Dagur - 20.03.1999, Side 7

Dagur - 20.03.1999, Side 7
LAUGARDAGUR 2 0. MARS 1999 - VJI "t Vagur. MINNINGARGREINAR L. J Armbjöm Árnason Arinbjörn Árnason fæddist á Neðri-Fitjum í Víðidal í V- Húnavatnssýslu 16. ágúst 1904. Hann lést á Landspítal- anum 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíla- delfíukirkjunni 19. janúar. Elsku Arinbjörn minn. Nú ert þú farinn frá okkur öllum. Þegar ég sest niður og byrja að skrifa til þín hellist yfir mig söknuður og fallegar minningar um þig. Fyrstu minningarnar mínar um þig úr æsku eru tengdar þér þeg- ar þú komst ríðandi á hesti fram að Hrappsstöðum í Víðidal til að ná í mig í fóstur og þú fórst með mig að N-Fitjum þar sem ég átti að vera smá tíma. Þar bjuggu for- eldrar þínir, Arni og Sigríður, í góðu búi. Þau reyndust mér vel, ólu mig upp sem sitt eigið barn. Þá man ég vel hvað þú varst Ijúf- ur við mig og góður þegar pabbi þinn dó. Þú hélst á mér og hugg- aðir mig eftir bestu getu. Arinbjörn vann að bústörfum hjá foreldrum sínum eins og títt var á þessum tíma, allt slegið með orfi og ljá og rakað með hríf- um, heyið bundið og reitt heim á klakk. Eg fór oft í heimsókn til hjón- anna Margrétar og Arinbjörns þegar þau bjuggu á Melhaganum í Reykjavík. Þangað var gott að koma. Kærleikurinn í fyrirrúmi. Síðustu ár Arinbjarnar voru á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar kom ég oft og átt- um við góðar stundir, ræddum saman gömlu góðu dagana. Ég hafði oft með mér pönnu- kökur sem ég hafði bakað, og var hann mjög þakklátur fyrir, og fyr- ir jólin bakaði ég smákökur sem ég nefndi hálfmána. Ég man hvað þú varst ánægður þegar þú sást þetta. Þegar ég kom til þín í desember varstu mjög hress og áttum við góða stund saman. Jæja Arinbjörn minn. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig- Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans og annarra aðstandenda, frændfólks og vina. Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geint, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, égfeginn verð, ef áfram miðar samt. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, - igegnum hárur, brim og voðasker. Nú hirtir senn. Og égfinn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr- (M. Joch.) Álfheiður Bjömsdóttir *** Elsku Arinbjörn frændi er farinn i ferðina mildu. Bjössi frændi, eins og við nánustu ættingjar kölluðum hann, var móðurbróðir minn. Ég er þess fullviss að það voru margir sem tóku á móti honum í betri heimi. Þar á með- al hefur verið Jónína systir hans sem andaðist fyrir hálfu ári. Það var alla tíð mjög kært á milli þeirra. Eftir að móðir mín kom norður á Sjúkrahúsið á Hvamms- tanga hringdu þau í hvort annað nánast daglega þegar annað hvort var lasið. Bjössi sagði að þeim væri nóg að heyra málróm- inn hvort í öðru, því þau skildu hvort annað. Síðasta ferð Bjössa frænda norður var síðastliðið sumar til að fylgja systur sinni til grafar og var mátturinn þá farinn að dvína. Bjössi andaðist daginn sem við vorum að kjósa nýtt nafn á sveit- arfélagið. Hann sagði mér í sum- ar að hann vonaðist til að það myndi heita Húnaþing (það lægi í augum uppi). En Húnaþing má segja að sé þjóðsöngur okkar norðanmanna og er eftir frænda. Ég vil þakka frænda fyrir allan þann kærleika og hlýhug sem hann sýndi mér og