagsins hafa borið ríkulegan árangur, og í raun valdið straumhvörfum í skipulagn- ingu almenningsbókasafna og ýtt undir uppbyggingu skólasafna. Ymis konar önnur verkefni hlóð- Slakað á milli verkefna. BÓKASAFfSIÐ 13

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.