Dagur - 27.02.1999, Side 6

Dagur - 27.02.1999, Side 6
VI-LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Thyptr MINNINGARGREINAR L J Kristfn Jónsdóttir Guðrún Bjarnadóttir eða Gunna Bjarna, einsog hún var oftast kölluð meðal ættingja og vina, var yngst af fjórum systkinum. Þessi systkini, sem nú eru öll lát- in, Kristján, Bubba, Magga og Gunna, voru í nánum tengslum við Qölskyldu mína svo lengi sem ég man eftir, og ég á Ijúfar minn- ingar um þau öll. Amma mín, Guðbjörg Bjarna- dóttir, var afasystir þeirra, en það voru forlögin, sagði hún amma mín, sem sáu til þess að hún kynntist þessu frændfólki sínu. Oft sagði hún söguna af því þeg- ar hún hitti Benedikt hálfbróður sinn, afa systkinanna, í fyrsta sinn. Amma mín, sem átti tvö al- systkini og ellefu hálfsystkini, ólst upp hjá frændfólki sínu í annarri sveit og þekkti ekkert systkina sinna. Þá var það dag einn snemma á þriðja áratugnum að amma, sem þá var löngu orð- in ekkja og nýflutt til Akureyrar, rakst þar á mann sem henni var sagt að byggi yfir í Kaupangs- sveit, og flaug henni þá í hug að spyija þennan mann um Bene- dikt hálfbróður sinn, en hún var búin að frétta að hann byggi hjá Bjarna syni sínum og Snjólaugu konu hans á Leifsstöðum í Kaupangssveit. „Þekkir þú Benedikt á Leifs- stöðum?“ spurði amma. „Já,“ svaraði maðurinn, „ég þekki hann.“ Amma mín sagði þá hver hún væri og hversvegna hún væri að spyrja um Benedikt, hann væri bróðir hennar, en þau hefðu aldrei sést. „Já, það er nú það,“ sagði bóndinn með hægð, „ég er Bene- dikt á Leifsstöðum." „Þá erum við systkini," sagði amma. „Svo mun vera,“ sagði Bene- dikt. Þannig hófust kynnin milli fjölskyldna okkar Gunnu, og hafi forlögin verið þar að verki, einsog amma mín trúði, þá voru forlög- in henni og okkur afkomendum hennar sannarlega hliðholl á þeirra stundu. Foreldrar Gunnu, þau Bjarni og Snjólaug, og sfðar börnin þeirra (jögur áttu eftir að reynast ömmu einstaklega vel og á efri árum hennar má segja að hjá þeim systkinunum hafi hún átt sitt annað heimili, þegar svo bar undir. Fyrst þegar ég man eftir Gunnu bjó hún ásamt móður sinni á heimili Bubbu systur sinnar og Stefáns Reykjalín, sem þá voru nýlega gift. Gunna var þá að læra tannsmíði, en hún var ein fyrsta íslenska konan sem lagði stund á þá grein og starfaði hún við tannsmíði um árabil. Frá fyrstu tíð var Gunna mér einkar góð og hlýleg, og man ég hvað mér fannst alltaf gaman að koma inn í litla herbergið hennar í Floltagötu 7, þar sem allt var svo smekklegt og fallegt. Hún var líka rauðhærð einsog ég, og það vakti samkennd mína, því það var ekkert gaman að vera rauðhærð- ur á þeim árum. Margan greiða gerði hún mér þegar ég var í skóla á Akureyri á unglingsárum mínum og var svo heppin að vera kostgangari hjá Bubbu og Stef- áni. Svo liðu árin, og þegar ég kom heim eftir nokkurra ára dvöl í út- löndum var Gunna gift Arna Jónssyni amtsbókaverði og þau búin að eignast tvö indæl börn, Maríu og Bjarna. Þá var gaman að koma á heimili þeirra á Gils- bakkaveginum og kynnast Arna, sem var svo Ijúfur og skemmti- Iegur. Arni Iést Iangt um aldur fram og var það mikið áfall fyrir Gunnu og börnin. Gunna fluttist í minni íbúð og fór að vinna á Amtsbókasafninu. A þessum árum dvaldist ég með Ijölskyldu minni á Akureyri á hverju sumri, og það var fastur liður hjá okkur að fara út á bókasafn til að hitta Gunnu fljótt eftir að við komum í bæinn, og alltaf var jafn nota- legt að sjá hana á sínum stað við afgreiðsluborðið, brosandi og al- úðlega. Gunna var hlédræg og tranaði sér ekki fram, hæg í framkomu, jafnvel dálítið feimnisleg, en bros hennar fallegt og heillandi. Hóg- værð var henni í blóð borin, og kemur upp í huga minn að oft sagði hún við mig og fjölskyldu mína, þegar hún var að aka okk- ur um allar trissur á litla bílnum sínum, að hún væri nú ekki góð- ur bílstjóri. En Gunna var ein- mitt góður bílstjóri, gætin og til- litssöm í umferðinni. Þannig