Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Sveitasælan virðist farin að heiiia íslendinga á ný. Allar jarðir seljast í Borgarfírdi efdr göng Bændagenin draga þétt- býlis-íslendinga nn aftur í sveitasæluna svo falar jarðir á Vesturlandi renna út eftir komu ganganna. „Maður hefur séð að það eru bæði fyr- irtæki og einstaklingar sem hafa áhuga á að eignast jarðnæði og það virðist yf- irleitt hækkandi verð á jörðum. Já, menn virðast aftur farið að langa að eignast land. Það er eins og fólk sé aftur að sækja meira út í náttúruna og sé jafnvel frekar tilbúið til þess að kaupa sér jarðir heldur en að byggja sér sumarbústaði, sem oft kosta kannski ekkert minna en að kaupa heila jörð, eins og maður þekkir dæmi um. Ef Iitið er á þróun markaðarins bæði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi síðan Uvalfjarðargöngin komu þá má segja sem svo að þar er vart nokkuð að hafa,“ sagði Jón Kjartansson stór- bóndi, áður á Stóra Kroppi í Borgar- fírði, en nú í Artúnum á Rangárvöll- um. Milli tveggja höfuðbóla Stórbýlið Artún í Rangárvallahreppi, 400 ha gróið Iand, þar af 80 ha tún var auglýst til sölu núna í vikunni, án bú- stofns, véla og framleiðsluréttar. Aug- Iýsingin vakti spurningar um hvort Jón hyggðist bregða búi, eða væri kanns- ki aftur á leið í Borgarfjörðinn? Jón tók það skýrt fram að auglýsing jarðarinnar væri engin ávísun á að hann sé að fara frá Artúnum og mikil óvissa sem ríkir í þeim málum eins og sakir standa. Jón sagðist vera að end- urskipulegga búskapinn í samræmi við lyktir mála uppi í Borgarfirði, þar sem endanlegt stæði Borgarljarðarbrautar standi a.m.k. ekki lengur í veginum. „Eins og alþjóð veit er ég búinn að fjárfesta mikið á Stóra Kroppi og það er mat manna að það væri hagkvæmari kostur að flytja þangað aftur, þ.e. ef viðunandi boð fæst í Ártúnin." Jón segir þessi mál öll í skoðun og ákvarð- anir verði teknar út frá fjárhagslegum forsendum þegar þar að kemur. „En það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin um að flytja héðan.“ Ljóst má vera að Rangvellingum fyndist sárt að sjá búskap leggjast af á þessu stórbýli. „Já, það er sjálfgefið. Þarna er núna tæplega 150 þúsund lítra framleiðsluréttur og við höfum gert heilmikið til að búa í haginn. En því er ekki að leyna að það þyrfti að fjárfesta meira, þyrfti að byggja nýtt fjós og þessi mál eru öll til skoðunar." Leitum á slóóir forfeðraima - En hverjir væru hugsanlegir kaup- endur að 400 ha höfuðbóli án fram- leiðsluréttar, sem sagt til einhvers annars en búskapar? „Það er kannski annarra og færari manna að dæma um það. En ég held að aukin sókn í dreifbýlið sé þegar komin aðeins af stað. Og bættar sam- göngur, eins og í Borgarfirðinum, styrkja þá skoðun að fólk setur minna fyrir sig að flytja af höfuðborgarsvæð- inu og út i rólegheitin. Raunar erum við flest hver úr sveit eða höfum a.m.k. verið í sveit í æsku og „sveitamennsk- an“ blundar enn í okkur. Við leitum þvi á æskuslóðirnar, eða hugsanlega á æskuslóðir forfeðranna. Eg veit m.a. dæmi um það að menn hafa keypt jarðir af því að einhverjir áar þeirra hafa setið þær. Og hin almenna vel- megun ýtir kannski enn frekar undir þetta," sagði Jón Kjartansson. -HEi í heita pottinum hefur það vafdð talsverða athygli að enn er ckki búið að ganga frá lista Samfylkingariiinar á Noröur- landi eystra. Undiraldan í hreyfingunni vegna niður- stöðu prófkjörsins hefur enn ekki alveg hjaðnað og enn eru upp raddir um að reyna að fá Sigbjöm Gunnarsson til að draga sig í hlé og hleypa Svan- fríöi aö. Sigbjöm mun hins vcgar ekki hafa hug á sllku cnda hafi hann unniö 1. sætiö ineð heiðarlcgum hætti í prófkjöri. Talið er að til tíðinda muni draga í vikunni varðandi listaim og menn muni klára að ganga frá honum... I heita pottinum var veriö aö vckja athygli á auglýs- ingum frá Þórscafé í Reykajvík, sein birst hafa aftur og aftur í útvarpi, bæði RÚV og Bylgjunni. Aulýsing- amar era einfaidar: „Ný sending komin, Þórscafé“. Hér inun vera átt við nýja scndingu af nektardans- meyjum.... Sigbjörn Gunnarsson. Jólaævintýri Norðurpólsins á Akureyri snerist sem kunnugt er upp í hálfgerða fjárhagslega martröð og hafa