Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 4
m ti ^ t. 4- MIÐVIKUDAGUR i. NÓVEMBER 1998 FRETTIR LAGGOTT INNLENT Nýr viðskiptahugbúnaðiir á markað Ný kynslóð af Concorde viðskiptahugbúnaði kom út á íslensku nú um mánaðamótin, en þennan búnað hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins notað um árabil. Yfir hálf milljón notenda í 28 löndum er með þenn- an viðskiptahugbúnað og hann er ráðandi á markaðnum á Norður- Iöndum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá umboðsfyrirtæk- inu hér á landi. Nýja kynslóðin hefur hlotið nafnið Axapta og sérstaða hennar er sögð felast fyrst og fremst í því hversu auðvelt er að sníða hugbúnað- inn að þörfum hvers fyrirtækis og starfsmanns. Axapta sameinar m.a. fjárhagsbókhald, vöru- og framleiðslukerfi og er hannað til að halda utanum viðskipti á Netinu og viðskipti í Evrunni, hinum nýja gjald- miðli Evrópusambandsins. Breyta þarf viimutilhögim LH-þinga Jón Albert Sigurbjörnsson frá Reykjavík var kjörinn formaður Lands- sambands hestamannafélaga á 49. ársþingi LH, sem fram fór í íþróttaskemmunni á Akureyri um síðustu helgi. Varaformaður er Har- aldur Þórarinsson í Laugardælum í Arnessýslu en aðrir stjórnarmenn eru Sigfús Helgason á Akureyri, Sigrún Olafsdóttir frá Hallkelsstaða- hlíð í Kolbeinsstaðahreppi, Sveinbjöm Sveinbjörnsson í Kópavogi, Páll Dagbjartsson í Varmahlíð í Skagafirði og Sigurður Ragnarsson í Garðabæ. Þingið afgreiddi yfir 50 breytingatillögur að keppnisreglum sem vakti upp þær spurningar hjá mörgum þingfulltrúum hvort ekki væri orðið tímabært að breyta vinnutilhögun þinganna, þar sem allt of mikill tími færi í þessi mál á kostnað annarra þingstarfa. „Með fullri virðingu fyrir keppendum megum við ekki gleyma því að 70% hestamanna í landssambandinu hafa engan áhuga fyrir keppnis- reglunum," segir Sigfús Helgson á Akureyri, formaður hestamannafé- lagsins Léttis, og nýkjörinn stjómarmaður í LH. — GG Jámblendifélagið hæst á Vesturlandi Islenska járnblendifélagið á Grundartanga greiðir hæst samanlögð gjöld lögaðila á Vesturlandi samkvæmt nýútkominni álagningarskrá, eða 37,9 milljónir króna, Sparisjóður Mýrasýslu er með 19,6 milljón- ir króna og Haraldur Böðvarsson með 15,6 milljónir króna. Islenska járnblendifélagið greiðir hæstan eignarskatt Iögaðila, eða 30,8 millj- ónir króna, síðan Haraldur Böðvarsson á Akranesi með 12,2 milljón- ir króna, Sementsverksmiðjan á Akranesi með 8,8 milljónir króna og Hvalur í Hvalfirði með 7,8 milljónir króna. Hæstan tekjuskatt greiðir Sparisjóður Mýrasýslu í Borgarnesi, eða 12,4 milljónir króna, IA-hönnun á Akranesi greiðir 5,6 milljónir króna og Straumnes á Akranesi 3,8 milljónir króna. Haraldur Böðv- arsson greiðir hæst markaðsgjald, eða 807 þúsund krónur, Islenska járnblendifélagið greiðir 589 þúsund krónur og Fiskmarkaður Breiða- fjarÖar 256 þúsund krónur. - GG MF gialdhæst á Suðurlandi Heildarálagning vegna lögaðila á Suðurlandi nam 286 milljónum króna á árinu 1998, þar af tekjuskattur 212 milljónir króna og eign- arskattur 62 milljónir króna. Hæstu lögaðilar eru Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi með 47,5 milljónir