Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 - 3 ro^ftr. FRETTIR Eirikur segir Þór- ólf slá vindhögg Kaupfélagsstjóri KEA er ósammála kaupfé- lagsstjóra KS í veiga- mikluiii atriðum er varða sameiningu af- urðastöðva á Norður- landi. KEA segir KS fara með rangt mál. Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfé- lagsstjóri KEA, segir rangt hjá Þórólfi Gíslasyni, kaupfélags- stjóra KS, að ekki hafi verið haft formlegt samband við Þórólf vegna undirbúnings sameiginlegr- ar afurðastöðvar á Norðurlandi. KEA, Kaupfélag Þingeyinga og Sölufélag Austur-Húnvetninga kanna nú samstarfsmöguleika á sviði mjólkur- og kjötvinnslu, en Þórólfur lýsti í Degi í gær efa- semdum sínum um verkefnið. „Þórólfur segir að aldrei hafi verið haft formlegt samband við hann vegna málsins en það er ekki rétt. Eg veit ekki hvað þarf að gera til að vera formlegur við Þórólf. Bæði hef ég talað við hann í síma og hitt hann augliti til auglitis. Þá hafa stjórnarmenn KÞ talað við hann, en svarið sem við höfum fengið er mjög skýrt. KS hefur ekki viljað taka þátt í þessu en það er högg fyrir neðan beltis- stað að halda því fram að ekki hafi verið haft sam- band við hann,“ segir Eiríkur. Áratuga iuitlir búningur Þórólfur sagði jafnframt að far- sælla hefði verið fyrir KEA að fé- Iagið kláraði sínar skipulagsbreyting- ______ ar á innviðum fyr- irtækisins áður en þeir færu „þvers og kruss um landið“. Þessu vísar Eiríkur á bug: „Það er hluti uppstokkunarinnar að leita eftir samstarfi við fleiri aðila og mér finnst Þórólfur slá vindhögg með því að halda þessu fram. Hann segir líka að málið sé ekki nógu vel undirbúið og heimavinnan hafi ekki verið unnin. Það er búið að ræða þessi mál í tvo áratugi „Mér finnst þessi orð hans bera keim af því að hann viiji fá að vera í friði á sinni þúfu, “ segir Eiríkur Jó- hannsson um ummæii Þórólfs Gíslasonar í Degi í gær. innan KEA og í þessum félögum. Hér liggja fyrir metralangar skýrslur sem að hluta hafa verið kynntar fyrir stjórn KS. Eg skil því ekki þessi orð hans.“ Einn á sinni þúfn? Þórólfur sagði í Degi að hann teldi réttara að helja samstarf í minni einingum og taka tillit til Iandfræðilegra þátta. Þessu er Ei- ríkur alfarið ósammála. „I dag keppast menn við að segja að ver- öldin sé að losna við öll landa- mæri. Mér finnst því hjákátlegt hjá Þórólfi að ætla að vinna eftir fjallgörðum á hinu litla íslandi á meðan menn keppast við að brjót- ast út úr landinu. Mér finnst þessi orð hans bera keim af því að hann vilji fá að vera í friði á sinni þúfu.“ Skiptar skoðanir í Skagafirði Eiríkur segir alls ekki fullreynt með þátttöku Skagfirðinga í fyrir- huguðu samstarfsverkefni. Klár- lega séu skiptar skoðanir meðal íbúa héraðsins um framvinduna. Ymsir hafi Iýst þeim vilja sínum að fá að fylgjast vel með fram- vindunni. „Með því skrefi sem KEA, KÞ og SAH hafa nú tekið er verið að efla atvinnurekstur á landsbyggðinni og styrkja sam- bandið milli bænda og afurða- stöðva þeirra. 011 vinnan miðast við að starfsemin verði i sem öfl- ugustum einingum. Skagfirðingar sem aðrir eru velkomnir til þeirra viðræðna og þessa samstarfs," segir Eiríkur. Sj« einnig Víkurblaðið - BÞ Stefhuskrá á lokastigi Kosningastefnu- skrá Samfylking- arinnar verður gerð opinber á eða eftir sérstakt stefnuþing Sam- fylkingarinnar í Rúgbrauðsgerð- inni næstkom- andi laugardag, en þar munu oddvitar á fram- boðslistum allra kjördæma og kosningastjórar hittast og leggja Iínurnar fyrir komandi kosningabaráttu. Leið- togar Samfylkingarinnar hafa leg- ið á stefnuskránni og mikil leynd hvílt yfir henni og ætla menn ekld að endurtaka þau mistök á kynn- ingu sem áttu sér stað með mál- efnaskrána á sfðasta ári. „Við ætlum að setjast niður saman og stilla saman strengi. Til- gangurinn er í fyrsta lagi að skapa kjörið tækifæri fyrir efstu menn og kosningastjórana til að hittast til að fara yfir sviðið. Einnig verð- ur lögð fram sú vinna sem átt hef- ur sér stað með kosningastefnu- skrána sem allir hafa beðið eftir. Það verður farið vandlega yfir hana í vinnuhópum og um leið verður farið yfir praktísk atriði kosningabaráttunnar," segir Há- kon Gunnarsson, kosningastjóri Samfylkingarinnar á landsvísu. Reiknað er með því að kosn- ingabarátta Samfylkingarinnar fari síðan á fullt skrið með stórum fundi í Háskólabíói 10. apríl. - FÞG Hákon Gunn- arsson kosn- ingastjóri Sam- fylkingarinnar. Flugleiðir hagnast um 250 miHjónir króna á fLugvélasölu Flugleiðir hafa selt qármálafyrirtækinu Boullion Aviation í Seattle Boeing 737-400 flugvél og leigja vélina aftur af kaupanda til starf- rækslu í þrjú ár. Hagnaður Flugleiða vegna þessarar sölu nemur 250 milljónum króna. Flugleiðir hafa nú selt allar Boeing 