vandaði hún allt sem hún tók sér fyrir hendur. Utsaumaðir munir, sem prýddu heimili hennar, báru vott um prýðisgott handbragð, en líka fágaðan smekk og næmi fyr- ir litum. Einhverntíma sagði ég við hana að hún hefði listræna hæfileika, og þá brosti hún og fannst að ég hefði sagt mikla fjar- stæðu. Síðustu árin fór heilsu Gunnu hnignandi, alltaf bar hún sig þó vel, en svo fór að lokum að hún gat ekki Iengur séð um sig sjálf í íbúðinni sinni í Vfðilundi, og varð að flytjast á Dvalarheimilið Hlíð. Þegar ég sagði dóttur minni að Gunna væri komin í Hlíð varð henni að orði: „Eg á erfitt með að sjá Gunnu fyrir mér innan um gamalt fólk, í mínum huga verð- ur Gunna aldrei gömul.“ Þessi orð rifjast upp fyrir mér nú við andlát Gunnu. Gunna var í raun- inni aldrei gömul þó að hún kæmist yfir áttrætt og líkamleg heilsa væri farin að gefa sig. I út- liti hélt hún sér ótrúlega vel; grönn og beinvaxin og létt á fæti, rauðgullna hárið var að vísu löngu orðið snjóhvítt, en það var þykkt og fór henni vel. Og mál- rómurinn var alltaf hinn sami, þýður og unglegur. Ævi Gunnu var Iöng og farsæl. Eg, sem er ein af þeim mörgu sem hlutu ríkulegan skerf af tryg- gð hennar og vináttu, minnist hennar með söknuði, og mikið er ég forsjóninni þakklát fyrir að hafa leitt hálfsystkinin tvö, ömmu mína og afa Gunnu, sam- an á Akureyri fyrir nær áttatíu árum. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Valdiniar Jóliaimssoii Föðuramma mfn botnaði ekkert í dálæti barnabarnanna á bókum Enid Blyton, en hún lét sig samt hafa það að arka yfir Klambra- túnið með stóðið í eftirdragi, að útgáfu Iðunnar, sem staðsett var í niðurgröfnum bílskúr við Snorra- braut. Þar sat þungbrýndur karl við skrifpúlt og seldi sígildar af- þreyingarbókmenntir á kostnað- arverði. Bækur Enid Blyton fjöll- uðu gjarnan um baráttu ósköp venjulegra krakkagríslinga við langa halarófu smáglæpamanna, sem aldrei virtist nokkur hörgull á, í afskekktum sveitaþorpum, ævintýraeyjum og skógum. Kjallaraholan, grunnurinn að veldi Iðunnar var vel í sveit sett, beint á móti Ríkinu, einni helstu áfengisverslun landsmanna. Þar áttu verstu byttur bæjarins alltof oft erindi. Amma Unnur gat haft nokkrar njósnir af ferðum eigin- mannsins í Ríkið eftir að honum hafði, samkvæmt læknisráði, ver- ið ráðið frá frekari áfengisneyslu. Hún átti sér hauk í horni, kunn- ingjann úr kennarastéttinni sem sat keikur við púltið, á besta út- sýnisstað landsmanna. Hann vissi Iengra en nef hans náði enda þaulvanur að vakta sveitunga sína úr Arnarneshreppi við Eyjafjörð, kófdrukkna í réttunum. Aratugum síðar rakst ég á gamla skrögginn, manninn henn- ar Iðunnar við kaffidrykkju í heimilislega eldhúsinu hennar á Bræðraborgarstígnum. Hann var samur við sig, enn sami spjallar- inn þó röddin væri orðin rámari og hreyfingarnar hægari. Talið barst fljótlega að ferðalagi hans til Líbanon áður en langvinn borgarastyijöld og innrás þriggja nágrannaríkja hafði lagt landið í rúst. Hann hafði farið þangað eft- ir fyrsta hjartaáfallið til að endur- heimta Iífsþróttinn. Beirút var eina borgin í heiminum sem gat boðið ferðalöngum upp á ylvolg sjóböð og skíðaferðir samdægurs. Honum var hlýtt til fyrrum gest- gjafa sinna við Miðjarðarhafið og vildi veg þeirra sem mestan. Yfir- gangur Israelsmanna gagnvart Palestínumönnum rann honum til rifja og þeirra þáttur í skipu- lögðum fjöldamorðum kristilegra falangista á Palestínumönnum í flóttamannabúðum í Líbanon fannst honum sárgrætilegur. Þegar gamli maðurinn tók að mæra útvarpsþátt sem undirrit- aður tók saman um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kjölfar vetr- arsetu á samyrkjubúi við Genes- aretvatn, sperrti ég upp eyrun. Það fór ekki á milli mála að hann var hrifinn af ungæðislegri rót- tækni minni, því um Ieið og ég tjáði honum að Ingibjörg Þor- bergs dagskrárstjóri RUV hefði veitt mér Ieyfi til að lýsa ferð um flóttamannabúðir Palestínu- manna þá bauð hann