króna, Suðurverk á Hvolsvelli með 13,6 milljónir króna, Fossvélar á Selfossi með 11,4 milljónir króna, Bakkalág íslands í Þor- lákshöfn með 10,1 milljón króna og Set á Selfossi með 9,6 milljónir króna. í Vestmannaeyjum bar Ufsaberg hæstu gjöld, eða 16,5 milljónir króna. Isleifur var með 14,9 milljónir króna, Sparisjóður Vestmanna- eyja með 13,6 milljónir króna, Net með 3,2 milljónir króna og Eyjaís með 2,8 milljónir króna. — GG Síldarviuuslan hæst á Austurlandi Síldarvinnslan á Neskaupstað ber hæst gjöld lögaðila í Austurlands- umdæmi 1998, samtals 61,2 milljónir króna. SVN er með 14,9 millj- ónir króna í eignarskatt, 42,1 milljón króna í tryggingargjald, 3,5 milljónir króna í slysatryggingargjald vegna sjómanna og 777 þúsund krónur í markaðsgjald og iðnaðarmálagjald. Hraðfrystihús Eskifjarðar er með 22,1 milljón króna í tekjuskatt, 28 milljónir króna tryggingargjald, 2,1 milljón króna slysatryggingargjald vegna sjómannna og 575 þúsund krónur í markaðsgjald og iðnaðar- málagjald, eða samtals 52,9 milljónir króna. Næst koma Kaupfélag Fáskrúðsfírðinga með 20 milljónir króna, Kaupfélag Héraðsbúa með 17,7 milljónir króna, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga með 15 milljón- ir króna og Borgey á Hornfirði með 14,2 milljónir króna. — GG Sparisjóður Boluugarvíkur hæstur á Vestfjörðuui Heildargjöld lögaðila í Vestfjarðakjördæmi nemur 140,9 milljónum króna sem skiptist á 441 aðila en framteljendur eru 511. Heildarfjár- hæð tekjuskatts er 99,6 milljónir króna, eignarskattur 29,5 milljónir króna, sérstakur eignarskattur 6,2 milljónir króna, markaðsgjald 3,4 milljónir króna og iðnaðarmálagjald 1,9 milljónir króna. Inni í þess- um tölum er ekki tryggíngargjald sem var tilkynnt í sumar. Hæstu álagningu lögaðila bera Sparisjóður Bolungarvfkur með 19,5 milljónir króna, vélsmiðjan Þrymur á ísafirði með 5,1 milljón króna, vöruflutningar Armanns Leifssonar í Bolungarvík með 3,9 milljónir króna, Rafverk í Bolungarvík með 3,8 milljónir króna og Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Drangsnesi með 3,3 milljónir króna. - GG Norðurpóllinn rís brátt á flötinni fyrir framan Samkomhúsið á Akureyri. Þetta er vinnuteikning afþorpinu sem m.a. státar af skóla, pósthúsi og fleira. Mörg handtök fylgja uppsetningu þorpsins, s.s. rafmagnslagnir, sími, gatnagerð auk flutnings húsanna. Myndlistarskólinn á Akureyri mun sjá um skreytingar. Á milli 10 og 15 jóla- sveinar skráð sig Alvöru jólasveinar nmiiu jiinga á Aknr eyri iiiiian skanuns. Bæjarbúar sagðir já- kvæðir fyrir því að flýta jólaljósaskreyt- inguin. 10-15 jólasveinar hafa skráð sig á Jólasveinaþingið sem fram fer á Akureyri 20. -22. nóvember nk. Að sögn Tómasar Guðmundsson- ar, forstöðumanns Ferðamála- skrifstofu Eyjaljarðar á Akureyri, geta jólasveinar ennþá tilkynnt þátttöku. Þingið fer að lfkindum fram á Norðurpólnum, þorpi sem senn rís fyrir framan Samkomu- húsið á Akureyri. „Þetta eru iðnaðarmenn, kenn- arar og fjölmiðlafólk. Nokkuð góður þverskurður, sýnist mér. Þessir aðiiar taka hlutverk sitt mjög alvarlega. Þeir hafa undir- búið og þróað sína eigin tækni í að heimsækja börn fyrir