Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJUD AGU R 16. MARS 1999 - 7 Xfc^MT. ÞJOÐMAL SKRIFAR Fyrri hluti „Ég er ekki í nokkrum vafa að íslenskar landbúnaðarafurðir eiga fullt erindi á heimsmarkað og með auknum kröfum um gæði og hreinleika verða marg- víslegir framtíðarmöguleikar fyrir hendi hér á iandi, “ segir Halldór Ásgrímsson m.a. í grein sinni. Eitt sinn var sagt að það væri ein- kennandi fyrir Israel að þar væru utanríkismál í raun innanríkis- mál. I þessu felst mikill sannleik- ur sem á sér æ meiri skírskotun í samfélagi þjóðanna. Markalínan milli innanríkis- og utanríkismála verður stöðugt óljósari og höfum við Islendingar síst farið varhluta af þessari þróun og reyndar tekið þátt í henni af fullum metnaði. Alþjóðavæðing hugarfarsiits Alþjóðavæðingin er margslungið fyrirbæri sem getur verið hvort sem er svæðisbundin eða hnatt- ræn og hennar gætir orðið nánast á öllum stigum þjóðfélagsins. Hún á sér stað í stjórnmálum, viðskiptum, Qárfestingum, um- hverfismálum og í byggðamálum svo eitthvað sé upp talið. En ef til vill er það alþjóðavæðing hugar- farsins sem er mikilsverðust í þessari þróun og birtist ekki síst í Iandvinningum ungs fólks í námi og starfi erlendis. Oflug útrás ís- lenskra fyrirtækja á fjarlæga og nýja markaði á allra síðustu árum ber jafnframt Ijósan vott um þessa þróun. Allt ber þetta að sama brunni. Landamæri skipta æ minna máli og í raun er á vissan hátt verið að endurskilgreina þjóðríkið. Ríki eru farin að deila fullveldi sínu til að finna nýjar Iausnir á aðsteðj- andi vandamálum og til að trygg- ja aukna velmegun og hvergi hef- ur þetta þó gengið jafn langt og meðal aðildarríkja ESB. Það er hlutverk stjórnvalda að búa einstaklingum, fyrirtækjum, viðskiptalífi og einstaklingum þannig starfs- og efnahagsum- hverfi að þau geti af fullum þrótti tekið þátt í aíþjóðaþróuninni og att kappi við samkeppnisaðila er- lendis. Stjórnvöld þurfa því að vera vakandi í hinum síbreytilegu milliríkjasamskiptum og leitast við að skilgreina stöðu íslands í samfélagi þjóðanna á hveijum tíma til að geta tryggt viðbrögð, sem samræmast best íslenskum hagsmunum. Alþjóðavæðmg og framtíð íslands I mars á síðasta ári setti ég á Iagg- irnar nefnd til að gera grein fyrir helstu straumum á alþjóðavett- vangi sem talið er að móti starfs- umhverfi atvinnurekstrar á kom- andi árum. Nefndinni var falið að athuga áhrif alþjóðavæðingarinn- ar á utanríkisviðskipti íslendinga og setja fram hugmyndir um hvernig best yrði búið í haginn fyrir útflutning landsmanna í Ijósi Iíklegra breytinga á starfsum- hverfi fyrirtækja í framtíðinni. Nefndin hefur nýlokið störfum og skýrsla hennar sem ber heitið „Alþjóðavæðing - Alþjóðleg um- gjörð efnahags- og atvinnulífs" er nýkomin út. Nefndin fékk það erfiða hlutverk að skoða í hverju framtíð Islands lægi m.t.t. al- þjóðavæðingarinnar með sér- stakri áherslu á nauðsynlega þró- un efnahagsumgjarðar fyrir at- vinnulífið. Það er mín skoðun að vel hafi tekist til og að skýrsla þessi sé þarft innlegg í þá um- ræðu sem nú fer fram í þjóðfélag- inu um framtíð Islands í síbreyti- legu alþjóðaumhverfi. Alþjóðlegt viðskiptasamstarf Alþjóðaviðskipti hafa mikla þýð- ingu fyrir þjóðarbúskap íslend- inga enda nemur útflutningur á vöru og þjónustu um þriðjungi af landsframleiðslu og vöruútflutn- ingur tæplega fjórðungi. Hið aukna frelsi í heimsbúskapnum á undanförnum árum og áratugum og þátttaka okkar í alþjóðasamn- ingum hefur skipt okkur miklu og átt stóran þátt í vaxandi velmeg- un. Segja má að íslensk stjórnvöld hafi byrjað að marka Islandi sess í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi með aðild að GATT árið 1968. ís- land gerðist síðan aðili að EFTA árið 1970 sem veitti tollfijálsan aðgang að mörkuðum aðildar- landanna með iðnaðarvörur, að áli meðtöldu, og fisk frá 1. júlí 1990. Árið 1972 gerði ísland frí- verslunarsamning við EBE (Efna- hagsbandalag Evrópu). Samning- urinn náði m.a. til iðnaðarvara og áls auk nokkurra sjávarafurða. Arið 1993 lauk viðamestu samningaviðræðum um heims- viðskipti á vettvangi GATT sem ráðist hefur verið í. Arangurinn var m.a. stofnun Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar en aðild að henni eiga nú vel flest ríki heims. Undir stofnunina falla t.d. samn- ingar um viðskipi með búvöru og þjónustu sem að mestu höfðu verið sniðgengin í alþjóðasamn- ingum. EES-samninguiiiui Segja má að þáttaskil hafi síðan orðið með EES samningnum sem tók gildi 1. janúar árið 1994 enda hefur Island aldrei fyrr tekið þátt í jafn viðamiklu og nánu