Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 10
10 -FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 ro^a- SM A AUGLYSING AR Óskast keypt_____________________ Oska eftir að kaupa notað píanó á Akur- eyri eða i nærsveitum. Staðgreiðsla. Upplýsingar gefur Birgir í síma 460 6113, 461 3777 og 898 3300. Skattframtal__________________________ Bókhalds- og framtalsaðstoð fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Athugið að mögulegt er að senda nauðsyn- leg gögn í pósti. Saga viðskiptaþjónustan ehf. Kaldbaksgata 2, 600 Akureyri. Símar 462-6721, 899-1006. Heimasíða: est.is/~saga Fundir________________________________ Guðspekifélagið á Akureyri, Glerárgötu 32. Fundur verður haldinn í Guðspekifélaginu á Akureyri sunnudaginn 21. febrúar kl. 15. Lesinn kafli úr Secrete doctrine eftir H.P. Blavatsky, í þýðingu Karls Sigurðssonar. Áhugafólk velkomið. Stjórnin. Húsnæði Guðspekifélagsins er að Glerár- götu 32, fjórðu hæð. Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstudagskvöldum kl. 20:30. Á mánudögum kl. 18:00 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin. Kirkjustarf________________________ Svalbarðskirkja. Laugardagur 20. febrúar. Kirkjuskóli kl. 11:00. Sunnudagur21. febrúar. Kyrrðar- og.bæna- stund kl. 21:00. Akureyrarkirkja. Sunnudagur 21. febrúar. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Sungnir söngvar frá Taize. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Svavar A. Jónsson leiða stundina. Sunnu- dagaskólabörn og foreldrar þeirra sérstak- lega hvött til að koma. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17:00. Mánudagur 22. febrúar. Biblíulestur í Safn- aðarheimilinu kl. 20:30 í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar. Laufáskirkja. Sunnudagur 21. febrúar. Guðsþjónusta i Laufáskirkjukl. 14:00. Ræðuefni: Erum við andlega blönk? Sérstaklega talað til barn- anna. Fermingarfræðsla á prestssetrinu kl. 11:00. Grenivíkurkirkja. Laugardagur 20. febrúar. Kirkjuskóli kl. 13:30. Grenilundur. Sunnudagur 21. febrúar. Guðsþjónusta kl. 16:00. Hvítasunnukirkjan, Akureyri. Laugardagur 20. febrúar. Bænastund kl. 20:00. Sunnudagur 21. febrúar. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Bibliukennsla fyrir alla aldurshópa. Ester Jakobsen og Vörður Levi Traustason sjá um kennsluna. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12:30. Vakningasamkoma kl. 16:30. Ester og Vörð- ur predika. Mikill og lífiegur söngur. Fyrir- bæn. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Allir eru velkomnir. Laugalandsprestakall. Sunnudagur 21. febrúar. Guðsþjónusta á Hólum kl. 11:00. Guðsþjónusta í Munkaþverárkirkju kl. 13:30. Guðsþjónusta á Kristnesspítala kl. 15:00. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát o<; útför bróður míns, JÓNS R. KÁRASONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks P-deildar og L-deildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fyrir góða umönnun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. f.h. vandamanna, Rósamunda Káradóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Gemlufalli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, miðvikudaginn 17. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Eiríksson, Guðrún Larsen, Jón Eiríksson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Hildur Eiríksdóttir, Hreggviður Heiðarsson, Ágústa Eiríksdóttir, Snorri Björn Sigurðsson, Jónína Eiríksdóttir, Guðlaugur Óskarsson, Magnús Eiríksson, Ástþóra Kristinsdóttir, Guðmundur Eiríksson, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Ásmundur Eiríksson, Aldís Eiríksdóttir, Jón Kristleifsson, Ingveldur Eiríksdóttir, Páll Skaftason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON Víðilundi 24, Akureyri er andaðist að heimili sínu laugardaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Dalvík- urkirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Sigrún Guðbrandsdóttir, Haukur Haraldsson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Karlotta Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ERLENDAR FRÉTTIR Öcalan kærir til Maunréttmdadóms Hópur Kúrda sést héryfirgefa MannréttindadómstóHnn í Strasborg í gær eftir að hafa verið þar með mótmælaaðgerðir. 