Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 9
 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 - 9 ningar kurevri lutverkinu sem háskólasjúkrahús að sögn smeykir við að fara út á land og að þeir skilji að það sé ýmislegt fleira en tæknin sem skiptir máli. Endurmenntim Aðstoðarlandlæknir segir hug- myndina þá að hægt verði að veita fræðslu til lækna á landsbyggðinni frá Háskólanum á Akureyri og þannig hefði hann bæði hlutverk sem framhaldsmenntunarstofnun fyrir lækna og eins endurmennt- unarstofnun. Þannig yrði dregið úr hættunni á þvi að læknar „brenni út“ og einnig geti það ver- ið liður í að draga úr læknaskorti á landsbyggðinni. Samvinna yrði milli Háskólans og heilsugæslu- stöðva á Eyjafjarðarsvæðinu auk Heilbrigðisstofnunar Austurlands að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri ógleymdu sem gæti orðið mið- stöð fjarlækninga. „FSA er ætluð viss forysta og það á að fá viðurkenningu sem há- skólasjúkrahús en það er vara- sjúkrahús fyrir landið. Á næstunni mun læknirinn á Seyðisfirði geta fylgst með fræðslufundum á Landspítalanum og tekið þátt í þeim og innan tíðar verður það hægt mun víðar. Einnig getur læknirinn á Seyðisfirði verið t.d. með ófríska konu í sónar og skoð- að hana með sérfræðingi í Reykja- vík og rætt við hann um meðferð- ina. Eg held að landsbyggðarlækn- ingar geti orðið meira spennandi í framtíðinni og meira ögrandi fyrir unga lækna að spreyta sig á,“ seg- ir Matthías Halldórsson. Aðstoðarlandlæknir segir áhuga á heimilislækningum nú vera í lít- inn en að sama skapi áhuga fyrir hátæknilækningum mikinn. Helmingur læknanema er nú kon- ur en hvort það skýri áhugaleysið skal ósagt látið en einnig kann nám maka og skortur á starfi fyrir hann að vera skýring og auk þess viss hræðsla við að staðna í starf- inu. Kennt í „blokkum“ Elsa Friðfinnsdóttir, forstöðumað- ur heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, segir að ef kennsla í landsbyggðarlækningum kæmi til Akureyrar væri það mjög gott mál fyrir skólann þó vissulega verði hún ekki fjölmenn til að byrja með, en þeim mun mikilvægari fyrir heilbrigðisþjónustu á svæð- inu. „Fulltrúar frá Heilbrigðisstofn- un Austurlands voru hér með okk- ur til að kynna sér málið og við verðum með fund með Isfirðing- um á föstudag og því verða það Norðlendingar, Austfirðingar og Vestfirðingar sem fyrst um sinn verða inni í pakkanum. Hugmynd- in er að þetta verði kennt í „blokk- um“ þannig að Iæknar komi hing- að í bóklegt og verklegt nám í ein- hverjar vikur og síðan í gegnum fjarfundabúnaðinn. Þetta verður því sambland af hefðbundinni við- veru í verklegri þjálfun og bók- námi,“ segir Elsa. Þjálfun lyiir lækna Námið yrði þjálfun fyrir lækna sem vilja starfa úti á landsbyggð- inni, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga sem eru búnir að Ijúka framhaldsnámi í heimilis- lækningum eða unglækna sem vilja eftir grunnnám vinna úti á Iandi og geta þá notað landsbyggð- arlæknanámið sem fyrsta skrefið í fullgilt heimilislæknanám erlend- is. Hér er því alls ekki verið að tala um hefðbundið heimilislækna- nám. „Samfara þessu þyrftum við að fá inn fleiri vel menntaða starfs- menn sem einnig nýttist í hjúkr- unarfræði- og iðjuþjálfunarnám- inu sem yrði stuðningur við há- skólanámið hér almennt. Þeir ein- staklingar sem kæmu inn í þetta nám yrðu flestir færir um að stunda rannsóknir sem og þeir nemendur sem hingað koma og þannig yrði opnað fyrir enn frekara rannsóknarsamstarf. Möguleikarnir eru því nær óþijót- andi ef rétt er á spilum haldið,“ segir Elsa Friðfinnsdóttir. FRÉTTIR Vífilfell verður afminnst 99 milljónum króna eftir dóm Hæstaréttar. Vífílfell tapaði skattainálunum Vífílfell - Kók á ís- landi - krafðist þess að fá um 100 milljóna króna bætur þar sem fyrirtækið fékk ekki skattalegt hagræði af þvi að kaupa tap Gamla Alafoss og NT. Meirihluti Hæstarétt- ar var á öðru máli. Meirihluti dómara Hæstaréttar hefur staðfest dóm meirihluta fjölskipaðs Héraðsdóms Reykja- \akur, sem sýknaði bæði Fram- kvæmdasjóð og Framsóknar- flokkinn af tugmilljóna króna kröfum Vífilfells (Kók á íslandi) í skuldamálinu, sem spannst út frá þvf að Vífilfell keypti Gamla- Alafoss og Farg (dagblaðið NT) í þvf skyni