Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 6
22-FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 Dggur LÍF OG FJÖR Hringdvi í síma: 350 oooo WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ KvLkmyndir helgariimar Kvikmynd helgarinnar er franska myndin Diva sem list- unnendur ættu alls ekki að láta framhjá sér fara. Myndin er allt í senn spennandi, falleg og sérlega vel leikin. Þarna er listaverk á ferð og töfrar tón- listarinnar eru þar æði fyrir- ferðarmiklir. Diva er á dagskrá Sýnar á föstudagskvöld. Jennifer Jason Leigh fer á kostum í hiutverki hinnar orð- heppnu og ógæfusömu skáld- konu Dorothy Parker í mynd- inni Mrs. Parker and the Vici- ous Circle. Þetta er áhugaverð mynd um sérstæða konu. Myndin er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Seinna þetta sama kvöld sýnir Stöð 2 myndina Fat City í leikstjórn meistara John Hu- ston. Myndin rekur sögu tveggja boxara sem Jeff Bridges og Stacy Keach leika frábærlega í sérlega eftir- minnilegri mynd. Ólöf Erla boðin vel- komin Laugardaginn 14. mars kl. 14-17 ætla listakonurnar í Kirsuberjatrénu, Vestur- götu 4 í Reykjavík, að kynna og jafn- framt bjóða velkomna til samstarfs Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Ólöf Erla er leirlistakona og yfirkennari við leirlistadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands. í Kirsuberjatrénu selur Ólöf Erla sérhannaða leirmuni, jafnt nytjahluti sem skrautmuni. Kirsuberja- tréð er listhús við Vesturgötu, þar sem áður var Ritfangaverslun Björns Krist- jánssonar. Þar eru gömlu innréttingarn- ar, afgreiðsluborðin og peningakassinn enn í notkun og mynda umgjörð um afar frumlega og fallega listmuni. Átta listakonur reka Kirsuberjatréð. Þú hefur fundið vísbendinguna! Handgerðar flókamottur í dag kl. 17.00 opna þær Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sýningu á mottum úr ullar- flóka í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Motturnar eru handunnar og eru ævafornar aðferðir notaðar við gerð þeirra. Á sýning- unni er hver motta einstök í útliti en hugmyndin er að gera einstaka mynstur í fleiri eintökum og merkja þær eins og grafikmyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 08.00-19.00 og um helgar kl. 12.00-18.00. Hún stendur til 30. mars. Keppt í dansi Á sunnudaginn verður haldin á Broad- way innanskólakeppni Danssmiðju Her- manns Ragnars og Dansskóla Auðar Haralds í samkvæmisdönsum, keppni í kántrý línudönsum og Opna Séð og Heyrt mótið í Suður-Amerískum döns- um. Mörg af bestu danspörum landsins verða á Broadway á sunnudaginn og etja þau kappi hvort við annað. Dag- skráin hefst kl. 14 og er miðaverð kr. 500 en frítt fyrir yngri en 4 ára. ALLT UM ARGENTÍNU IIEÍllj S T E I K H U S mæíir mah .. ...tónlistarþáttum Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2 - og tónlistarsmekk þessa geð- þekka útvarpsmanns. Óvenju- legur og ferskur dagskrárgerð- armaður sem ekki fellur í þá gamalkunnu gryfju að spila aðeins eitt lag af hverri plötu. Drengurinn kemst með tærn- ar þar sem Andrea Jónsdóttir hefur sínar tær! ...dönsku rúgbrauði. Dagur mælir með því að að fólk spreyti sig á því að baka rúg- brauð um helgina. Uppskrift- in að bronsverðlaunabrauð- inu íslenska sem Anna Birna Almarsdóttir frá Köldukinn bakar er tilvalin. Þetta er að- ferðin: 150 g kornblanda, sesarn- fræ, hörfræ, sólkjarnafræ, brotið hveiti og brotið rúgmjöl látið í poit með einum bolla af vatni, soðið i 4-5 mín. Blandið 1 lítra af súrmjólk samanvið og hrærið vel. Setjið 2 bolla rúgmjöl, 2 bolla heilhveiii, 1 bolla hveitiklíð, 1 bolla hveiti, 1 bréf þurrger, 2 tsk. salt, 2 tsk. matarsóda, 3'/ dl dökkt stóp og Vi bolla af vatni í hrærivélarskál og bætið korn- blöndunni samanvið. Hrærið vel saman. Skiptið deiginu i 5 mjólkur- fernur, gætið þess að fylla þær aðeins til hálfs og lokið þeim vel með álpappir. Látið fern- umar i stóran pott með vatni og sjóðið við vægan hita í 5 klst. með lokið þétt á. Vatnið þarf að ná upp á fernumar miðjar. Þegar brauðið er bakað, tak- ið það úr ofninum og losið úr fernunum. Látið brauðið kólna á rist. ...Eric Clapton á fóninn um helgina. Það er alltaf notaleg og góð stund að hlusta á Clapton og jafnast fyllilega á við heilt sumarfrí, sérstaklega þegar nýr diskur er kominn út. Clapton undir geislann um helgina! Þrjár sýningar í Ný- listasafninu Þau Gary Hume og Georgie Hopton frá Bret- landi ásamt Tuma Magnússyni og Ráðhildi Ingadóttur bjóða upp á hefðbundna mál- verkasýningu í Bjarta og Svarta sal Nýlista- safnsins og verður sýning þeirra opnuð á morgun kl. 16.00.1 Súm-sal sýnir Þór Vigfús- son ný verk, þar sem hann raðar saman á einfaldan hátt mislitum einíngum hálfgeng- særra plexigierplatna. I neðri sölum sýnir Marlene Dumas, sem er málari og fædd í Höfðborg. Hún er talin vera í fremstu röð | samtímamálara og hefur hún sýnt víða um heim. Marlene er hér í boði MHÍ og Nýlista- safnsin en hún heldur fyrirlestur-í skólanum á meðan hún dvelur hér. Hinn samsíða garður Ólafur Elíasson við verk sitt „Regnskáli". í dag verður opnuð sýning á fjórum verkum Ólafs Elíassonar á Kjar- valsstöðum. Sýningin ber yfirskriftina Hinn samsíða garður. Ólafur tek- ur fyrirbæri náttúrunnar og setur í annarlegt umhverfi og þannig fær áhorfandinn nýja og sterka upplifun af kunnuglegum hlut sem slitinn er úr sínu eðlilega samhengi. Sýningu Ólafs lýkur 13. apríl, en þangað til verður hún opin alla daga frá kl. 10-18. Þankastrik Sigurðar Sigurður Magnússon listmálari opnar einkasýningu á olíumálverkum sínum á morgun, laugardag, kl. 15.00-18.00 í Ásmundarsal, Freyju- götu 41. Myndin sýnir hluta úr einu málverka Sigurðar, Vökunótt. Ég er hættur! Farinn! Um síðustu helgi hófust hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs sýn- ingar á leikverkinu „Ég er hættur! Farinn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti" eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdótt- ur, rithöfund og myndlistarmann. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Þetta verk hlaut fyrstu verðlaun í leikritasam- keppni Leikfélags Reykjavíkur, sem haldin var í tilefni af opnun Borgarleikhússins. 17 leikarar á aldrinum 14-76 ára taka þátt í sýningunni, mjög breiður aldurshópur með mis- munandi reynslu I leikhúsi. Leikritið er sýnt í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum og er áformað að sýna verkið út marsmánuð. Næstu sýningar verða í kvöld kl. 20.30, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.