Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 9
8- MIÐVIKVDAGVR 4. NÓVEMBKR 1998 MIÐVIKVDAGVR 4. NÓVEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING Em tvö neytendas amtök í landinu? Verðkönuuu þriggja neytendafélaga á landsbyggðiuni vekur hörð viðbrögð kaup- maima. Kaupmenn reiðir Vilhjálmi Inga Ámasyni. Eru tvö neytendasamtök í landinu? I verðkönnun þriggja neytendafé- Iaga á landsbyggðinni sem gerð var í síðustu viku kom fram mik- ill munur á hæstu og Iægstu verð- um. Könnunin var gerð á vegum Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis, Neytendafélags Suður- lands og Neytendafélags Vest- fjarða og náði til sjötíu vöruteg- unda í fjórtán verslunum. Hjá KSH á Hólmavík er verðlagsstuð- ull þeirra vara sem könnunin náði til 62 prósentum hærri en hjá KEA Nettó á Akureyri. Á meðan Akureyringur getur látið sér nægja um 8.000,- krónur fyr- ir körfuna þarf Hólmvíkingur að leggja út um 13.000,- krónur. Hvað segja kaupmenn? Er slík- ur samanburður réttlátur? Er verðmunurinn eðlilegur miðað við aðstæður? Er þetta verðið sem við þurfum að greiða ef við viljum búa utan stærstu þéttbýliskjarn- anna? Hvað segja Vilhjálmur Ingi Árnason og Jóhannes Gunnars- son? Er rétt að skoða í sömu andrá verslun KEA Nettó á Akur- eyri og verslun Kaupfélags Stein- grímsfjarðar á Hólmavík? Eru tvö neytendasamtök í landinu? Forkastanlegt Gunnar Guðmundsson, kaup- maður í Horninu á Selfossi, seg- ist ekki ánægður með könnunina, hún sé illa unnin og ósanngjörn. „Þessi könnun er fyrir það fyrsta afskaplega illa gerð. Það var tekin fyrir þurrvara nánast eingöngu þar sem við komum vissulega illa út. Við stöndum okkur miklu betur í kjötvöru og öðru slíku þar sem segja má að við séum á heimavelli. Það sem er þó forkastanlegast við þetta er hvemig þessi maður á Akureyri [Vilhjálmur Ingi Árna- son] er að bera saman lágvöru- verðsverslanir sem eru opnar kannski í sex klukkustundir á dag og kaupmannsverslun eins og hjá okkur sem er opin í sautján klukkustundir á dag alla daga vik- unnar. Ef við værum með sama afgreiðslutíma og KEA Nettó þyrftum við fjóra í vinnu en við erum með átján.“ Gunnar segist ekki geta sagt til um það hvort sá munur sem fram kemur í könnuninni geti talist eðlilegur miðað við aðstæður. Samstarfi teflt í tvtsýnu Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka Islands, er allt annað en ánægður með um- rædda könnun og hvernig staðið var að henni. Kaupmannasam- tökin sendu frá sér fréttatilkynn- ingu á mánudag þar sem meðal annars kemur fram að andstæð- ingur framkvæmdastjóra og stjórnar Neytendasamtakanna hafi freistað þess að koma höggi á andstæðinga sína með því að sniðganga samkomulag um fram- kvæmd og birtingu verðkannana og fara sínar eigin leiðir við verðkannanir. Þetta hafi tvímæla- laust skaðað samtökin og teflt í tvísýnu samskiptum og sam- komulagi þeirra við kaupmenn. „Eg er búinn að fá upp fyrir haus af því að maður nokkur á Akureyri sem heitir Vilhjálmur Ingi Árnason skuli alltaf hreint koma fram á völlinn með þeim hætti sem hann gerir núna,“ segir Benedikt Kristjánsson. „Eitt atriði í samkomulaginu var að tryggja að menn væru ekki að bera verslanir sem eru að þjóna nokkur hundruð manna byggðarlögum