sveitarfélög- in á Eyjafjarðarsvæðinu kvartaö sáran undaii því að þurfa að borga rcikninginn. I pottinum Iieyrist að stjómar- formaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjaröar, scm cr Ámi Steinar Jóharmsson, geti átt von á því að þurfa að vera incö hugann við jólin í kosningabaráttunni. Ámi er í framboði fyrir Vinstri- hreyfinguna grænt framhoð og nú er sagt að pólitísk- ir andstæðingar hatis ætli að nota jólaævintýrið gegn honum með því að benda á að það sé hann sem sé ábyrgur fyrir vinnubrögðunum.... Sigrún Magnúsdóttir formaðurfræðsluráðs Andstaðaforeldra gegn Korpuskóla á Korpúlfsstöð- um byggð á misskilningi. Nánast ekkert útivistarsvæði fyrirbömin við Víkurskóla. Miklarframkvæmdir. Rúmar 30 milljónirí Korpuskóla í ár og rúmlega annaðeins á næsta ári. Korpuskóli oruggari en byggingarsvæði - Foreldrar eru að mótmæla og safna und- irskriftum gegn flulningi skóla á Korp- úlfsstaði og vilja frekar Vtkurskóla. Hvemig bregðast skólayftrvöld við þvt? „Þarna er ákveðinn misskilningur í gangi. Þegar við settum fram okkar fimm ára áætl- un var tekið mið af því hvernig nýju hverfin byggðust upp. Samkvæmt því er stefnt að því að taka Borgarskóla í notkun árið 2000 en skólastarf hæfist haustið 1998 í færan- legum skólastofum, eins og það gerði. Ari síðar hófst skólastarf í Víkurskóla í færan- Iegu húsnæði og skólinn sjálfur verður tek- inn í notkun árið 2001-2002. Þetta var áætlunin. Nú þegar framkvæmdir eru að hefjast þarna á svæðinu, þá er það ansi mik- ið óöryggi gagnvart skólahörnum á lítilli lóð að vera þar með viðamikla krana og annað í tengslum við þessar framkvæmdir. Auk þess er þarna orðið mjög lítið pláss og nánast ekkert útiristarsvæði öruggt fyrir hörnin. I þessari fimm ára áætlun var enginn skóli eða skólastarf skilgreint í Staðarhverfi. Þar var heldur ekkert farið að byggjast og talið að þar yrði minna um barnafólk. Síðan hef- ur þróunin snúist við og nú er meira um barnafólk í Staðarhverfi en Víkurhverfi." - Hvernig koma Korpúlfsstaðir innt dæmið sent skóli? ,Á sínum tíma var okkur boðið að skoða golfklúbbinn sem hafði fengið að innrétta austustu álmuna á Korpúlfsstöðum af al- gjörri snilld og mjög ódýrt. Vestri álman, systurálma þeirrar eystri var alveg ónotuð. Þá hugsaði maður með sér að þetta sögu- fræga hús liggur mitt á milli þessara hverfa. Um mitt sutnar lagði ég fram þá tillögu til borgarráðs að fela valinkunnum mönnum að skoða hvort það kosti meira að búa vest- ur álmuna undir bráðabirgðaskólahúsnæði eða koma upp færanlegum skólastofum, eins og við höfðum Iofað. Þá kemur í Ijós að það er ekkert ódýrara að útbúa vesturálm- una undir skóla auk þess sem þar er líka meira húsrými. Þegar þetta lá fyrir sl. haust ákváðum við að halda þessu verki áfram. Því fylgir ótvíræð hagræðing í stað þess að kaupa fullt af lausum húsum sem kannski nýtast ekki sem skyldi. Þessi staður gildir lfka fyrir alla framtíð og skiptir þá ekki hvaða starfsemi muni koma þar síðar, enda búið að endurnýja þakið og leggja þær lagn- ir sem til þarf.“ - Þessi ákvörðun um Korpuskóla til bráðabirgða í vestari álmu Korpúlfsstaða snýst þvt öðru fremur um öryggi skóla- nemenda, ekki satt? „Það er grundvallaratriði í þessu máli að það er mikið m’eira öryggi fyrir börnin að vera þarna heldur en á byggingasvæði. I Víkurhverfinu er það verra en í Borgar- hverfinu því það á líka eftir að reisa þar Ieikskóla. En grunnskólinn og Ieikskólinn eru á sömu afmörkuðu lóðinni og það er ekki nákvæmlega búið að setja það niður hvernig þessu verður raðað. Þannig að þetta er allt í uppnámi. Leikskólabyggingin hefst kannski í haust og næsta haust byrj- um við á sjálfum skólanum. Þá erum við búin að bjóða uppá skólabíl fyrir skólakrakkana í Víkurhverfi svo þau þurfa ekki að ganga þessa leið í Korpuskóla, þó svo að gönguleiðin sé ekkert Iöng.“ . - Hvað kostar þetta? Stofnkostnaður fræðslumála er eitthvað rúmlega 30 milljónir króna fyrir efri hæð- ina. Síðan mun kosta eitthvað ámóta, eða 35-40 milljónir lcróna að taka neðri hæðina í notkun. Það er eðlilegt framhald næsta árs þegar börnum Ijölgar í 1-6. bekk.“ -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.