Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 23
Skólasöfn Svipmynd úr bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti. mjög bagalegt fyrir starfsfólk safnanna og torveldar samvinnu milli safna, en sími er t.d. mikil- vægt hjálpartæki við millisafna- lán. Miðað við staðla UNESCO hafa öll söfnin of fáu starfsfólki á að skipa, og á það sérstaklega við um þau söfn þar sem spjaldskrár eru settar upp á staðnum. Á mörgum safnanna vinna nem- endur við aðstoðarstörf. Hefur það þann galla í för með sér að margir nemendur skipta með sér vinnunni, mannaskipti eru tíð þannig að mikill tími fer í að kenna þeim störfm og skipuleggja vinnuna. Á móti kemur að tengsl geta skapast við nemendur og þeirra raddir, sjónarmið og hug- myndir berast inn á safnið. Hvað afgreiðslutímann varðar eru söfnin fullsæmd af honum, og fullvíst er að oft er lítið næði til að vinna þau störf sem fara fram bak við tjöldin. Þar er þjónustan við notendur greinilega látin sitja í fyrirrúmi. Helst er að nemendur öldungadeilda verði afskiptir ef viðkomandi safn er ekki opið að kvöldi til, eins og t.d. á við um safn Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Sumum kunna að virðast staðlar UNESCO allrýmilegir, sérstaklega ef ástand safnanna hér á landi er borið saman við þá, en vonandi er samt að söfnin nái þeim með tíð og tíma. Þegar gæði háskóla eru metin er gjarnan spurt hvernig bókasafnið sé, og gæði safnkosts þess og þjónustu talin segja til um gæði viðkomandi skóla. Vissulega eru þetta orð að sönnu, og er trúa mín að þetta eigi alveg eins við um framhaldsskóla. Lokaorð Ljóst er af því sem hér hefur komið fram, að enn er uppbygg- ing flestra skólasafna í framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu stutt á veg komin, og eru þess jafnvel dæmi að töluvert magn safnkosts sé óflokkað og óskráð, en flokkun og skráning safngagna er fyrsta skrefið í þá átt að gera þau aðgengileg notendum. Húsnæðis- skortur háir sumum safnanna mjög, fjárskortur háir flestum þeirra og ennfrenrur er víðast hvar of fátt starfsfólk, og fer þar af leið- andi hlutfallslega of mikið af tínra þess í að sinna frumvinnu eins og flokkun og skráningu og frágangi safngagna. Þetta ástand skapar togstreitu hjá bókaverði milli þess hvort hann á að grúfa sig yfir skrifborðið og flokka og skrá eða hvort hann á að láta grunnvinnuna sitja á hakanum og leggja mesta áherslu á þjónustuna við notendur senr er jú aðalmarkmið skóla- safnsins. Of lítill tími vill gefast til að hafa frumkvæði að samvinnu við kennara og sinna ýmis konar þjónustu við notendur, en bóka- verðir verða að taka upp fruni- kvæði að samvinnu milli kennara og bókasafns þar sem henni er ábótavant. Margir kennarar hafa ekki vanist virkri bókasafnsvinnu á sínum námsárunr og eru henni því e.t.v. ókunnugir. En gott samstarf milli bókasafns og kennara skólans er einmitt mjög mikilvægt eigi safnstarfsemin að vera öflug og virk. Skólasafn- vörðurinn þarf t.d. að fá að vita með fyrirvara hvenær er þörfá riti vegna verkefnagerðar eða annars slíks, svo hægt sé að tryggja það að ritið sé fyrir hendi á safninu. BÓKASAFNIÐ 23

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.