Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 51
að auðvelda mönnum leit í orðabókinni, skapa nýja leitar- möguleika og flýta fyrir endurnýjun hennar. Síðar er áætlað að viðbætur komi út á einum diski. CD-ROM og bókasöfn - kostir: Eftirfarandi mælir með að bókasöfn kaupi CD-ROM: a) Ef rétt er haldið á málum ætti að vera unnt að örva notkun safngesta á bókasafninu og laða að nýja notend- ur. Fólk gæti sjálft gert heimildaleitir í gagnabrunnum á geisladiskum og fengið niðurstöðu sem e.t.v. hæfði óskum notandans betur heldur en ef aðrir hefðu gert leitina. b) Símakostnaður vegna sambands við erlenda gagna- brunna hverfur og kostnaður vegna aðgangs og notk- unar þeirra verður einnig úr sögunni. Ef nota þarf marga gagnabrunna verður hins vegar of dýrt að kaupa þá alla á diskum og sem dæmi má nefna að fyrir Háskóla- bókasafn yrði það miklu dýrara þar sem safnið er nú þegar í beinu sambandi við fjölmarga gagnabrunna er- lendis og notkun á hverjum og einum er ekki svo mikil að borgi sig að kaupa diska. c) Minna pláss þarfundir hvern disk en prentaðar útgáfur samsvarandi verka. Petta er augljóslega yfirfullum bókasöfnum í hag. d) Diskarnir varðveita efni á öruggan hátt. Ef það er geymt á hörðum diskum er alltafhætta á bilunum, með hugsanlegu efnistapi. Efni á geisladiskum er einnig óhult fyrir tölvuvírusum sem kunna að leynast á hörðum diskum. CD-ROM og bókasöfn - ókostir: Eftirfarandi mælir gegn kaupum bókasafna á CD- ROM: a) Ef hver notandi gerir sína eigin heimildaleit á geisla- diskum viðkomandi bókasafns er alltaf sú hætta fyrir hendi að leit hans verði tímafrek og ómarkviss. Kenna þarf hverjum og einum að nota hugbúnað geisladisks- ins og tekur það sinn tíma. Ef heimildaleitir safngesta aukast að miklum mun gæti reynst nauðsynlegt að kaupa fleiri tölvur til þess að stytta bið eftir að komast að. b) Vélbúnaður er ekki samhæfður diskum. Ekki ganga allir diskar á öll geisladrif og tölvur, þannig að það eitt gæti leitt til kaupa á fleiri tækjum. Ennfremur þurfa CD-ROM diskar stundum harðan disk fyrir stýrikerfi og þýðir það aukinn kostnað sé slíkur diskur ekki fyrir hendi. c) Heimildaleitir á geisladiskum eru enn sem komið er ekki eins hraðvirkar og sveigjanlegar og leitir í erlend- um gagnabrunnum símleiðis. Ef sá leitarhugbúnaður sem þar er að finna væri settur á geisladisk tæki hann of mikið rými frá efni hans. d) Hugbúnaður diskanna er ekki eins á þeim öllum og getur verið tafsamt fyrir bókaverði jafnt sem safngesti að læra á marga diska. e) Eins og áður hefur komið fram kostar CD-ROM pen- inga og fyrir söfn með takmarkaðan fjárhag er rétt að íhuga kostnað vel áður en lagt er út í fjárfestingu. Nýjungar og framtíð CD-ROM CD-iðnaðurinn er í stöðugri sókn og sífellt berast fréttir af tækninýjungum. Hér eru nokkur dæmi: CD-I (Compact Disc Interactive). Þessi diskur hefur hljóð, kvikmyndir, texta og gögn á einum stað. Hægt verður að nota CD-I við kennslu, upplýsingamiðlun og til skemmtunar. CD-I diskurinn er jafnstór CD-ROM en munurinn liggur í nýrri tækni sent þjappar efni á diskinn í meira mæli en á CD-ROM diskinn. Vegna þessa munar verður að nota nýja tegund af geisladrifi. CD-I mun opna fjölmarga nýja möguleika á framsetningu efnis í tali, tónum og myndum. E.t.v. verður þetta kennslutæki framtíðarinnar þar sem nemendur sitja heima og læra. Kennarinn situr svo í stofu sinni og setur fyrir námsefni. Enn á CD-I þó við tæknilega örðugleika að etja. Vand- kvæði eru á sýningu mynda. Árið 1987 gat CD-I, í frum- gerð sinni, ekki sýnt þær í fullri stærð. Myndin nær ein- ungis yfir 40% skjás. CD-V (Compact Disc Video). Þessi diskur getur sýnt kvikmynd með hljóði. Hann er af sömu stærð og CD- ROM og hefur 5 mín. spilatíma og er gjarnan notaður við sýningu á tónlistarmyndböndum. Að vísu er hægt að fá diska sem eru með lengri spilatíma en þeir eru stærri. Ekki er hægt að nota geisladrif fyrir CD-ROM undir CD-V. Verður að kaupa sérstaka geislaspilara. D VI (Digital Video Interactive). Að baki þessum diski og CD-I liggur svipuð hugmynd. DVI hefur hljóð, kyrr- myndir, kvikmyndir, texta og gögn. Á diskinn getur komist 72 mín. kvikmynd eða 7000 kyrrmyndir í fullri stærð eða 10.000 í miðstærð eða 40.000 í minnstu stærð. Myndgæðin eru svipuð þeim sem sjónvarpstæki býður upp á. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Alveg eins og CD-I á við það vandamál að etja að geta ekki sýnt mynd á nema 40% skjás hefur DVI sína vankanta. Myndum og öðrum gögnum er þjappað ótrúlega mikið saman til þess að þau komist öll á diskinn. Þegar hann er spilaður þarf geisladrifið að vera tengt við tölvu sem stækkar myndirnar aftur. Þetta væri í sjálfu sér ekki Madur hefur CD-ROM íhendi sinni. BÓKASAFNIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.