Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Úrslita- slagurmn hefst í kvöld Nú er deildarkeppninni í körfuknattleik loldð og komið að úrslitaslagnum sem hefst í kvöld. Sjálf úrslitakeppnin er ný og spennandi keppni og hver veit nema óvæntir hlutir muni gerast. Það var mikið spáð og spekúler- að sl. haust áður en Islandsmót- ið í körfuknattleik hófst, hver yrði lokastaðan fyrir úrslita- kepni. Niðurstaðan var nokkurn veginn sú sem flestir spáðu. En aðal baráttan um Islandsmeist- aratitilinn hefst í kvöld þegar fyrstu leikirnir í úrslitakeppninni verða Ieiknir. Liðin sem leika í átta Iiða úrslitum eru: Keflavík, Njarðvík, KFÍ, Grindavík, KR, Tindastóll, Snæfell og Haukar. Það lið sem er fyrr til að sigra í tveimur leikjum kemst í undan- úrslit. Keflavík - Haukar Deildarmeistarar Keflvíkinga leika á móti Haukum, sem urðu í áttunda sæti. Haukar ættu ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir sterka Keflvíkinga. Haukar hafa ekki verið jafn neðarlega í deild- inni í mörg ár. Þeir eru með mjög ungt lið sem þeir eru að byggja upp og eiga svo sannarlega fram- tíðina fyrir sér. Eg lofa og fullyrði hér að gengi Keflvíkinga mun standa og falla með besta erlenda Ieikmanni deildarinnar, Damon Johnson. Keflvíkingar ættu að sigra í þessari rimmu 2-0. Njarðvik - SnæfeU Njarðvíkingar taka á móti nýlið- um Snæfells sem hafa komið mikið á óvart í vetur. Margir spáðu þeim falli en raunin varð önnur. Njarðvíkingar eru með sex mjög sterka leikmenn, sem mikið á eftir að mæða á í úrslita- keppninni, en þeir eiga eftir að ná langt. Njarðvíkingar eiga eftir að lenda í smá vandræðum á úti- velli en sigra 2-1. KIÍ - TindastóH Nú er komið að hörkuleik á milli tveggja Iiða sem eru með geysi- sterkan heimavöll. Ég er að tala um leiki Isfirðinga og Tindastóls- manna. Þessir leikir eiga eftir að verða stórskemmtilegir og mikill fjöldi áhorfenda á eftir að leggja sitt af mörkum svo skemmtileg rimma verði staðreynd. Einhverj- ir af leikjum þessara liða eiga eft- ir að fara í framlengingu áður en öllu er lokið. KFÍ sigrar 2-1. Grindavík - KR Grindavík og KR. Stál í stál. Þarna er á ferðinni leikir sem fáir mega missa af. Þessi viður- eign á eftir að verða jafn spenn- andi og leikir KFI og Tindastóls. Heimavellirnir eiga eftir að skipta sköpum. Leikir þessara liða í vetur, Grindvíkinga og KR, hafa verið sveiflukenndir. Bæði liðin sigruðu stórt hvert annað á heimavöllum sínum. Þessi viður- eign fer í þrjá leiki. Leikir úrslitakeppninnar: Fimmtud. 18. mars Kl. 20:00 Keflavík - Haukar Föstud. 19. mars Kl. 20:00 Njarðvík - Snæfell Kl. 20:00 KFÍ - Tindastóll Kl. 20:00 Grindavík - KR Sunnud. 20. mars Kl. 16:00 Haukar- Keflavík KI. 16:00 KR - Grindavík Kl. 20:00 Tindastóll - KFÍ Kl. 20:00 Snæfell - Njarðvík Komi til oddaleikja fara þeir fram þriðjud. 23. mars kl. 20:00. ,GS , 'y.;' . p i'Mi-. ' . ‘ ■ 'vcL 1 íslandsmeistarar Njarðvíkinga, sem léku til úrslita gegn KR í fyrra, leika nú gegn Snæfelli í I. umferð úrslita keppninnar. SMpað í stjóm og nefhdir KSÍ Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSI var haldinn nýlega og var þar skipað í embætti aðalstjórn- ar og formenn nefnda kosnir fyrir starfsárið 1999. Eftirtaldir skipa helstu emb- ætti aðalstjómar: Eggert Magnússon, formaður (kosinn á ársþingi) Halldór B. Jónsson, varaformað- ur Eggert Steingrímsson, gjaldkeri Jón Gunnlaugsson, ritari Formenn helstu nefnda: Landsliðsnefnd: Eggert Magn- ússon Unglinganefnd: Astráður Gunnarsson Kvennanefnd: Anna Vignir Mótanefnd: Halldór B. Jónsson Aganefnd: Agúst Ingi Jónsson Samninga- og félagaskipta- nefnd: Þórarinn Gunnarsson Fræðslunefhd: Jón Gunnlaugs- son Mannvirkjanefnd: Lúðvík S. Georgsson. FULL ffi » FRAME Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: Sjálfskipting kostar 150.000 KR. • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar < • rafmagn i rúöum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.