Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 2
U-LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 SÖGUR OG SAGNIR L. Reykj v íkur- apótek Merki Reykjavíkurapóteks á dögum Þorsteins Schevengs Thorsteinssonar sem keypti það 1929. Re ykjavíkur Apótek *»%. Stofnað (760 Merki apóteksins þar sem húsið sjálft er aðalatriði Guðjón Samúelsson gerði teikn- ingu af húsinu en yfirsmiðir voru Jens Eyjólfsson og Kristinn Sig- urðsson. Ekki er hægt að flokka húsið undir neina sérstaka stíl- gerð en eins og flestum er kunn- ugt hélt Guðjón sig ekki við einn stíl heldur margar stíltegundir. Aðalstigi hússins er marmara- klæddur og upp með honum eru höggmyndir eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Að framan- verðu við inngang í Reykjavíkur- apótek á horni Pósthússtrætis og Austurstræti er hornsúla. Efst á henni er líkneski eftir, Einar Jónsson myndhöggvara. Við þessa súlu stóðu gjarnan blaða- salar og kölluðu til vegfarenda at- hyglisverðar fyrirsagnir. Þekkt- astur þeirra er án efa ÓIi blaða- sali. Afgreiðsla Landsbankans var á neðstu hæðinni þar til viðgerð var lokið á Landsbankahúsinu eftir brunann mikla 1915. Veit- ingastofa Rosenbergs var þar frá 1924 til 1929 þegar Rosenberg flutti reksturinn í Nýja bíóhúsið. Arið 1930 flutti Reykjavíkurapó- tek á fyrstu hæðina og hefur ver- ið þar síðan. Bæjar- og síðan borgarskrif- stofur hafa verið í húsinu frá 1929 þar til Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun. I rishæð voru samkomusalir Frímúrararegl- unnar og enn má sjá merki þeir- ra á einum kvisti hússins. Þarna voru-um -tíma ýmsar læknastofur. - Um leið og húsið var byggt var komið upp rafstöð í byggingu sunnan við það. Mörg önnur hús í miðbænum nutu góðs af og fengu þaðan rafmagn þar til 1921 að Elliðárstöðin var tekin í notkun. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson keypti húsið 1929 og flutti þang- að Reykjavíkur-apótek. Húsa- kynnin sem apótekið var í við Thorvaldsenstræti voru orðin ófullnægjandi. Mildar breytingar og viðgerðir fóru fram á húsinu áður en apótekið kom þangað og var ekkert til sparað. Öll her- bergjaskipan og útbúnaður var þannig að sem fljótlegast væri fyrir afgreiðslufólkið að annast afgreiðsluna. Mikið var lagt í inn- réttingar og standa þær enn óbreyttar. Þann 11. febrúar 1930 birtir Morgunblaðið grein um ap- ótekið sem þá var nýlega flutt úr Thorvaldsenstræti yfir í Austur- stræti. Þar segir meðal annars: „Aðalinngangur inn í apótekið er á götuhorninu, þar sem gengið var inn í veitingasalinn. A gólf- hæðinni er sölustofa, þar sem Rosenberg hafði baliskákir sínar, afgreiðslustofa þar sem lyijagerð- in fer fram svo og vinnustofa fyr- ir lyfjafræðingana. Auk þess er þarna varðstofa fyrir næturvörð o. fl.“ I húsakynnum sem vita út að Pósthússtræti, var sérstök sölu- deild fyrir hjúkrunarvörur. I þessu plássi hefur snyrtivöru- Framhald af forsíðu verslunin Hygea verið rekin í Qörutíu ár. Þar eru upphaflegar innréttingar úr dökkum harðvið. Apótekið hafði einnig eins og nú kjallara hússins undir starfsemi sína. Sigurður Guðmundsson húsa- meistari annaðist alla tilhögun varðandi skipulag og fram- kvæmdir við innréttingu hús- næðis apóteksins ásamt Þorsteini Sigurðssyni sem sá um alla