Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 - 7 X^«r. ÞJÓÐMÁL Sýn til nýrrar aldar MAGNUS STEFANS- SON ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Hvernig viljum við sjá þjóðfélag- ið okkar á fyrstu árum nýrrar ald- ar? Nú þegar líður að aldahvörf- um er við hæfi að velta slíkri spurningu fyrir sér. Þegar leitað er svara verður að meta stöðu þjóðfélagsins í dag, því það er ein af þeim forsendum sem byggja verður á. Það er ljóst að mikill ár- angur hefur náðst í efnahagsmál- um í tíð núverandi ríkisstjórnar og bylting hefur orðið í afkomu ríkissjóðs, við erum að greiða niður skuldir fortíðarinnar í stað þess að safna skuldum sem kom- andi kynslóðir þurfa að greiða. Markmið Frainsókiiarflokksiiis Fyrir síðustu Alþingiskosningar setti Framsóknarflokkurinn fram skýr og metnaðarfull markmið sem miðuðu meðal annars að því að íjölga störfum í þjóðfélaginu, styrkja stöðu ríkissjóðs og færa efnahagslega stöðu þjóðarbúsins til betri vegar. Með þátttöku í rík- isstjórn á þessu kjörtímabili hafa Framsóknarmenn unnið mark- visst að því að ná þeim markmið- um sem sett voru fram og það hefur tekist í megin dráttum. Sá árangur sem náðst hefur er sá efnahagslegi grunnur sem byggt verður á við upphaf nýrrar aldar. Jöfnim lífskjara Með því að treysta hinn efna- hagslega grunn enn frekar með áframhaldandi hagvexti og með ábyrgri stjórn ríkisfjármála get- um við haldið áfram þá braut að styrkja grundvöll velferðarkerfis- ins. Það er alveg ljóst að við get- um ekki haldið uppi öflugu vel- ferðarkerfi á Islandi nema hinn efnahagslegi grunnur sé fyrir hendi. Það væri óásættanlegt fyr- ir komandi kynslóðir ef við fjár- mögnuðum velferðarkerfið með forvarnir í þessum efnum og jafnframt að auka samfélagslega aðstoð við eiturlyfjaneytendur og fjölskyldur þeirra. Þjóðarátak gegn byggðaröskutn Eitt erfiðasta og flóknasta málið sem þjóðin í heild stendur frammi fyrir er hin mikla byggðaröskun sem orðið hefur í landinu á síð- ustu árum. Það er ljóst að sú bú- setuþróun sem verið hefur kostar þjóðina mikið, sóun á sér stað í samfélaginu og hún er skaði fyrir sögu okkar og menningu. A nýrri öld verður þjóðin í heild að gera eins konar þjóðarsátt um að í okkar samfélagi rfki sátt milli þéttbýlis og dreifbýlis. Til fram- tíðar litið má reikna með því að íbúar þéttbýlisins sæki í æ ríkari mæli aftur út í dreifðari byggðir og vilji dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Það er því afar mikilvægt að þjóðinni takist að koma á þjóðarátaki sem felist í að stöðva og snúa við þeirri ógnvæn- legu þróun sem verið hefur á bú- setu í landinu. Það er mun betri framtíðarsýn að okkur takist að halda Iandinu öllu í byggð í stað þess að þjóðin safnist að mestu leyti saman á lítið svæði á suð- vestur horni landsins. ísland í fremstu röð Islenska þjóðin hefur mjög mikla möguleika á að skapa sér enn betri Iífskjör á nýrri öld. Velsæld okkar hefur aukist mjög á síðustu árum samfara efnahagslegum framförum. Samkvæmt mati virtra alþjóðlegra stofnana er Island í hópi 6 þjóða sem búa þegnum sínum best lífskjör í heiminum. Við Islendingar eigum að setja okkur það markmið að á fyrstu árum nýrrar aldar verði Island í fremstu röð hvað þetta varðar, til þess höfum við alla möguleika. Flest markmið Framsóknar- flokksins fyrir síðustu alþingis- kosningar hafa náðst og skapaðar hafa verið efnahagslegar forsend- ur fyrir því að Island komist í fremstu röð þjóða heims sem búa þegnum sínum best lífskjör. lántökum til framtíðar vegna hallareksturs ríkissjóðs, slíkt eru alls óábyrg vinnubrögð. Við eig- um að setja okkur það markmið að jafna kjör þegnanna enn frek- ar, meðal annars í skattkerfinu og með almannatryggingum. Þjóð sem býr við eins góð lífskjör og eins góða efnahagslega stöðu og Islendingar á að hafa metnað til að styðja við bakið á þeim sem einhverra hluta vegna búa við lakari kjör og aðstæður. Við^pig- um að setja okkur það markmið að í byrjun nýrrar aldar búi ör- yrkjar og fatlaðir við betri lífskjör en þegar er orðið. Þjóðfélagsgerð Islendinga er á miklu breytinga- skeiði, meðal annars hvað varðar aldurssamsetningu. Öldruðum fjölgar jafnt og þétt og við sem tilheyrum yngri kynslóðunum eigum að setja okkur það mark- mið að búa þeim eins góð lífskjör og mögulegt er. Mejmtun og hugvit Islenska þjóðin hefur byggt af- komu sína að mestu leyti á þeim auðlindum sem felast í fiski- stofnunum í hafinu og