saman við Bónus eða Nettó. Það er ósann- gjarnt að gera þetta með þeim hætti en Vilhjálmur Ingi hlustar aldrei á það. I þessari verðkönnun eru menn að setja samasemmerki á milli Nettó á Akureyri og Kaup- félagsins á Hólmavík. Þetta er bara bull. Eitt af frumskilyrðunum í sam- komulaginu sem gert var er að verðkannanir séu gerðar um allt Iand á sama tíma,“ segir Benedikt og bendir á að sá tími sem það tekur að gera verðkannanir í nokkrum verslunum á sama svæði sé of langur. Kaupmenn séu sífellt að gera verðkannanir hver hjá öðrum og breyta verði. Benedikt Kristjáns- son: „Þetta er niður- rifsstarfsemi og mér þykir afskaplega mið- ur að menn skiili koma fram og gera þetta með þeim hætti sem Vil- hjálmur gerir. Þetta er algjört bull. Þetta er svínarí og menn eru búnir að fá alveg npp fyrirbaus af þessu.“ „Vilhjálmur Ingi hunsar þetta æ ofan í æ og nú verða menn að átta sig á því að það gengur ekki að það séu tvö neytendasamtök í þessu landi, annars vegar neyt- endasamtök Vilhjálms Inga Árna- sonar og hins vegar Neytenda- samtök Islands. Innanhúsdeil- urnar sem þar eru verða menn að fara að Ieysa,“ Gunnar Guðmundsson í Horninu á Selfossi: Er með átján manns í vinnu en þarf fjóra miðað við afgreiðslutíma eins og i Nettó. Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, með tækið sem hann notar tii að skanna inn vöruverð. „Fyrir hvern erum við að gera könnunina?" spyr hann. „Neytendur á þessum stöðum eða kaupmennina?" - mynd: brink Niðurrifsstarfsemi - Er sú munur ú vöruverði sem fram kemur í könnuninni einfald- laga það verð sem fólk þarf uð greiða fyrir að búa í dreifbýli. „Það má segja það,“ segir Bene- dikt. „Hins vegar hafa menn ver- ið að styrkja stöðu sína með því að bindast samtökum til að eiga möguleika á að vera samkeppnis- færir í innkaupum. Menn eru alltaf að vinna í því.“ - Þérfinnst könnun eins og þessi ekki vera til þess fallin að styðja það starf? „Nei. Þetta er niðurrifsstarf- semi og mér þykir afskaplega miður að menn skuli koma fram og gera þetta með þeim hætti sem Vilhjálmur gerir. Þetta er al- gjört bull. Þetta er svínarí,“ segir Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtakanna. Öbundinn af samkomulagi Vilhjálmur Ingi Árnason, formað- ur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, segir ekkert rangt við að gera slíkar kannanir sem hér er rætt um. Þeim sé meðal annars ætlað að upplýsa hver sá aðstöðu- munur er sem verslanir og neyt- endur á landsbyggðinni mega búa við miðað við þéttbýliskjarnana Akureyri og Reykjavík. „Fyrir hvern erum við að gera könnunina?" spyr Vilhjálmur Ingi. „Neytendur á þessum stöð- um eða kaupmennina? Er það þá ekki óréttlátt fyrir fólk að eiga heima á svona stöðum? Það hef- ur kosið að búa þarna og borgar vissan toll fyrir að búa á útkjálka og krummaskuði og við erum bara að reyna að sýna hve tollur- inn er hár í matvörunni." - Eitt markmið verðkannana er að veita kaupmönnum aðhald og jafnvel lækka vöruverð. Er með Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands: „Það gengur ekki að það séu tvö neyt- endasamtök í þessu landi." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna: „Ég hefði sett könnunina fram með öðrum hætti." þessari könnun verið að setja óeðlilegan þrýsting á minni versl- anir að nálgast verð hjá þeim stærri? „Þeir geta það ekki og það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess. Þeir hafa ekki þá aðstöðu en það þýðir ekki að við megum ekki skoða hver munurinn er. Við eig- um ekki að hafa það mikið vit fyr- ir fólki á þessum stöðum að það megi ekki láta fólk vita hver stað- an er. Þetta er upplýst samfélag og við erum að sýna neytendum á litlu stöðunum hvernig staðan er. Þeir vita að þeir búa við mikinn aðstöðumun og þarna var bara verið að mæla hann." - Neytendasamtökin og Kaup- mannasamtökin hafa gert með sér samkomulag um framkvæmd og birtingu verðkannana. Ert þú óbundinn af því samkomulagi? „Eg et gjörsamlega óbundinn af því og ég tel vafa hvort það sam- komulag þjónar hagsmunum neytenda eða kaupmanna. Eg hef alla tíð verið ósáttur við það sam- komulag.“ - Eitt atriði í samkomulaginu er að verðkannanir eigi að gera sam- timis um allt land. Er hægt að segja að verðkönnunin sé gerð samtímis í þeim fimm verslunum sem þú fórst einn í á Akureyri? „Eg er um hálftíma í hverri verslun og ég beið við dyrnar þeg- ar þrjár þeirra opnuðu. Þeir vissu svo vel af þessari könnun að allir höfuðpaurar verslananna á Akur- eyri voru staddir í Reykjavík og þeir vissu ekki einu sinni þegar ég var búinn að gera könnunina að ég hafði gert hana. Ég er eins og grár köttur í verslunum næstum því hvern einasta dag þannig að þeir vita ekki hvenær ég er að gera könnun og hvenær ég er að skoða." - Vekja deilur innan Neytenda- samtakanna vantrú á vinnubrögð- urn þeirra? Eru tvö neytendasam- tök í landinu? „Það eru því miður engir hjá Neytendasamtökunum núna sem geta unnið svona kannanir þann- ig að formenn hinna sjálfstæðu neytendafélaga á landinu tóku ákvörðun um að gera kannanir á okkar svæðum. Þó að Neytenda- samtökin séu ekki í stakk búin til að gera könnun þá þurfum við ekki að liggja á liði okkar. Þessi SýTiislioni úr köinmnmni Til upplýsingar fylgir hér hæsta og lægsta verð á nokkrum vörum úr könnuninni. Annars vegar á sjö vörutegundum þar sem mestur munur var á hæsta og lægsta verði og hins vegar á nokkrum algengum vörum sem valdar voru af handahófi af listanum. Marg- feldisstuðullinn er fenginn með því að deila lægsta verði upp í það hæsta. I svigunum eru þær verslanir sem buðu lægsta og hæsta verð á viðkomandi vöru. Mesti munurinn: Lyftiduft, Royal, 420 grömm, (Nettó Akureyri / KSH Hólmavík) Spaghetti, Honig, 500 grömm (Nettó Akureyri / Kaupangur Akureyri) Kjöt- og grillkrydd, Knorr, 88 grömm (Hagkaup Akureyri, Hrísalundur Akureyri / KSH Hólmavtk) Rasp, Paxo, 225 grömm (Hagkaup Akureyri / Hornið Selfossi) Blandaðir ávextir, Hagver, 250 grömm (Nettó Akureyri / KSH Hólmavik) Púðursykur, Dansukker brun, 500 grömm, (Nettó Akureyri / KSH Hólmavik) Nokkrar algengar vörur: Grænar baunir, ORA, 1/2 dós (Hrísalundur Akureyri / KSH Hólmavík) Salt, gróft, 1 kíló (Nettó Akureyri / Hverakaup Hveragerði) Dömubindi, Always ultra/normal/plus, 14 stk. (Nettó / KSH Hólmavík) Cocoa Puffs, General Mills, 553 grömm (Nettó Akureyri / KSH Hólmavík) Mjólk, 1 lítri (Nettó Akureyri, / Samkaup Isaftrði, KA Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi, Kaupangur Akureyri, Hverakaup Hveragerði Sunnuhlíð Akureyri, Eló ísaftrði lægst hæst margf. munur 79 299 2,78 29 79 1,72 76 183 1,41 52 125 1,40 69 165 1,39 42 99 1,36 42 82 1,95 34 66 1,94 190 323 1,70 249 378 1,52 68 74 1,09 þrjú félög eru sjálfstæð og mega gera sínar kannanir ef þau vilja. Það myndi ekki þjóna hagsmun- um neytenda ef Neytendasam- tökin gætu bundið hendur allra neytendafélaga í landinu.