10.000 tyrkneskir hermenn halda uppi árásum á kúrdiska að- skiluaðarsiuua í Norð- ur-írak. Abdullah Öcalan, leiðtogi Kúrdfska verkamannaflokksins sem handtekinn var í Kenía í vik- unni, hefur lagt fram kæru á hendur tyrkneskum stjórnvöld- um hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strasborg. Segir hann tyrknesk stjórnvöld hafa brotið gegn alþjóðasamningi sem bann- ar pyntingar, og sömuleiðis hafi verið brotið á rétti sínum til frels- is og til sanngjarnra réttarhalda. Yfirheyrslur yfir Öcalan eru þegar hafnar, en hann er hafður í haldi á eyjunni Imrali í Marm- arahafinu skammt fyrir utan Ist- anbul, og eiga réttarhöldin að fara fram þar í fangelsinu. Tyrk- nesk stjórnvöld hafa birt myndir af Öcalan, bæði um borð í flug- vélinni frá Kenía og í fangelsinu á Imrali, og er ekki á þeim mynd- um að sjá að honum hafi verið gert mein f haldinu. Tyrkneski herinn staðfesti í gær fréttir um að árásir hafi ver- ið gerðar á kúrdíska aðskilnaðar- sinna í fjallahéruðum Norður- Iraks eftir að Öcalan var hand- tekinn. Fjölmiðlar halda því fram að um 10.000 hermenn taki þátt f árásunum og auk herliðs á jörðu niðri séu bæði orustuþotur og þyrlur notaðar í þessum hern- aðaraðgerðum. Sprengjum hefur verið varpað á bækistöðvar Kúrdíska verkalýðsflokksins, sem haldið hefur uppi vopnaðri bar- áttu fyrir sjálfstæði Kúrdistans um áratuga skeið. Þrír ráðherrar í grísku ríkis- stjórninni sögðu af sér í gær að beiðni forsætisráðherrans vegna handtöku Öcalans. Öcalan naut griða í gríska sendiráðinu í Kenía þegar hann var lokkaður út og síðan handsamaður af tyrknesku leyniþjónustunni. Samtök Öcalans, sem nefnast Kúrdíski verkamannaflokkurinn (PKK), tilkynntu í gær að Osm- an, bróðir Öcalans, hafi verið valinn formaður samtakanna. Liðsmenn samtakanna hafa margir sagt að enginn geti í raun komið í stað Öcalans, þar sem hann njóti stuðnings langt út fyr- ir raðir samtakanna. Liðsmenn samtakanna hafa sakað bæði þýsk stjórnvöld og Evrópusambandið um að hafa illilega brugðist Kúrdum með heigulshætti sínum þegar Öcaf- an var í haldi á Italíu. Þjóðverjar hafi hafnað tækifæri til að fá Öcalan fyrir rétt í Þýskalandi, þar sem nokkuð hefði mátt treysta því að réttarhöldin yrðu sanngjörn. Sömuleiðis hafi Evr- ópusambandið ekki staðið við loforð sín um að finna lausn á máli Öcalans. Réttarhöld yfir Öcalan í Tyrklandi væru sá versti kostur sem til væri í stöðunni, enda erfitt að trúa því að Tyrkir geti verið hlutlausir í málinu. Tyrkir hafa hins vegar margir hverjir Iitið á handtöku Öcalans sem ótvíræðan sigur í baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda. Nú sé aðeins eftir lokahnykkur- inn til að bijóta samtökin endan- lega á bak aftur. -GB ÖKUKEHHSLR Kenni á Subaru Legacy. Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn. Hjálpa til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Borgartún 33, breyting á skipulagi í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Borgartún 33. í breytingunni felst að lóðinni er skipt í þrjár einingar og tilfærsla verður á byggingarreitum. Einnig breytist aðkoma að lóðinni. Tillagan er til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 19. febrúar til 19. mars 1999. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 9. apríl 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Fundarboð Aðalfundur Funa verð- ur haldinn á Melgerðis- melum, föstudaginn 26. febrúar kl. 21:00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundar- störf. • Kaffiveitingar. Stjórnin. www visir is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.