Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 19
Skólasöfn Skólasöfh í almennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðínu Hlutverk þeirra og staða Þórdís T. Þórarinsdóttir forstöðumaður Bókasafns Menntaskólans við Sund Inngangur Á undanförnum áratugum hefur starfsemi skólanna smám saman verið að þróast frá því að vera stofnun, þar sem lærimeistararnir mata nemendur sína á einstökum þekkingaratriðum með námsbók- ina sér til fulltingis, í það að verða stofnun þar sem einstaklingnum er kennt að afla sér þekkingar, líta á hvert viðfangsefni frá sem flestum sjónarhornum og draga síðan eigin ályktanir út frá því. Þessum breytingum á starfi skólanna hafa fyrst og fremst örar þjóðfélagsbreytingar valdið. Nú á dögum er ekki hægt að læra fyrir lífið í eitt skipti fyrir öll heldur verður fólk stöðugt að vera að læra eitthvað nýtt og aðlaga sig að breytingum í þjóðfélaginu. Enn- fremur hefur skilningur aukist á því að bein þekkingaratriði falla flestum tiltölulega fljótt úr minni, og þegar til lengri tíma er litið varðar mestu skilningurinn á eðli og inntaki þess sem numið er og færni í að rifja upp og leita frekari þekkingar. Með aukinni sálfræði- legri þekkingu hafa augu manna svo opnast fyrir því, að þroski er besta veganestið sem skólarnir geta gefið og dugar betur í lífs- baráttunni en þurr þekkingar- atriði. Enda segir í 3. gr. laga um menntaskóla frá 1970 (nr. 12/ 1970) að markmið menntaskóla sé að efla þroska nemenda sinna, veita þeim almenna menntun að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins. Hlutverk skólasafna Breytingar á markmiðum og kennsluháttum skóla hljóta að kalla á breytingar í innri uppbygg- ingu og starfsemi skólanna til samræmis við þær nýju kröfur sem gerðar eru til þeirra. Auk nýjunga í kennsluháttum og breyttra viðhorfa til náms og kennslu hefur uppbygging bóka- safna við skóla verið ein veiga- mesta nýbreytnin, sem fram hefur komið í skólastarfi á síðustu ára- tugum. Enda eru vei búin og skipulögð bókasöfn ein megin- forsenda þcss, að hægt sé að kenna nemendum sjálfstæða þekkingar- leit og draga eigin ályktanir út frá fjölbreyttum heimildum, sem varpa ljósi á viðfangsefnið frá mörgum hliðum. Hlutverk skólasafns í víðtæk- ustu merkingu er að þjóna mark- miðum viðkomandi skóla. Safn- kostur þess þarf að vcra þannig samsettur og starfsemi þess skipu- lögð á þann hátt, að safnið hafi bolmagn til að styðja við námskrá og kennslu skólans. Safnið þarf að geta séð nemendum fyrir því efni, sem nota þarfhverju sinni í skólanum, og hafa þetta efni aðgengilegt fyrir notendur. Nú á tímum aukins upplýsinga- streymis og stóraukinnar útgáfu er flestum bókasöfnum ókleift að vera sjálfum sér nóg um safnefni. Hvert safn þarf að hafa ákveðinn grunnsafnkost, en síðan verður að leggja aðaláherslu á að hafa aðgang að tilteknum upplýsing- um. Skólasöfn á höfuðborgar- svæðinu eru að því leyti vel sett, að þau hafa greiðan aðgang að fjölmörgum bókasöfnum og stofnunum og geta fengið hjá þeim efni á millisafnalánum ef með þarf, og er að því mikill stuðningur. Ennfremur er það hlutverk skólasafnsins að leið- beina nemendum við verkefna- gerð, kenna þeim að afla sér heim- ilda og leiðbeina við val þeirra og meðferð, eða í stuttu máli sagt að kenna nemendum að verða sjálf— stæðir bókasafnsnotendur. Af ofangrcindu má draga þá ályktun að vel búið og vcl skipu- lagt bókasafn sé eitt af megin- hjálpartækjunum í skólastarfi nú á dögum og hornsteinn undir að kenna nemendum að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð. Lög og reglugerðir Er skemmst frá því að segja að umfjöllun um bókasöfn í núgild- andi lögum (nr. 12/1970 og nr. 14/1973) og reglugerðum (nr. 270/1974) um framhaldsskóla er BÓKASAFNIÐ 19

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.