Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 5
X^MT- FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 - S FRÉTTIR Sleppt lír haldi Lögreglan hefur sleppt úr haldi tveimur mönnum, sem kærðir hafa verið fyrir að ráðast á og misþyrma tæplega fimmtugum manni á heimili hans \ið Móabarð í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem eru Iög- reglunni góðkunnir, en þeir hafa þó ekki játað á sig verknaðinn. Kær- andinn þekkti vel til annars árásarmannsins og ber að félagarnir hafi ráðist inn í íbúð sína og þvingað sig til að afsala sér 10 ára gamalli jeppabifreið sem hann á, flutt hann síðan meiddan í austurbæ Reykjavíkur og hent honum þar út. Þeir mættu á vettvang með stöðl- uð afsalseyðublöð, en grunur leikur á að um „handrukkun" hafi ver- ið að ræða. — FÞG ■ Stjóm AlJjjóðasam- taka lækna fjallar um gagnagruimiim Norræna læknaráðið hefur skrifað alþjóðasamtökum lækna WMA og farið fram á formlegt álit samtak- anna á lögunum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fjallað verður um málið á fundi stjórnar WMA í næsta mánuði, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Læknafélagi Islands. Þar segir að í beiðninni sé lagt til að Iögin og álit siðanefndar Iækna- félagsins verði tekið til meðferðar í umljöllun um siðferðileg álitamál og við mat á því hvort lagasetning- in stríði í veigamiklum atriðum Guðmundur Björnsson formaður gegn stefnu alþjóðlegu læknasam- Læknafélagsins. takanna. Fæöingarorlof handa feðnim „Bandalag háskólamanna telur að nauðsynleg forsenda jafnréttis á heimili og vinnumarkaði sé að tryggja sjálfstætt fæðingarorlof feðra,“ segir í ályktun sem miðstjórn Bandalags háskólamanna samþykkti í gær. „Þannig sé tiltekinn hluti fæðingarorlofs bundinn föður, annar móður og sá þriðji sé til frjálsrar ráðstöfunar milli foreldra með for- sjá. Börnum sem eiga aðeins eitt forsjárforeldri verði þó tryggður sami réttur," segir einnig í ályktuninni. Fyrsta imgliðafélag Sainfylkingar Fyrsta félag ungra stuðningsmanna Samfylkingarinnar var stofnað með formlegum hætti í gær, en það voru ungliðar í Norðurlandskjör- dæmi vestra sem riðu á vaðið á stofnfundi á Sauðárkróki. Eftir því sem best er vitað var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt á fundinum og er formaður félagsins þá Stella Jóhannsdóttir, en hún er dóttir Jóhanns Más Jóhannssonar og þá um leið bróðurdóttir Krist- jáns Jóhannssonar söngvara. Af öðrum leiðtogum ungliðanna má nefna Fríði Finnu Sigurðardóttur, en hún er dóttir Onnu Kristínar Gunnarsdóttur, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu. — FÞG Nýr formaðux Blmdrafélagsins Halldór Sævar Guðbergsson var kosinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi þess um helgina. Hann tekur við af Helga Hjörvari borgar- fulltrúa sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. A aðalfundinum var kosin ný stjórn en hana skipa Ólafur Þór Jónsson, Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Jón Heiðar Daðason og Gunnar Valur Gunnarsson. Blindrafélagið var stofnað í ágúst 1939 og verður 60 ára afmælisins minnst með margvíslegum hætti á árinu. Kaupþing á fjórðimg í FBA Samkvæmt hlutnafaskrá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) sl. mánudag var dótturfélag Kaupþings, Kaupthing Luxembourg, lang jtærsti hluthafinn í FBA að ríkissjóði frátöldum. Hlutur ríkissjóðs í 6,8 milljarða hlutafé var sem fyrr 51% en Kaupthing Luxembourg taldist vera með 24,09% hlut. í næstu sætum koma Lífeyrissjóðurinn Framsýn (1,86%), íslands- banld (1,12%), WÍB hf. - sjóður 6 (1,01%), FBA sjálfur (0.97%), Líf- eyrissjóður sjómanna (0,64%), Kaupþing (0,57%), Landsbankinn (0,28%) og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (0,27%), en aðrir hluthaf- ar eru skráðir fyrir alls 18,19% hlut. — FÞG Helgi Hjörvar hættur hjá Blindrafé- laginu. ÓSEYRI 1A, 603 AKUREYRI, SÍMI 461 4040, FAX 461 4044 JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK, SÍMI 587 6500, FAX 567 4274 s_____________ -___________________________________________________> Drif keðju r Legur Hjðruliðir VÉLARs ÞJ®NUSTAhf ■wmmÍk.SLíi. - ■ ... Ganon Með DVD ' ^ Pentium 2 NN')%> 17“ skjár 400 MHZ 8 Mb skjákort , ^ AAA 64 Mb vinnsluminni oíl. kf« I2t«t00| Úrval gsm síma frákr. 14.900,- F erðageislaspilarar frá kr. 6.900,- Ferðatæki frá kr. 7.990, með geislaspilara prentarar frá 900,- Heymartól í miklu úrvali Hljómtæki frá kr. 24.900,- Sjónvarpstæki 14“ frá 19.900, 20“ frá 24.900,- frákr. 1.990,- RÖDIONAUST Greiðslukjör í allt að 36 mánuði Geislagötu 14, 600 Akureyri, sími 462-1300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.