“ - Er sá munur sem fram kemur í könnuninni eðlilegur miðað við aðstöðumun á þessum stöðum? „Eg held að hann sé ekkert svo gríðarlega fjarri lagi því ég efast um að verslanir á þessum litlu stöðum geti verið með mikið lægra verð. Litlu verslanirnar geta aldrei keppt við þær stóru en síðan er það aftur pólitísk ákvörð- un til dæmis stjórnvalda hvort virðisaukaskattur á að leggjast á stjórn," segir Jóhannes Gunnars- son formaður Neytendasamtak- anna. „Ég fagna því að neytenda- félög séu virk.“ Jóhannes segir að hann sjálfur hefði sett könnunina fram með öðrum hætti ef hún hefði verið framkvæmd af Neytendasamtök- unum. „Niðurstöður þessarar könnunar eru réttar. Það má hins vegar deila um framsetning- una,“ segir hann og bætir við að hann telji rangt að miða við að vara kosti núll á einum stað og miða hlutfallslegan samanburð við það. Samanburðinn eigi að miða út frá því að ein verslun fái gildið hundrað. - Eiga verslanir á landsbyggð- inni ef til vill í vök að verjast út af þrýstingi sem skapast með svona verðkönnunum? „Þrýstingur á þessar verslanir skapast með ýmsum hætti, meðal flutningskostnað og þess háttar. Það væri hægt að sleppa honum alveg eins og það er enginn virð- isaukaskattur á laxveiði og jafna þannig búsetumuninn. Þetta er bara dæmi um að það eru margar pólitískar leiðir til að jafna bú- setumuninn." - I könnuninni kemur þá fram kostnaðurinn við það að búa á þessum stöðum. „Akkúrat. Það er það sem við erum að reyna að sýna fram á.“ Aðra framsetningu „Það eru til samtök sem heita Neytendasamtökin. Þar er ég for- maður og Vilhjálmur Ingi situr í annars með birtingu verðkann- ana en ekki síst með samanburði fólks sjálfs. Islendingar ferðast bæði á samkeppnissvæði hér inn- anlands og til útlanda. Þannig hefur fólk ýmiss konar saman- burð þegar það er að versla.“ - Ef við skoðum niðurstöðurnar er þá sá munur sem þar kemur fram eðlilegur að þínu mati miðað við aðstæður? „Ég ætla ekki að fara að gefa verði í einhverri verslun stimpil- inn „eðlilegur" eða „góður“. Verslanir eru með frjálsa verð- lagningu. Þær ákveða sjálfar hvað þær þurfa að fá til að geta rekið sig. Markaðurinn stjórnar því. Það sem er „eðlilegt" verðlag í einni verslun er mjög „óeðlilegt" verðlag í annarri. Er ekki það verð eðlilegt sem þú ert tilbúinn að greiða þegar þú ferð út í búð?“ NYR LUXUSJEPPI Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst þangað sem honum er ætlað að fara. Hann er byggður á traustum.grunni Suzuki Vitara, bara. enn betur utbúinn, breiðari og glæsilegri. Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði: fró 2.179.000 kr. ALLIR SUZUKI 8ÍLAR ERU ME0 2 ÓRYGGIS- LOFTPUÐUM. SUZUKI AFL OG ÖKYGGI SUZUKI FUllJg SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garöabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.