Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 6
V _ p p p t t» r ii n n - ! ,n 6 -FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMAL . • t Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: ■Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dacjur.is 460 6171CAKUREYRI) 651 6270 (REYKJAVlK) Aðeins falleg orð I fyrsta lagi I samþykkt Alþingis í byggðamálum fyrir árin 1994-1997 var mörkuð sú stefna að auka ætti starfsemi opinberra stofnana á landsbyggðinni en draga úr henni að sama skapi á höfuðborg- arsvæðinu. Nú er ljóst að framkvæmdin varð þveröfug. A þessu árabili fækkaði ríkisstarfsmönnum um rúma þrjá tugi á landsbyggðinni, en þeim fjölgaði á sama tíma um hátt í fimm hundruð í höfuðborginni. Af tíu milljarða raunhækkun ríkisút- gjalda komst aðeins einn milljarður út á land. Hjá stjórnvöld- um hefur þannig enn einu sinni reynst mikil gjá á milli orða og athafna í byggðamálum. 1 öðru lagi Það kom greinilega fram í úttekt Dags í gær að þessi slaka framkvæmd byggðaáætlunar fyrir árin 1994-1997 er ekki und- antekning heldur reglan. Alþingismenn samþykkja fallegar yf- irlýsingar um aðgerðir í byggðamálum, en framkvæmdavaldið grípur ekki til nauðsynlegra ráðstafana til að fylgja þeim eftir. Það heyrir þannig til undantekninga að nýjar opinberar stofn- anir eða deildir séu settar niður úti á landi. Embættismanna- kerfi ríkisins hefur komið sér afar vel fyrir í höfuðborginni. Það ræður vafalaust miklu um að almennt er fylgt þeirri meg- inreglu að ný opinber starfsemi eigi að vera í Reykjavík en ekki í öðrum landshlutum. Frá þessu eru ánægjulegar undantekn- ingar, en meginreglan er öllum ljós. í þriöja lagi Að sjálfsögðu munu aðgerðir ríkisvaldsins einar og sér ekki megna að stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni, en þær varða samt veginn og gefa atvinnulífinu tóninn. I þessari dapurlegu þróun felast því afar slæm skilaboð. Það er einnig mjög alvar- legur álitshnekkir fyrir þjóðþingið þegar þingmenn verða svo rækilega uppvísir að þvf að ekkert er að marka þær stefnuyfir- lýsingar sem frá þeim koma. Alþingi hefur bæði löggjafar- og fjárveitingavaldið og ber því skylda til að tryggja - með fjárveit- ingum og lagasetningu - að stefna þess sé framkvæmd. Elías Snæland Jónsson HreinleiM sálar- innar Garri ætlar að taka aftur yfir- lýsingar sem hann gaf á dög- unum um að Kvennalistinn væri eina íslenska stjórnmála- aflið sem gengur fram í ís- lenskum stjórnmálum hreinn og óspjallaður. Garri komst að þessari niðurstöðu eftir að Guðný Guðbjörnsdóttir hafði upplýst þjóðina um að kvenna- listakonur hefðu iðrast þess að kjósa ekki sitjandi þingkonu, þ.e.a.s. Guðnýju sjálfa og þar sem iðrun væri for- senda hreinleika sálarinnar væri Kvennalistinn með hreina sál. Nú hefur hins vegar komið í ljós að það eru fleiri stjórnmálaöfl sem kunna að iðrast og hljóta því að flokk- ast til þess hóps sem skartar hrein- Ieika í sálinni. Svartfríður Jónasdóttir. Norðurlandi innilega þessa Rhefs Samtylkingin a eystra iðrast dagana. Þar var einmitt drýgð sú erfðasynd að kjósa ekki sitj- andi þingmann í prófkjöri. Nú var það Svanfríður Jónasdóttir, sem menn syndguðu gegn og standa því uppi með Sigbjörn Gunnarsson í 1. sætinu - krata af ætt Steindórs frá Hlöðum - sem auðvitað er erfitt mál fyr- ir marga. Enda þótt Svanfríður hafí ekki tjáð sig með jafn skel- eggum hætti og Guðný gerði á sínum tíma er ljóst að sam- fylkingarmenn á Norðurlandi eystra skammast sín. Þeir skammast sín ekkert síður en kvennalistakonur gerðu. Iðr- unin er komin norður og Garri fær ekki betur séð en menn séu á fullu við að reyna að bæta fyrir syndir sínar. Menn vilja - með hreinleika í sálinni - ógilda prófkjörið. Útbreiðsla fagn- aðarerindis En það virðist fara í þessu eins og svo oft áður þegar fagnað- arerindið er predikað. Menn taka við sér og boðskapurinn berst á milli manna. Nú heyrir Garri að menn séu að frelsast um víð- an völl stjórnmál- anna. Þannig eru framsóknarmenn á Akureyri allir að vakna til lífsins í iðrun yfir því að hafa ekki kosið bæj- arstjórann sinn í prófkjörinu. Þeir skammast sín og eru sumir hverjir farnir að gæla við að breyta niðurstöðu prófkjörsins. Eins er það með DV áskrifendur, þann stórpólitíska hóp. Garri hefur frétt að þar sé mikil iðrun í gangi yfir því að hafa ekki tek- ið þátt í prófkjörinu í Reykja- vík til að styðja fyrrum rit- stjóra, Ossur Skarphéðinsson. Sjálfstæðiskonur á Reykjanesi eru líka á bömmer yfír því að hafa kosið Árna Matt en ekki Sigríði Önnu. Garra þykir ein- sýnt að þegar loksins kemur að kosningum verði allt vaðandi í iðrandi stjórnmálaframboð- um. Og þá muni hreinleiki sál- arinnar ríkja á Alþingi. GARRI