tré- smíði. Asmundur Sveinsson mynd- höggvari skar út myndir á úti- dyrahurð aðalinngangsins. Myndirnar eru í sex reitum og tákna allskonar Iyfjatilbúning. Eins og áður er getið um voru innréttingar lyfjabúðarinnar mjög vandaðar. Allar hillur voru samanlagt um einn kílómetri að lengd og skúffur í borðum fjögur hundruð tuttugu og tvær. Reykjavíkurapótek er elsta ap- ótek Iandsins. Með konungsskip- an 18. mars 1760 var landlækn- isembættið stofnað, fyrsta Iækn- isembættið á landinu. Þar með var fyrsta Iyljabúð Iandsins sett á stofn því landlækninum, Bjarna Pálssyni, var gert að setja á fót og reka Iyfsölu. Bjarni settist fyrst að á Bessastöðum með lyfsöluna en 1763 flutti hann að Nesi við Seltjörn, en þar hafði verið reist yfir hann hús, Nesstofa, sem enn stendur. Lyfjabúðin var í kjallar- anum og var lyfjabúðin í Nesi frá 1763 til 1833. Landlæknir var Ieystur frá lyfjasalastöðunni 1772. Þá var Björn Jónsson skip- aður sérstakur lyfsali. Allir lyfsal- ar í Nesi voru íslenskir. Oddur Thorarensen lyfsali reisti hús við Austurvöll og flutti þangað Iyfsöluna frá Nesi. Þá fékk apótekið nafnið Reykjavík- urapótek og hefur haldið því síð- an. Hann seldi dönskum lyfsala reksturinn og ráku danskir lyfsal- ar búðina hver fram af öðrum þar til Þorsteinn Scheving Thor- steinsson keypti hana um 1920. I afgreiðslusalnum eru tvær högg- myndir Thorvaldsens, þær voru áður á þaki húss apóteksins í Vallarstræti. Núna er í húsinu margskonar starfsemi. Þar er auglýsingastofan Fíton á annarri hæð, sem hannar umbúðir fyrir Svala, Kjörís, Sláturfélagið, Tal og Búnaðarbankann svo eitthvað sé nefnt. A þessari hæð var skrif- stofa borgarstjóra sem er enn með upphaflegum innréttingum, brjóstþili og innfeldum skápum í hornum. Alit smíðað úr vönduð- um harðvið. Upphaflegir skraut- Iistar eru í loftum og rósettur. A þriðju hæð eru Barnavernd- arstofa, skrifstofa Kvennalistans og blaðið Vera. A Ijórðu hæð er Aflvaki og er tilgangur félagsins meðal annars að reka kynningar - og upplýsingaþjónustu. A efstu hæð er skrifstofur Halo Inc. þar er einnig salur sem Frímúrara- reglan hafði. Ymiskonar önnur starfsemi er í húsinu. Fyrir nokkru urðu eigenda- skipti að þessarri glæsilegu bygg- ingu og mun Reykjavíkuapótek hætta starfsemi fyrsta apríl næst- komandi. Það mun mörgum bregða við sem hafa haft við- skipti þar að öðrum lyfjabúðum ólöstuðum. Það er margs að sakna sem tengir þessa gömlu og grónu lyfjaverslun við fólkið í bænum. Hvað verður um inn- réttingarnar sem svo mjög var vandað til ? Slíkar spurningar brenna-á mörgum okkar sem ekki- munum eftir öðru en að þarna hafi Reykjavíkuapótek alltaf ver- ið. Það verða líka margir sem með þakklátum huga hugsa til starfsfólks apóteksins, þeirra sem alltaf hefur verið reiðubúið að aðstoða og Ieysa úr hvers manns vanda. Reykíavikur •Apócek* P-O-Chriscensen Cristensen apótekari skartaði fálkanum I skjaldamerki apóteksins. Sáraumbuóir, Hjúkrunargögn. •fc^sja^P ar-SéPur, ' Q> ♦3 O- &.. c Jú f1) ■;) 03 5 ; «■* ö> ‘o- {CC cu s^i-o o'S o <T 4y Q- c A o g7 * iS CD s^BNAMj6; Maltextrakt.Kjötextrakt. u N A N G.-** Qj 3 D O* c — Qj 3 Q) n Q? 3 3 "O OJ (A -t- Q) Auglýsing frá Reykjavíkurapóteki frá fyrri hluta aldarinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.