mér að halda samræðunum áfram inná forstjórakontór. Það rann upp fyrir mér næstu vikurnar hver var potturinn og pannan á bakvið blómlegan rekstur bókaútgáfu Ið- unnar. Valdimar Jóhannsson vel- gdi starfsliði sínu undir uggum svo um munaði þegar hann áttaðí sig á því að enginn hafði séð sóma sinn í að færa honum né fjölskyldu hans nokkur handrit mín til yfirlestrar. Þau fengu að velkjast ólesin í himinháum blaðastöflum. Við náðum sam- komulagi um útgáfu annarrar skáldsögu minnar „Á bláþræði", en sú fyrsta fékkst útgefin hjá Al- menna bókafélaginu. „Ekki henda perlum fyrir svín,“ sagði hann um keppinauta sína. „Þeir hafa illt orð á sér fyrir með- ferðina á höfundum sínum, pils- faldakapítalistamir. Eg hef aldrei getað fyrirgefið þeim hvernig þeir hlunnfóru ekkju Gunnars Gunn- arssonar þegar þeir sölsuðu undir sig ritsafn hans. Það er alltaf slæmt þegar stjórnmálaflokkar taka skattpeninga almennings í sína þénustu og slá sig til riddara, með fjárframlögum og heiðurs- skjölum, einhverja meðalskussa á ritvellinum. Kommarnir í kratakuflunum eru ekkert skárri. Þeir borga sínum höfundum með loðnum loforðum um fyrir- greiðslu úr opinberum styrkja- sjóðum skattborgaranna." Barátta kúgaðra þjóða fyrir sjálfstæði sínu var honum einnig hugstæð, og þyrnum stráð leið að því marki fólst m.a. í skipulegri uppbyggingu iðnaðar og öflugs atvinnurekstrar til sjávar og svei- ta. Stefnumarkmið Þjóðvarnar- flokksins sem hann veitti for- mennsku frá stofnun 1953 til 1960, voru ferskur vindblær inn í andrúmsloft litað undirlægju- hætti eftirstríðsáranna. Islandi allt; eigin her, eigin verslun, eigið atvinnulíf, eigin iðnaður, eigin menning, eigin landbúnaður, eig- in sjósókn og eigin útgáfustarfs- semi. Fyrir þetta stóð keikur karakter Valdimars Jóhannssonar og hann sveik aldrei hugsjónir sínar. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi og sanngirnin var honum í blóð borin. Þetta veitti honum fyrst og fremst ákveðið svigrúm og forskot í árlegum hundaslag íslenskra útgefenda. Minning hans lengi lifi. Gísli Þór Gunnarsson Margrét Þórðardóttir frá Reykjum Margs er að minnast þegar kona í hárri elli er kvödd. Magga var hún alltaf kölluð og var elst 13 systkina frá Reykjum. Það var ávallt glatt á hjalla þegar þau Magga og Einar komu í heim- sókn. Magga hafði sérstakt lag á að koma okkur börnunum til við sig jafnt við að raka með hrífu eða í „síðastaleik“. Við munum vel þegar við fengum þær syst- urnar í eltingaleik úti á túni, því þær voru alltaf í kjól, og okkur fannst þær flinkar að hlaupa í kjólnum og hlógum mikið að þessu öllu. Magga átti alitaf „vissan sess“ í hugum bræðra sinna á Reykjum. A námsárum okkar systkin- anna í Reykjavík vorum við alltaf velkomin í Eskihlíðina, á heimili þeirra hjóna, sem var vinnustað- ur Möggu og bar merki um myndarlegt handbragð hann- yrðakonu. Þá settist hún niður með manni, spurði frétta úr sveitinni og hjálpaði okkur að leysa ýmis vandamál. Þetta voru oft notalegar og uppbyggjandi stundir. Hún gaf okkur gjarnan mjólk og kökur og ef henni fannst mað- ur ekki gera þeim verðug skil sagði hún: „Er þetta kannski (,í. • .m v>,í •.* f fy~: ‘ vont?“ Hún vildi gjarnan fá frétt- ir úr skemmtanalífinu og spurði þá oft: A ekki að fara á eitthvað „stredderí11 í kvöld? En nú seinni árin urðu dagarn- ir langir í sjónleysi og heyrnar- deyfð. En stutt var í kímni og kátínu ef einhver kom til hennar. Við börn Sillu og Bjarna vott- um fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og þér elsku Magga þökk- um við allar góðar minningar og vinarhug sem þú sýndir okkur alla tíð. Systkinin Reykjum. tW''/ STEFÁN KARL JÓNSSON, Skarðshlíð 26 e, Akureyri. lést föstudaginn 26. febrúar. Regina Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Helga María Stefánsdóttir, Ásmundur Guðjónsson, Regina Hákonar, Gunnar Sveinarsson, Ingibjörg Hákonar, Óli Rúnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.