Áfallahjálp og meðferðarúrræði eru af skornum skammti miðað við þörfína sem slysfarir og fíkn valda. Það er til að mynda full ástæða til að veita fallkandidöt- um í prófkjörum áfallahjálp þeg- ar í stað eftir að Ijóst er að kjós- endur hafa svikið þá hrapallega og klækir girðinga- og hólfa- smiða ganga ekki upp. Afneitun- in og geðsveiflurnar sem þetta veldur benda til að það sé helst á færi áfallasérfræðinga að fást við meinsemdina. Fjárlaganend ætti ekki að verða skotaskuld úr því að veita nokkra milljónatugi til að koma á ró og jafnvægi hugans innan stjórnmálaflokka á erfið- um umbrotatímum. Þeir fjár- munir munu skila sér margfalt aftur með skilvirkari vinnubrögð- um þeirra sem við stjórnmál fást. Svo er líka athugandi hvort ekki er eðlilegt að skilgreina stjórnmálaþátttöku sem fíkn og er þá hægt að taka þá sem verst Afallahjálp og endurhæfing eru haldnir í meðferð eins og aðra fíkla. Nú er farið að taka kynlífs- og barsmíðafíkla í með- ferð og reynt að koma þeim í skilning um siðlega umgengni við annað fólk, jafn- vel sína nánustu, sem margir líta á sem hentugustu fórnar- lömbin. í stofnanasloppum Þá er farið að þjarma svo illilega að tóbaks- fíklum að jafna má við ofsóknir, en með- ferðarúrræði eru einnig tiltæk. Nú verða brenni- vínsfíklar að láta í minni pokann fyrir öðrum vímuefnafíklum, sem taka drjúgt pláss á meðferð- arstofnunum, sem eru fáar, fá- tækar og smáar miðað við þörf. Þá hefur SÁÁ, Háskóla íslands og Rauða krossinum tekist að þróa spilafíkn með þeim glæsi- lega árangri, að alkóhólistum og eiturlyfjasjúklingum er að verða ofaukið á Vogi, þar sem spilafífl- um fjölgar þar jafnt og þétt og eru færð í stofnanaslopp og fá tilsögn í því hvernig á að hætta að styrkja Rauða krossinn ög Háskólann og hætta að leggja aleiguna í spilakassa þessara þjóðþrifafyrirtækja. Það er bót í máli að spilafíflin eru búin að borga með- ferðina fyrirfram, því SÁA er meðeigandi að spilakössunum sem heilsu- leysinu valda. Metgróði og gjaldþrot Faraldur spilafíknarinnar eykst í takt við umfang og stórgróða fjármagnsfyrirtækjanna. Þau auglýsa metgróða í hverju upp- gjörinu af öðru og á Alþingi er sýnt fram á samtímis því að eig- endurnir sem einoka spilakass- ana græða á annan milljarð, fjölgar þeim gjaldþrota vesaling- um sem leita á náðir SÁA til að láta kveða niður í sér græðgina og vonina um skyndigróða í spilakössum fyrirtækisins. Áföllin sem fallkandídatar prófkjöranna verða fyrir eru mis- jafnlega alvarleg. Sumir geta drukkið brennivín án þess að verða fáránlegir alkar og margir geta svo prýðilega tekið þátt í stjórnmálabaráttu án þess að verða að vitfirringum. Það er jafnvel til fólk sem getur stungið pening í spilakassa án þess að glopra niður aleigunni og splundra fjölskyldum. En allur er varinn góður og því væri oft hægt að fyrirbyggja pólitísk stórslys með áfallahjálp sem þá þarf að berast í tæka tíð. svairaö Væri skynsamlegt að breyta lista Samfylking- arinnar á Norikirlandi eystra? Hanna Dóra Markúsdóttir kennari á Akureyri. „Sigbjörn Gunnarsson er einn sá heiðarlegasti maður sem ég þekki og það er þannig menn sem við þurfum að fá í forystu. Málið er ekkert flókn- ara og ég veit alveg hvað hann getur. Sú kenning að hann hafi ekki burði til þess að Ieiða list- ann er alls ekki rétt, að mínu mati.“ Heimir Már Pétursson liðsmaðurSamfylkingarinnar. „Prófkjör er í sjálfu sér ekk- ert annað en stór skoðana- könnun um það hvernig á að skipa framboðs- Iista. Það er Ijóst að nánast enginn munur er á fylgi eina sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra og Sigbjörns Gunn- arssonar. Þess vegna er eðliegt að kjördæmisráð A-flokkanna skoði málið vandlega og meti hvað kemur best út fyrir Sam- fylkinguna í heild. I því sam- bandi þarf að skoða hvað er lík- legast til að mynda hámarks samstöðu inn á við og hvað er Iíklegast til árangurs í baráttunni við Framsóknarflokk, Sjálfstæð- isflokk og „Rauðgrana" í kosn- ingabaráttunni framundan. Þar hljóta heildarhagsmunir að ráða umfram einstaklingshagsmuni." GísH Bragi Hjartarson Akureyri. „Ef menn eru eitthvað óá- nægðir með þennan lista þá verður bara að ræða málið. Það verður ekki leyst í fjöl- miðlum. Jú, ég hef alveg mínar skoðanir á þessu máli en ég ætla ekkert að fara að melda þær í fjölmiðlum.“ Öm Steinarsson „Það væri mjög óskyn- samlegt, Sig- björn Gunn- arsson kom út úr þessu prófkjöri sem sigurvegari og um það þarf ekki að deila. Þar með hlýtur meirihlutinn líka að óska eftir því að hann leiði lista Samfylk- ingarinnar í kjördæminu og það eru orð þeirra sem töpuðu að Sigbjörn sé ekki maðurinn sem sé bestur til að vera í forystunni." Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.