orku fall- vatna og jarðhita. A nýrri öld þarf að Ii'ta í auknum mæli til þeirra auðlinda sem felast í hug\áti fólksins annars vegar og hinni hreinu og fögru náttúru landsins hins vegar. Islendingar hafa sýnt það og sannað hve hugvitið er mikil auðlind. I því sambandi er ljóst að leggja verður meira upp úr menntun þjóðarinnar og gefa ungu fólki möguleika á fleiri kostum til mennta en verið hef- ur. Það er metnaðarfull framtíð- arsýn að allir hafi kost á að velja um atvinnu og geti lagt grunn að sinni framtíð, meðal annars með menntun. Með aukinni menntun skapast fleiri tækifæri og mögu- leikar til þess að tryggja atvinnu fyrir alla, því um leið og þjóðin þróast frá því að byggja að lang mestu leyti á frumvinnslugrein- um til þess að auka vægi hugvits- og tæknistarfa í atvinnusamsetn- ingu þjóðarinnar þá Ijölgar at- vinnutækifærum og fjölbreytni atvinnuh'fsins verður meiri en áður. Gegn eiturlyfjabölinu Eitt mesta böl samfélaga þjóð- anna er eiturlyfjavandinn og glæpir sem því fylgja. Islenska þjóðin verður að leggja mun meira en verið hefur í það að taka á þessum vanda, en hitt er ljóst að það er hægara sagt en gert. Það er sorglegt til þess að vita að ungir efnilegir Islending- ar skuli lenda í þeirri ógæfu að ánetjast eiturlyfjum. Því fylgja gjarnan ólýsanlegir erfiðleikar fjölskyldna þeirra. Við eigum að setja okkur það markmið að efla Með þátttöku í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili hafa Framsóknarmenn unnið markvisst að því að ná þeim mark- miðum sem sett voru fram og það hefur tekist í megin dráttum. Við þurfiun nýtt jafnrétti Jafnrétti þegnanna er eitt brýn- asta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á komandi árum. Jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Jafn réttur fólksins í land- inu til náms, óháð efnahag og búsetu. Jafn réttur til sann- gjarnra lífskjara og velferðarþjón- ustu, jöfn tækifæri á vinnumark- aði, óháð, kyni, aldri, fjölskyldu- gerð, uppruna, búsetu og svo mætti áfram telja.Þessi nýja jafn- réttiskrafa hefur stundum verið nefnd krafan um „félagslegt rétt- læti“ einstaklinga. Grundvallar- hugsun hennar er sú, að mann- gildið sé ofar öðrum gildum. Að við fæðingu eigi hver og einn sinn náttúrulega rétt til fullrar þátttöku í því samfélagi sem að hann fæðist inní. Einstakling- arnir fái jöfn tækifæri til þess að virkja sína hæfíleika og hámarki þannig nytsemd sína í þágu sam- félagsins. Að hver og einn fái notið þess að spretta uppúr sama jarðvegi en taki jafnframt ábyrð á lífi sínu og athöfnum og því hvernig hann spilar úr þeim tækifærum sem honum gefast. Gæti karl kært karl eða kona konu? Við höfum nokkuð lengi búið við þrönga skilgreiningu á hugtakinu jafnrétti. Jafnréttislög taka ein- Flestir úrskurðir Kæruuefndar fjalla um það hvort kona sem kærir stöðuveit- ingu hafi sambæri- lega menntun og reynslu og karl sem var ráðinn. En hvert á karl að kæra sem telur að brotið hafi verið á sínum rétti við ráðingu á öðrum karli eða kona sem vill kæra stöðuveit- ingu annarrar konu? göngu mið af mismunun vegna kynferðis og Jafnréttisráð og jafnréttisnefndir sveitarfélaga beina fyrst og fremst sjónum sín- um að jöfnum rétti karla og kvenna. Kærunefnd Jafnréttis- ráðs fjallar um jafnvel enn þrengra svið. Kærur sem þangað er beint íjalla um misrétti karla og kvenna til Iauna og stöðuveit- inga. Flestir úrskurðir Kærunefndar fjalia um það hvort kona sem kærir stöðuveitingu hafi sam- bærilega menntun og reynslu og karl sem var ráðinn. En hvert á karl að kæra sem telur að brotið hafi verið á sínum rétti við ráðn- ingu á öðrum karli eða kona sem vill kæra stöðuveitingu annarrar konu? Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim vanda sem launamunur kynjanna er en ég bendi á að hugtakið jafnrétti þýðir í hugum flestra miklu meira heldur en jafn réttur karla og kvenna. Það er jafnframt mín skoðun að hin hefðbundna jafnréttisbarátta sé föst í nokkuð djúpum hjólförum enda miðar lítið þó markmiðin séu góð. Þess vegna vil ég varpa fram þeirri hugmynd hvort ekki þurfi að endurskilgreina jafnrétt- ishugtakið og fela Jafnréttisráði nýtt og víðtækara hlutverk. Slíkt gæti hjálpað jafnréttisbaráttunni upp úr hjólförum vanans. Höfundur er formaður Sctm- bands ungra framsóknarmanna og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokltsins á Norður- landi vestra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.