að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Vífilfell verður því af minnst 99 milljónum króna. Guðrún Erlendsdóttir skilaði þó séráliti og taldi að Vífilfell ætti rétt á endurgreiðslu. Framsóknarflokkurinn seldi Vífilfelli hlutabréfin í Fargi hf. (NT) á 100 milljónir króna árið 1988 og sama dag keypti Vífilfell Gamla-Álafoss af Framkvæmda- sjóði fyrir 133 milljónir króna. I báðum tilfellum kom fram að forsenda fyrir kaupunum væri að skattalegur tapsfrádráttur nýttist og að til endurgreiðslu myndi koma ef eitthvað kæmi í veg fyrir þá nýtingu. Dómarar ekki sanunála Dómararnir Sigurður T. Magn- ússon og Hjördís Hákonardóttir í undirrétti komust að þeirri nið- urstöðu að samningsaðilarnir máttu vita að brugðið gæti til beggja vona um nýtingu tapsfrá- dráttarins. Þau höfðu hliðsjón af því að Vífilfell myndi hagnast af því að kaupa tapið og því hvorki sanngjarnt né eðlilegt að Fram- kvæmdasjóður og Framsóknar- flokkur bæri alla áhættuna af því að samruni hlutafélaganna stæð- ist skattareglur. Þau sýknuðu þvf sjóðinn og flokkinn, en meðdóm- arinn Eggert Oskarsson skilaði séráliti og komst að öndverðri niðurstöðu, eins og Guðrún Er- lendsdóttir í Hæstarétti. Eigendur Vífilfells keyptu allt hlutafé í hlutafélögunum, sem voru eignalaus og höfðu ekki neinn rekstur með höndum. Voru félögin sameinuð Vífilfelli í þeim tilgangi einum að nýta upp- safnað tap á móti hagnaði Vífil- fells váð álagningu skatta. Skatt- yfirvöld höfnuðu því að taka tillit til sameiningarinnar við álagn- ingu skatta og var réttmæti þeirr- ar ákvörðunar staðfest með dómi. Reis ágreiningur um hvort kaupandi gæti rift samningnum vegna þessa. I samningi aðila var kveðið á um að það væri forsenda kaup- enda fyrir kaupunum að skatta- legur tapsfrádráttur nýttist þeim og að ef þetta skattalega hagræði nýttist ekki vegna breytinga á skattareglum skyldu seljendur endurgreiða kaupendum kaup- verðið. Þóttu kaupendurnir þó hafa sætt sig við að endur- greiðslufyrirvarinn væri takmark- aður og ættu þeir því ekki kröfu á seljendurna, enda væru ákvarð- anir skattyfirvalda ekki byggðar á breytingum á skattareglum og skattaframkvæmd. — FÞG Sýknaður af samfor- um vlð 13 ára stúlku Hæstiréttur hefur sýknað liðlega tvítugan mann af ákæru um að hafa haft holdlegt samræði við 13 ára stúlku aðfaranótt sunnu- dagsins 20. júlí 1997 á tjaldstæði í landi Bíldudals. Hæstiréttur taldi að honum hafi ekki verið eða mátt vera kunnugt að stúlk- an væri yngri en 14 ára, sýknaði manninn og vísaði miskabóta- kröfu frá. I málinu kom fram að stúlkan hafði mök við þrjá menn þessa nótt. 45 daga fangelsis- dómi undirréttar gegn einum þeirra var ekki áfrýjað, enda vissi sá um aldur stúlkunnar. Osannað þótti, gegn eindreg- inni neitun hins sýknaða, að hann hafi vitað eða mátt v'ita að stúlkan væri aðeins 13 ára. Var það ekki metið honum til gáleys- is að hafa ekki gengið úr skugga um aldur stúlkunnar áður en at- lot þeirra hófust, en fram kemur að stúlkan er mjög fullorðinsleg. Vitnum bar öilum saman um að hún hafi litið út fyrir að vera eldri en hún var. Einnig er vísað í vottorð sálfræðings, sem stúlk- an kom í viðtal til, og þar segir að hún hafi verið „fullorðinsleg í út- iiti, bráðger og fhugul.“ Stúlkan var að eigin sögn 174 cm á hæð. Hún var í hópi vina sinna og fé- laga, sem voru eldri en hún, á aidrinum 14 til 18 ára, og enginn undir 14 ára aldri nema hún. Hún tók þátt í gleðskap og neytti áfengis eins og aðrir og var í tjaldi með félögum sínum. Engir fullorðnir höfðu eftirlit á tjald- svæðinu um kvöldið. Akærði, sem þá var 20 ára að aldri, kom á svæðið um kvöldið og hitti þessa unglinga, þar á meðal stúlkuna. Hann tók þátt í gleðskapnum og sá til hennar þar sem hún var með öðrum piltum um kvöldið. Þau höfðu ekki hist áður, en hann þekkti lítillega til föður hennar. Þar kom að þau lögðust saman í tjaldi hennar um nóttina, þar sem aðrir lágu einnig. Sam- förum þeirra lauk með þvf að vin- konur hennar skárust í leikinn og ein þeirra hrópaði að ákærða ókvæðisorðum. Hæstiréttur snýr þarna við dómi undirréttar, sem dæmdi manninn í tveggja mánaða fang- elsi og til að greiða stúlkunni 250 þúsund króna bætur, en farið var fram á 800 þúsund krónur. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.