Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 59

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 59
félagsstarfi. Það er eins og fólk á suðvesturhorninu mikli fyrir sér að starfa með landsbyggðarfólki. Það gleymir möguleikunum á símafundum, tölvupósd og telexi, fyrir utan hvað samgöngur hafa stórbatnað. - Er samvinna milli bókasafna á Akureyrí? Já, mjög góð og vaxandi. Bókasafnsfræðingar á Akur- eyri hittast auk þess reglulega í óformlegum samstarfs- hópi og skiptast á fréttum og skoðunum. - Nú varst þú iðnrekandi og verslunareigandi á ísa- firði, geturðu nýttþér þá reynslu ínúverandi starfi? Já, tvímælalaust, þetta er í eðli sínu svipað. Við stofnun verslunar og iðnfyrirtækis aflar maður viðskiptavina, býður fram vörur, byggir upp þjónustu, kannar markaði, vinnur að fjárhagsáætlanagerð o.fl. Þetta gera bókaverðir líka. - Eru einhverjar óskir ofaríega íhuganum? Já, það er margt sem má betur fara hjá okkur íslend- ingum í bókasafnamálum. Samskráning einhvers konar er mér ofarlega í huga. Ég hef skráð sömu bækur 5-6 sinnum á mismunandi stöðum frá því að ég hóf störf á bókasöfn- um. Það er kominn tími til að hætta svoleiðis vitleysu. Við verðum að reyna að fara að vinna skynsamlega að lausn þessara mála. Bókfræðin hefur verið hornreka hjá okkur íslendingum undanfarin ár. Við höfum bara yppt öxlum og sagt: „Það er verst hvað lítið er til af íslenskum bókfræðiritum." En það er von til að breyting verði á því að í undirbún- ingi er ráðstefna sem haldin verður á Akureyri í september nk. Þá verður íslensk bókfræði tekin föstum tökum, staða hennar könnuð og mörkuð stefna til framtíðar. - Pú hefurgreinilega haftnóg aðgera. Hvaða verkefni eru fyrirliggjandi í náinni framtíð? Ég hef verið niðursokkin í öflun efnis, skráningu og önnur grundvallarstörf hingað til. Þó að ekki sjái fyrir endann á því verð ég að snúa mér að frekari þróun þjón- ustunnar, stefnumörkun fyrir bókasafnið og þess háttar innan tíðar. SUMMARY Interview with Sigrún Magnúsdóttir university librarian in Akureyri The interview spans all aspects of library work and services at the re- cently established University of Akureyri. The university offers educa- tion in thc areas of nursing, economic and business management and fish- erics. The librarian describes the process and the difficulties ofselecting and ordcring matcrials, choosing classification systems like Dewey and NLM and deciding on computer software (Procite). Special emphasis is laid on thc use of automation and computer links in managing a modern library. CD-ROM, a relatively new technology which the library intro- duced in some limited areas is particularly praised forits potentials. The librarian's conclusive remarks center on the necessity to improve bibli- ographic control in Iceland. EINFALT EITT HEFTI FRÁ MIÐLUN OG ÞÚ MISSIR EKKI AF NEINU. MIÐLUN LÆTUR EKKERT FRAM HJÁ SÉR FARA! Kemst þú yfir aö lesa allt sem blöðin birta um starfsgrein þína eöa helstu áhugamál? Missir þú e.t.v. af grein sem heföi getaö breytt viðhorfum þínum - eöa jafnvel áformun? Þaö kostar tíma og fyrirhöfn aö fylgjast meö en hjá því verður ekki komist. Eitt lítiö hefti frá Miölun tekur af þér ómakiö og eyðir óvissu þinni. Lesarar Miðlunar leita upplýsinga í u.þ.b. eitt hundrað dagblööum, landsmálablöð- um, tímaritum og opinberum útgáf- um. Efniö er flokkað og sent reglulega til meira en eitt þúsund áskrifenda um allt land. Þaö er sama hvort áhugaefni þitt er almennt eöa sérhæft, fiskeldi eöa tiltekið fyrirtæki - lesarar Miðlunar eru ávallt reiöubúnir aö leita fyrir þig. Þannig öðlast þú góöa yfirsýn á örskammri stundu. Ægisgötu 7, pósthólf 155, 121 Reykjavík. Sími: 91-62 22 88 BÓKASAFNIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.