737-400 vélar félagsins en leigt þrjár þeirra til áframhaldandi rekstrar. Arið 1997 ákvað félagið að þróa flugflotann til einnar flugvélagerðar, Boeing 757, og eiga í fastri pöntun fimm nýjar þotur, þrjár af gerðinni 757- 200 og tvær af gerðinni 757-300. Ein 757-200 þota kemur til af- greiðslu í næsta mánuði. — GG Þuríður leiðir VG eystra Gengið hefur verið frá skipan framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Fyrsta sæti listans skipar Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur á Egils- stöðum og Gunnar Olafsson, jarðfræðingur á Neskaupstað er í öðru sæti. I þriðja sæti er Gunnar Pálsson, bóndi á Refstað í Vopnafirði og Karólína Einarsdóttir, nemi í Neskaupstað, skipar ljórða sæti. Heið- urssæti Iistans, það tíunda, skipar Sigfinnur Karlsson í Neskaupstað, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Austurlands. — SBS. Lilja Rafhey oddviti Viustra framboðs Lilja Rafney Magnúsdóttir varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða er í fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingar - græns framboð á Vestfjörðum. I öðru sæti er Gunnar Sigurðsson Bolungarvík, í 3. sæti Eva Sigur- björnsdóttir Djúpuvík, Eiríkur Orn Norðdahl er í 4. sæti, Indriði Að- alsteinsson Skjaldfönn Hólmavík í 5. sæti og Halldóra Játvarðardótt- ir Miðjanesi Króksfjarðarnesi í því sjötta. Vilja í Evrópsku fíkniefnamiðstöðiua Ríkisstjómin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að taka upp viðræð- ur við framkvæmdastjórn ESB um aðild að Upplýsingamiðstöð sam- bandsins um fíkniefni. Miðstöð þessi er í Lissabon í Portúgal og hefur það hlutverk að safna tölfræðilegum upplýsingum frá aðildarríkjum ESB, í því skyni „að öðlast þekkingu á útbreiðslu, dreifingu, sölu og neyslu fíkniefna til þess að treysta forvarnir og draga með því úr fíkniefnaneyslu í að- ildarríkjunum,“ eins og segir í frétt frá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Viðræðurnar eru teknar up.p á grundvelli EES:Síunningsin,s. - FÞG Menntasetrið hefnr mikil áhrif á húsetu Það skiptir hreinlega í tvö (lands)hom hvar útskrifaðir hjúkrun- arfræðingar frá HÍ og IIA hafa kosið sér starf. Aðeins sjötti hver hjúkrunar- fræðingur sem útskrifaðist frá Háskóla Islands á árunum 1993- 98 hefur ráðið sig til starfa á Iandsbyggðinni. En munstrið er þveröfugt þegar litið er til út- skrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Háskólanum á Akureyri sömu ár, því næstum 80% þeirra eru starf- andi á Iandsbyggðinni, en aðeins rúmur fjórðungur hefur farið „suður“ til starfa, samkvæmt nýrri skýrslu; „Mannekla í Hjúkrun“. Hvar ungt fólk stund- ar háskólanám virðist þannig geta haft afgerandi áhrif á fram- tíðarbúsetu og þar með búsetu- þróun í landinu. Fáar Ili hjiiklun út á laml Samtals um 530 hjúkrunarfræð- ingar útskrifuðust frá skólunum Frá kennslu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. tveimur á þessu árabili, þar af 111 frá Háskólanum á Akureyri. Rúmlega 450, eða 85% alls hópsins, hafa gerst félagsmenn í Hjúkrunarfélaginu. Af útskrifuð- um frá HÍ starfa nú 74% á Land- spítala eða SHR, en 2% á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Af hjúkrunarfræðingum frá HA er meira en helmingurinn (52%) starfandi á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri en tæplega 20% á stóru sjúkrahúsunum í Reykja- vík. Tæp 7% alls hópsins starfa á öldrunarstofnunum en rúm 2% hjá einkafyrirtækjum. Háskóli íslands tekur nú inn um 60 nemendur í hjúkrunar- fræði á ári en Háskólinn á Akur- eyri 30 nemendur, eða alls 90 á ári. Til að koma í veg fyrir viðvar- andi skort á hjúkrunarfræðing- um þarf að stækka þennan hóp í 120-130 á ári, er ein meginnið- urstaða áðurnefndrar skýrslu. Hlutfallslega er hjúkrunarfræð- ingaskorturinn mestur á öldrun- arstofnunum en minnstur í heilsugæslunni í Reykjavík. - HEI Lögfræðingar í hópferð til Kína Lögfræðingafélag íslands efnir til hópferðar til Kína 19. apríl nk. til að kynnast kínverskum dóms- málum og kínverska dómskerf- inu. Komið verður á Torg hins himneska friðar og forboðna borgin heimsótt sem og sumar- höllin- Hópurinn mui? .21- .apfíl heimsækja dómsmálaráðuneytið, kínverska lögfræðingafélagið, þingið og hæstarétt landsins og ennfremur hefur kínverska lög- fræðingafélagið boðið íslenskum kollegum sínum til kvöldverðar. A fimmtudeginum heimsækja íslensku júristarnir emhætti sak- spknara,, lag^deild.háskólans sem og stjórnmáladeild og loks verður lögmannsstofa heimsótt. A föstu- deginum verður Kínamúrinn heimsóttur ásamt Minggröfun- um. Olafur Egilsson sendiherra í Peking mun hafa móttöku fyrir hópinn áður en haldið verður til baka heim á klakann. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.