Dagur - 27.02.1999, Side 1

Dagur - 27.02.1999, Side 1
Laugardagur 27. febrúar - 8. tölublað 1999 - ■ ■ \m m\ Ðagleg ánægja I mUljóna manna um allan heim myja V ■ Byggingin með bogadregnu framhliðinni er hið upprunalega Nýja bíó. Skrifstofubyggingunni til vinstri var bætt við síðar. mynd: g.v.a. Upphaf og hnui • i Bjarni Jónsson frá Galtafelli var einn af athafnaskáldum fyrri hluta aldarinnar, sem breyttu Reykjavík úr fátæklegum bæ í borg. Hann var bróðir Einars myndhöggvara og voru þeir Hkir að listfengi og áræði. Báðir hleyptu þeir heimadraganum og fóru til náms í Kaupmannahöfn. Bjarni lærði smíðar og tré- skurð. Bjarni stofnaði Gamla kompaníið, þar sem vönduð hús- gögn voru smtðuð og þegar hann lét byggja yfir Nýja bíó, var það gert af menningarlegri smekkvísi. Galtafell við Laufásveg er enn í dag eitt veglegasta íbúðarhús landsins og ber stórhug og smekk Bjarna gott vitni. Þegar húsin sem kennd voru við Nýja bíó við Lækj- argötu og Austurstræti brunnu á síðasta ári, hafði slökkviliðsmaður á orði að ógerningur væri að rata um bygginguna, eða átta sig á leiðslum eða burðar- virkjum, vegna þess að í raun væru um mörg sam- byggð hús að ræða. I gegnum tíðina var búið að bæta við og breyta og klastra svo að úr var orðinn óskapnaður sem í raun var ekki annað en þakklát- ur eldsmatur. En Nýja bíó var ekki ætíð þannig, síður en svo. Þegar það var byggt 1919 reis þarna falleg bygging í jugendstíl, sem bar vitni um menningarlegan metnað húsbyggjenda, sem síðar hvarf úr þjóðlíf- inu. Kvikmyndasalurinn var á miðhæð, í kjallara glæsílegt veitingahús og uppi á lofti ljósmyndaði Loftur heilu kynslóðir Islendinga. Síðar var kumbaldarisa tyllt framan við bygging- una við Lækjargötu og Haraldarbúð breytt í alls kyns gargön og pylsuskúr með viðeigandi hreinlæti stofnsettur í innganginn frá Austurstræti. Stílleys- ur tóku við af arkitektúr Finns Thorlacíusar húsa- smíðameistara, sem teiknaði húsið upphaflega. Allt hvarf þetta góðu heilli í brunanum í fyrra og er nú búið að ryðja rústunum á brott. A grunninum mun rísa ný bygging með nýjum hlutverkum og vonandi verður hún eins uppbyggileg í miðkjarna höfuðborgarinnar og Nýja bíó var á sínum tíma. A næstu síðu er sögð byggingarsaga Nýja bíós og skýrt frá þeim mörgu hlutverkum sem húsin hafa gegnt allt frá því að metnaðarfullir menningar- menn reistu fagra byggingu sem var þeim og borg- inni til sóma, þar til kumbaldarnir brunnu ofan af sjoppum og eiturmettuðum skrílsamkomum, sem lítil eftirsjón er af.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.