Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 13.MARS 1998 X^wr LÍFIÐ í LANDINU „Mikil vinna sem liggur að baki þessari námskynn- ingu, “ segir Ásta Kr. Námskyiuimgin muner eitt „Það fer ekkert á milli mála hvað ég ætla að gera um helgina. A sunnudag efnum við í Há- skóla Islands sem og í öðrum skólastofnunum til umfangsmikillar kynningar á því námsfram- boði sem er að hafa hérlendis, auk þess sem nokkrir háskólar og menntastofnanir erlendis sýna hvað þær hafa uppá að bjóða,“ segir Asta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráð- gjafar Háskóla Islands. „Þegar best hefur látið hafa allt að 10 þús- und manns sótt námskynningar þessar, sem eru að annað hvert ár. En hin árin efna ein- staka skólar og menntastofnanir stundum til Ragnarsdóttir, forstöðu- _ maður Námsráðgjafar Há- kynninga á því sem þær hafa uppá að bjóða, skóla íslands. segir Asta, - sem segir mikla vinnu liggja í und- irbúningi þessa. „Námskynningin tekur mikinn tíma, en þegar henni sleppir á sunnudagskvöld vænti ég þess að geta átt góða stund með eiginmanni og börnum. Það er mikil ánægja í því fólgin.“ Á femum tónleikum syðra Við Heimisfélagar erum um helgina á Ieið suð- ur í tónleikaferð og munum syngja á fernum tónleikum,“ segir Þorvaldur G. Oskarsson, for- maður Karlakórsins Heimis. I gærkvöld, fimmtudagskvöld, sungu Heimisfélagar í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði, í kvöld munu þeir syngja á Laugalandi í Holtum og á laugardag eru þeir með tvenna tónleika í Reykjavík; síð- degis í Langholtskirkju og um kvöldið koma | þeir fram á skagfirsku kvöldi á Broodway. „Ef ég verð igóðu skapi ,/Etli ég geri lítið nema þetta. Ef ég verð í má vel vera að ég dansi góðu skapi á laugardagskvöld má vera að ég og skemmti mér,“ segir dansi eitthvað og skemmti mér. Lyfti glasi í Þorvaldur á Sleitustöðum. góðra vina hópi og létti mér upp eftir þessa töm,“ segir Þorvaldur. Hann segir konur Heimisfélaga, sem fara með þeim suður, ætla að bregða sér á kreik, hann viti til að þær eigi fjölmargar pantaða miða á leikritið Fjögur hjörtu, sem nú er sýnt í Loftkastalanum. Koma vélsleðimum til byggða „Það gæti alveg farið svo að Ieiðin lægi eitthvað inn til fjalla. Við björgunarsveitarmenn á Dal- vík þurfum inn á Nýjabæjarfjall til að ná vélsleðunum okkar upp og koma þeim til byggða - og verði veðurspáin góð munum við ef til vill fara inn til fjalla," segir Stefán Gunnars- í son, formaður Björgunarsveitar SVFI á Dalvík, einn þremenninganna úr hópi Dalvíkinganna átta sem gengu til byggða eftir að hafa Ient í | þrekraunum á hálendinu um helgina. „Verkefni helgarinnar að „Reyndar er ég boðinn í afmæli um helgina ná sleðunum upp; það er hjá Guðmundi Ingvarssyni, sem býr á Hauga- að segja verði veðurspáin nesi. Ætli hann sé ekki fertugur núna. Síðan skapleg,"segir Stefán þarf ég sjálfsagt að líta eftir hrossunum mínum Gunnarsson á Dalvlk. . en einsog ég segi er verkefni helgarinnar að ná sleðunum upp; það er að segja verði veður- spáin skapleg." Kjarvalstaðir og Komhlaðan „Á föstudagskvöldið ætla ég að fara á Kjarvals- staði og vera viðstödd opnun sýningar Rúríar; Paradís hvenær. Að öðru leyti býst ég við að ég muni taka því rólega um þessa helgi,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krpss Islands. Sigrún segir að síðdegis á laugardag sé fyrir- hugað hjá sér að sitja málfundinn Mannrétt- indi og list, sem haldinn verður á Kornhlöðu- loftinu á vegum Mannréttindaskrifstofu Is- Iands. RKI er meðal þeirra aðila sem standa að skrifstofunni og koma lyrirlesarar víða að - og ræða um áðurnefnt málefni. - „Síðan gæti ver- ið að við sem þessa ráðstefnu sitjum förum saman út að borða eða eitthvað í þeim dúr,“ segir Sigrún. Hún segir ennfremur að verið gæti að hún tæki til í heimaranni um helgina og sömuleiðs sé ekki ólíklegt að hún bregði sér í Ieikfimi. „Á föstudagskvöldið ætla ég að fara á Kjarvalsstaði og vera viðstödd opnun sýningar Rúríar, “segir Sig- rún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri RKl. Fríðrik Sophusson var einn afþeim lukkuriddurum Sjálfstæðisflokksins sem fór um landið fyrir mörgum árum og talaði um leiftursókn gegn verðbólgu. Einna frægastur varð hann þó fyrír baráttu sina gegn ríkisbákninu; Báknið burt, var slagorð dagsins. En síðan eru liðin mörg ár - og enn er báknið kjurrt. Friðrik verður hinsvegar ekki lengi kjurr I fjármálaráðuneytinu úr þessu. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru við Háaleitisbraut í Reykjavík. Og ekki orð um það meir. Ilreinskilin Sálumessa „Eg er nýbúinn að hafa það af að lesa Sálumessu syndara - sögu Esra Péturssonar geð- læknis og sálkönnuðar. Satt best að segja gat ég ekki lagt bókina frá mér þegar ég var á annað borð byrjuð - og tók ég i það nokkrar ldukkustundir að fara í gegnum hana. Mér fannst þessi bók ágæt og virðingarvert af Esra að segja sögu sína opinskátt og af svo mikilli hreinskilni sem raun ber vitni, jafnvel þó það komi illa við aðra,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir, táknmálstúlkur hjá Samskiptaskiptamiðstöð heyrnarlausra. Fín tónlist með Sheryl Chxow „Sfðustu daga hef ég verið að hlusta á diskinn með lögunum úr Titanic og er jafn hrifin af tónlistinni í myndinni - rétt einsog af henni sjálfri. Það eru þessar tillinninganæmu melódíur sem ná til mín. Síðan hef ég verið að hlusta á nýjasta diskinn með Sheryl Crow, sem er söngkona sem semur og syngur fína tónlist. Hún hefur verið að vinna talsvert með Eric Clapton og vann sér til frægðar einhveiju sinni að vera með honum í föstu sambandi líka. En þau eru hætt saman núna.“ í tvígang á Titanic „Síðasta bíómynd sem ég sá er mynd sem nú gengur í Regnboganum og heitir Good will hunting. Það var afskaplega góð mynd - og gaman að sjá þau nýstirni kvikmyndagerðar sem unnu bæði handrit myndarinnar og léku í henni. Síðan er ég auðvitað búin að sjá Titanic einsog 100 þúsund aðrir Islendingar - reyndar búin að sjá myndina tvisvar. Að ég sjái bíómynd í tvígang hefur ekki gerst síðan ég sá Flashdance eða einhverja slíka mynd þegar ég var lítil stelpa. Hvað skyldu nú vera mörg ár síðan það var ...?“ -SBS. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.