Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 4
ts - «PP V Ml Ft fln^fcmiTVÍSM 20-FÖSTUDAGUR 1 3.MARS 19 9 8 UMBÚÐALAUST ILLUGI JÖKULSSON SKRIFAR Það var eins og að upplifa að nýju gamla martröð þegar fréttir bárust út um það fyrir nokkrum dögum að Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans hefði ekki bara eytt vænum slatta af milljónum af peningum bankans í laxveiðiferðir, heldur hefði góð- ur hluti af þeim milljónum runnið beint í bans eigin vasa af þvf það vill svo skemmtilega til að hann og Ijölskylda eiga eina af þeim laxveiðiám sem Lands- bankinn hefur helst sóst eftir því að fá leigða fyrir sig og sína. Þetta var eins og gömul martröð vegna þess að svonalagað hélt maður að hefði verið alsiða í þessu litla spillta þjóðfélagi okk- ar hér áður fyrr, en ég var að minnsta kosti svo vitlaus að halda að þetta væri meirog minna úr sög- S' irS Égstórefast líka um að ;ZEZi„ íTfi.-'S SverrirHermannsson ’p; um88Úm'Eð'i- hafigerstbrotlegurvið íSíL “og S Sverrir Hermannsson hafi gerst brotlegur við einhverjar óskráðar reglur og hefðir um hvernig menn haga sér í stjórnkerfinu; óskráð Iög af því tagi virðast engin vera við lýði, vegna þess að þá þyrfti það ekki að koma upp á yfirborðið núna, eftir mörg herrans ár, að bankastjóri Landsbankans hefði ekki ein- ungis skroppið í laxveiði á full- um og glæsilegum launum sín- um, heldur hefði hann í ofaná- lag fengið greitt frá bankanum fyrir að hann og kumpánar hans hífðu einhverja óhrjálega Iax- fiska upp úr hans eigin á. Þetta hefði ekki þurft að koma upp á yfirborðið í fyrirspurnartíma á Alþingi, ef það væru yfirleitt til einhverjar óskráðar siðareglur fyrir æðstu valdamenn í stjórn- kerfinu, því það skal enginn segja mér að ekki hafi nokkur maður vitað af þessu. Átt að hnykla brýnnar Auðvitað hefur fullt af fólki vit- að fullvel að Sverrir Hermanns- son á Hrútafjarðará - fullt af fólki bæði í Landsbankanum, hér og hvar í stjórnkerfinu, ferðir, ráðherra- bíla og annan lúxus helstu valdamanna þjóðarinnar; þetta var ævin- lega heldur dap- urleg einhverjar óskráðar reglur og hefðir um ar. Auðvitað hefði eitthvað af öllu þessu fólki átt að minnsta hvemig menn haga sér Í°^naJ h^a umræða í stjómkerfinu; óskráð Svernr Her' vanalega ^ ofpVÍ tdgÍ VÚðaSt var drepið fljót- lega á dreif í einhverju þrugli um öfund og smásálarskap þeirra sem voguðu sér að gagn- rýna þetta, en samt ímyndaði maður sér sem sagt að valds- mennirnir hefðu lært einhverja Iexíu á þessu. Brotlegur við reglur? En það er nú öðru nær, kemur þá í Ijós. Ekki veit ég hvort Sverrir Her- mannsson hefur formlega séð gerst brotlegur við einhver til- tekin lög; reyndar stórefast ég um það, því hvorttveggja er engin vera við lýði. sagðist mannsson skellti á eftir sér hurðinni að bankastjóra- skrifstofunni, kominn í vað- stígvélin og farinn norður í Hrútafjarðará að renna fyrir lax með nokkrum kúnnum - eða kannski bara kunningjum. En enginn hnyklaði brýnnar, því þetta hefur þá líklega verið bara prýðilega í samræmi við óskráð lög og reglur. En þó Sverrir Hermannsson hafi kannski ekki gerst formlega sekur um að hafa brotið lög, hvorki skráð né óskráð, þá er hann nú sekur samt. Hann er fyrst og fremst sekur um lág- að íslensk valda- „Og SveiTÍr HeV kúru. Hann . stétt hefur áreið- ” sekur um þá anlega _ aldrei mamiSSOU ejlíkd Sekur lágkúru að hafa ekki getað látið sér nægja að þiggja sína að lagið ogokkurhinmeð milljón á mán- uði eða hvað sinni lágkúm... “ talið nauðsynlegt að setja lög um um að Skíta ÚthÍÓðfÓ- svonalöguð mál og svo hitt þeir sem hefðu kannski haft hug á að hreinsa til í litla spillta kerf- inu okkar hafa sjálfsagt ekki haft hugmyndaflug tíl að láta sér detta í hug að svona gæti nokk- ur maður gert - Iíkt og nýr for- maður bankaráðs Landsbankans viðurkenndi hreinskilnislega um daginn. Eg stórefast líka um að það nú er sem hann fær í laun og fríðindi og hefur fengið samviskusamlega, sama hversu mörgum milljörð- um bankinn tapaði til skamms tíma - hann gat ekki látið sér þetta nægja, heldur