milliríkj- samstarfi. Samningurinn felur í sér mun meira en frjáls viðskipti með vöru eða þjónustu. Hann nær einnig m.a. til frjáls flæðis íjármagns og vinnuafls milli land- anna. Námsfólk getur stundað nám, starfsnám eða rannsóknir, í öllum Iöndum Evrópska efna- hagssvæðisins að öllu jöfnu með sömu réttindum og innlendir námsmenn. Skólum er þó heimilt að krefjast hærri skólagjalda af erlendum námsmönnum en heimamönnum. Einnig eru yfir- völdum menntamála í EES lönd- unum nú skylt að viðurkenna prófskírteini frá öðrum EES löndum. Islendingar geta sótt um hvert það starf sem laust er til umsókn- ar í öðrum EES-löndum þó vissu- lega megi setja hæfniskröfur um tungumálakunnáttu. I þessu fel- ast einnig ýmis félagsleg réttindi sem of langt mál er að fara út f hér. Kjarni málsins er sem sagt sá að í EES samningnum felst einn vinnumarkaður og aðgangur að menntakerfum allra aðildarríkj- anna. Samstarf um rannsóknir og þróun er eitt mikilvægasta svið EES-samningsins. Það hefur reynst vítamínsprauta fyrir fs- lenskar rannsóknir og skapað mikilsverð tengsl við vísinda- menn í Evrópu. Þeir alþjóðasamingar sem ég hef Ijallað um hér að framan hafa mikla þýðingu fyrir smáþjóðir eins og Island sem er afar háð greiðum og öruggum milliríkja- viðskiptum. Þeir stuðla að festu og öryggi í alþjóðaviðskiptum þar sem allar þjóðir sem aðild eiga að þeim sitja við sama borð. Þeir treysta réttaröryggi sem er ekki síst mikilvægt fyrir smærri þjóðir því það dregur jafnframt úr möguleikum stærri ríkja að neyta aflsmunar komi upp deilur. Þátt- taka okkar í slíku alþjóðasam- starfi treystir því sess Islands á al- þjóðavettvangi, tryggir réttindi okkar og veitir öruggan aðgang fyrir framleiðslu okkar að al- þjóðamörkuðum. A sama hátt og þeir tryggja stöðu landsins, trygg- ja þeir jafnframt stöðu einstakra byggða og þess fólks sem þar býr. ísland og ESB Fátt bendir til annars en að al- þjóðavæðingin haldi áfram full- um fetum, hvort sem talað er um svæðabundinn samruna í Evrópu eða hnattræna samtvinnun hag- kerfa fyrir tilstilli Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Um síðustu áramót tók gildi nýr samevrópskur gjaldmiðill, evran. Ellefu ESB ríki eiga þegar aðild að henni og vænta má að enn fleiri ríki gerist aðilar á næstu árum. Ahrif evrunnar eiga vafalaust eftir að vera mikil þ.á m. hér á Iandi. Jákvæð áhrif evr- unnar koma okkur til góða en nánara samstarf gæti einnig auð- veldað okkur að njóta ávaxtanna. ESB hefur formlega hafið að- ildarviðræður við ellefu ríki og því gæti fjöldi aðildarríkja nær tvö- faldast á næstu árum. Það er Ijóst að helsti tálminn í vegi aðildar ís- lands að ESB er sameiginleg sjáv- arútvegsstefna þess. Hins vegar er sjávarútvegsstefna ESB breyt- ingum háð eins og annað í þess- um heimi. Eg tel því rétt að við höldum okkar sjónarmiðum á lofti gagnvart ESB og leggjum okkar af mörkum í umræðu um sjávarútvegsmál innan þess. Stöðu okkar gagnvart ESB er best borgið með því að skilgreina sem nákvæmast hvað það er sem helst stendur í vegi fyrir aðild. Þannig getum við einnig tryggt best að við bregðumst rétt við rétt við ef forsendur breytast enda hefur fátt í milliríkjasamskiptum okkar jafn mikil áhrif hér á landi og samrunaþróunin í Evrópu. Frjálsræði í viðskiptiun Á vettvangi Aljóðaviðskiptastofn- unarinnar í Genf verður nýrri lotu samningaviðræðna um heimsviðskiptin ýtt úr vör síðar á árinu þar sem m.a. viðskipti með Iandbúnaðurafurðir verður fyrir- ferðarmikill þáttur. Ymis vestræn iðnríki og þróunarríki munu krefjast banns við útflutningsbót- um og verulegrar lækkunar á inn- anlandsstuðningi frá því sem samið var í síðustu Iotu og ég vék að hér áðan. Einnig má búast við því að þessi ríki eigi eftir að krefj- ast aukins markaðsaðgangs fyrir búvörur. Islensk stjórnvöld koma til með að leggja áherslu á að ekki sé hægt að fjalla um landbúnað ein- göngu á viðskiptalegum forsend- um. Taka verður tillit til hlutverks landbúnaðarins í byggðastefnu, í fæðuöyggi og nauðsyn þess að gera strangar kröfur til innflutn- ings vegna sjúkdómahættu. Hins vegar er ljóst að frelsi í viðskipt- um með landbúnaðarafurðir á eftir að aukast. Við Islendingar þurfum að mæta þeirri áskorun sem í því felst og nýta þau sóknarfæri sem við það skapast til hins ítrasta. Eg er ekki í nokkrum vafa að íslensk- ar landbúnaðarafurðir eiga fullt erindi á heimsmarkað og með auknum kröfum um gæði og hreinleika verða margvíslegir framtíðarmöguleikar fyrir hendi hér á landi. UALLPÓR ASGRIMS- SON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.