jólin. Hagurinn er fyrst og fremst sá að lífga upp á skammdegið hjá ná- grannanum og skemmta sér. Þetta eru ekta jólasveinar," segir Tómas. Jákvæðir bæjarbúar Þeir sem standa að því að breyta Akureyri í jólabæ með Iátlausum uppákomum frá 20. nóvember fram að aðfangadegi, hafa hvatt bæjarbúa til að setja upp jólaserí- urnar fyrir 20. nóvember nk. Von- ast er til þess að jólahúllumhæið verði til þess að Iaða fólk í bæinn og segir Tómas nauðsynlegt að hinn almenni bæjarbúi taki þátt í verkefninu með skreytingunum. „Viðbrögð bæjarbúa hafa almennt verið mjög jákvæð, en þó örlar á því að sumir óttist að verða fyrst- ir eða þeir einu sem skreyti svona snemma. Eg held hins vegar að þegar þeir fyrstu taki af skarið, muni hinir fylgja á eftir." - BÞ Franska byltingm í flokk Sverris Aðalfimdur Samtaka mn þjóðareign. Nýr formaður. Stjómmála- yfírlýsing um gmnnat- riðin í stefnu Frjáls- lynda fíokksins. Frelsi, samstaða og jafnrétti. „Helstu mál aðalfundarins eru að sjálfsögðu kvótinn og væntanleg flokksstofnun. Það hefur verið ákveðið af stjórn samtakanna að stofna Fijálslynda flokkinn 28. og 29. nóvember nk. með stuðnings- mönnum Sverris Hermannsson- ar,“ segir Bárður G. Halldórsson, varaformaður Samtaka um þjóð- areign. Stjónunálayfirlýsiiig Á fundinum, sem haldinn verður í kvöld, miðvikudag, í Rúgbrauðs- gerðinni verður birt stjórnmálayf- irlýsing sem lögð verður fyrir stofnfund Frjálslynda flokksins í næsta mánuði. Bárður Halldórs- son segir að þessari yfirlýsingu verði ekki dreift, enda sé hún enn í vinnslu. Kjarnanum ( henni verður hins vegar komið á fram- Báður G. Halldórsson verðandi formaður Samtaka um þjóðareign segir það vera aðalmarkmiðið að innleiða frönsku byltinguna á ís- landi. færi við fundarmenn með því að birta hana á tjaldi í fundarsal. Þar koma fram grunnatriðin í stefnu Frjálslynda flokksins. Þau eru frelsi, samstaða og jafnrétti. Þar er átt við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna, jafnræði allra þjóðfélagsþegna og samstaða ís- lensku þjóðarinnar. Aherslan á þessi atriði helgast m.a. af þeirri skoðun að á Islandi sé ekki fullt Iýðræði vegna þess að innlendri valdastétt var aldrei hrundið af stalli í anda frönsku byltingarinn- Býlting „Eg hef oft haldið því fram að það væri okkar aðalmarkmið að inn- leiða frönsku byltinguna á Is- landi,“ segir Bárður Halldórsson, varaformaður Samtaka um þjóð- areign. Hann segir að það verði m.a. gert með því að breyta lögum og stjórnarskrá og kalla saman stjórnlagaþing. Þá þarf að aðskilja betur en gert hefur verið fram- kvæmdavald, dómsvald og lög- gjafarvald. Enn fremur verður að tryggja að einstaklingar hafi sama vald og þeir sterku og stóru hvort sem þeir heita LIU, Landsbank- inn, Hitaveitan, Rafveitan, Ríkið, Reykjavíkurborg og fleira í þeim dúr. Nýr formaður Þá mun stjórn Samtaka um þjóð- areigin Ieggja það til við fundinn að Bárður G. Halldórsson verði kjörinn formaður í stað Jóns Ara- sonar, skipstjóra f Þorlákshöfn. Búist er við allt að 200 manns á aðalfundinn, víðs vegar af land- inu. Um 2400 manns eru í sam- tökunum. — GHll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.