þurfti líka að krækja sér £ svolítinn auka- pening með því að láta bankann „Þetta var eirts og gömul martröð vegna þess að svonalagað hélt maður að hefði verið als/ða í þessu litla spillta þjóðfélagi okkar hér áður fyrr, en ég var að minnsta kosti sra vitlaus að halda að þetta væri meirog minna úr sögunni, “ segir lllugi Jökulsson meðal annars. borga fyrir að hann sjálfur veiddi í ánni sinni. Og hann þurfti líka að styrkja sérstaklega eigendur Hrútafjarðarár þegar hann var í Byggðastofnun eða einhverju álíka batteríi; þá slepptu skattborgarar þjóðarinn- ar rándýrum laxaseiðum þar handa Sverri Hermannssyni og borguðu honum svo fyrir að veiða þau sömu seiði. Varpar öndioni léttar og skreppur í lax Þetta er svo ömurlega lágkúru- Iegt eins og nokkuð getur verið, og síðan er Sverrir jafnframt sekur um þá lágkúru að kunna ekki að skammast sín, heldur ætla að þumbast við, þegja sem fastast og biðja í hæsta Iagi um einhverja rannsókn, yfirlit ein- hverrar nefndar, einhverja skýrslu sem hann vonar náttúr- lega að verði ekki lokið fyrr en skammtímaminni þjóðarinnar er uppurið, umburðarlyndið aftur á móti komið í botn og ekki nokk- ur maður hafi lengur áhuga á þessu - varpa þá öndinni léttar og skreppa kannski í lax. Hann er líka sekur um fullkomna lág- kúru þegar hann biður um rann- sókn á „meintum“ kaupum Landsbankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará; ekki veit ég hvort þetta orðalag, „meint“ kaup um það sem auðvitað fer ekkert milli mála, er hluti af linnulitl- um tilraunum bankastjórans til karlagrobbslegrar fyndni eða hvort hér er um að ræða upp- hafið á klassískri íslenskri vörn þegar svona mál koma upp - þetta er allt frekar loðið og óljóst og afstætt hvað er rétt og hvað er rangt, þetta er spurning, þetta er í hæsta lagi á einhveiju gráu svæði, en á hinn bóginn ... og svo framvegis og svo framvegis; það er þyrlað upp ryki þangað til fyrrnefnt skammtímaminni þjóðarinnar er búið og pöpullinn hunskast niðraf dekkinu. Og Sverrir Hermannsson er líka sekur um að skíta út þjóðfé- lagið og okkur hin með sinni Iágkúru; það er eitthvað veru- lega aumt og jafnvel sorglegt fyr- ir okkur öll að heyra til þjóðfé- lagi þar sem svona Iágkúra við- gengst og þykir ekkert óeðlileg útí Ilrútafjarðará valdsmann- anna; það er lítið gaman að þurfa reglulega árum saman og áratugum að vera að hneykslast á bruðli eins og laxveiðiferðum, ráðherrabílum og öðru slíku, eins og það sé nú ekki annað að fást við í þessu þjóðfélagi - það er Iítið gaman að finna sig aftur og aftur í þeim sporum að vera eins og að öfundast af tómum smásálarskap út í sældarlíf þeirra á toppnum; það er lítið gaman að fá aftur og aftur sömu þreytandi martröðina. Skringileg svör Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur var spurður um það í sjónvarpinu um dag- inn, af þessu tilefni, hvort ekki væri þörf á að setja reglur um gjafir, sporslur, fríðindi og annað þess háttar sem litlu valdsmenn- irnir okkar úthluta hver öðrum og sjálfum sér; hann tók mjög skringilega í þá spurningu, full- ur af umburðarlyndi og gott ef hann fór ekki að gefa eitthvað í skyn um grá svæði og sennilega væri best að mynda fyrst óskráð- ar reglur, því þetta væri allt svo loðið og óljóst og afstætt. En hafi sá lágkúrulegi subbuskapur sem Sverrir Hermannsson hefur nú gert sig sekan um sýnt okkur fram á eitthvað, þá er það þvert á móti að við höfum ekkert að gera með óskráðar reglur í þess- um efnum. Við þurfum skrifaðar reglur og Iög, og það ströng Iög og nákvæmar reglur. Ella munu alltaf einhverjir meintir banka- stjórar eða aðrir litlir gráðugir og makráðir kallar verða til þess að við fáum aftur og aftur sömu martröðina - nema náttúrlega það sé öfugt og það hafi ekki verið annað en draumur að við lifðum í þokkalegu réttlátu nú- tímasamfélagi, og rumskum svo við raunveruleikann - að þetta er spillt bananalýðveldi og um- burðarlyndi og stórlyndi er frá- tekið handa bankastjórum. Pistill Illuga varfluttur í morg- umítvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.