minni fjöl- skyldu. Ef eitthvað bjátaði á var svo gott að hringja í hann og fá alla hans tilbeiðslu. Mér fannst hann alltaf vera höfuð ættarinn- ar. Hann munaði ekki um að gefa út niðjatal foreldra sinna, Arna V. Gíslasonar og Sigríðar Guð- mundsdóttur á Neðri-Fitjum í V- Hún., og drífa af stað ættarmót frændfólksins í kjölfar þess. Bjössi frændi var sérlega minn- ugur og setti margt á prent þótt skólaganga væri ekki löng. Meðal þess efnis sem eftir hann Iiggur er bókin „Dögun við Dagmúla“. Frændi mat mikils hreinskilni, heiðarleik og traust. Hann var al- inn upp við að virða hinar góðu dyggðir, trúnað, samviskusemi og umburðarlyndi við samferðafólk- ið, og á þeim vegi villtist hann aldrei. Síðast talaði ég við hann á aðfangadag. Þá fann ég að hveiju stefndi. Við kvöddumst vel og báðum hvort öðru Guðs blessun- ar eins og hann gerði alltaf við mig. Ég bið góðan Guð að blessa minningu hans og vera með öllu hans fólki. I Iokin ætla ég að kveðja þig með síðasta erindinu úr Húnaþingi: Heill sé þér um ævi alla, æsku minnar dvalarstaður. Nefna vil ég nafnið þitt. Allt frá strönd og upp til fjalla auðnu njóti sérhver maður, Húnaþing, þú hérað mitt. (Arinbjörn Arnason) Þín frænka, Árný Kristófersdóttir „Það er tvennt, sem talar dýpsta máli í þessum heimi: Þögul nátt- úra og orðlausir tónar,“ sagði Þórarinn Björnsson, skólameist- ari, í þakkarávarpi til Sinfóníu- hljómsveitar Islands og stjórn- anda hennar Páls ísólfssonar, eftir fyrstu tónleika hljómsveitar- innar í Akureyri árið 1956. Þeg- ar ég kveð gamlan vin, fyrrum skólastjóra og kennara og forvera minn í starfi skólastjóra Tónlist- arskólans á Akureyri finnst mér upphafstilvitnun í hið dýpsta mál, þögn náttúrunnar og orð- Iausa tóna við hæfi. Svarfaðar- dalurinn, prýði allra dala, ómót- stæðilegur og tignarlegur, náttúr- an eins og hún hrífur mest, var átthagi Jakobs, sem líklegast hef- ur fylgt honum í vöku og draumi alla tíð, enda þótt starfsævi sína byggi hann lengst af á Akureyri. Dýpt hinna orðlausu tóna kunni hann að meta og tónarnir mót- uðu þann veg sem varð hans ævi- starf og köllun. Okkur tónfræðinemendum Jakobs í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri þótti hann ærið strangur og oft lítt sveigjanlegur í dómum sínum. Seinna komst ég að því að þetta stranga og oft alvöru- þrungna látbragð Jakobs stafaði að hluta til af meðfæddri feimni og fáa þekki ég sem áttu eins fal- legt bros þegar alvörusvipurinn breyttist í glaðværð. Seinna tók ég reynslulaus við skólastjóra- starfinu úr hendi Jakobs. Hann hélt áfram kennslu á orgel við skólann í allmörg ár, en var aldrei afskiptasamur um stjórnun mína, þó í ýmsu hafi þar verið ábótavant, en aldrei skorti þó viljann til að veita holl ráð, væri eftir þeim leitað. Svo mikil og fjölbreytt voru tónlistarstörf Jak- obs að undrum má sæta að einn og sami maðurinn hafi gegnt þeim öllum. Organisti Akureyrar- kirkju í 45 ár og á þeim árum var ráðist í það stórvirki, mest af hans frumkvæði, að kaupa ''Steihrnéyéi1' 'pípuorgel frá Þýska- Jakob Tryggvason landi, sem var vígt árið 1962 og var um árabil stærsta hljóðfæri sinnar tegundar í Iandinu. Skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akureyri var hann í 24 ár, og á starfstíma hans fjölgaði nemendum úr 50 í 250. Skólinn flutti í eigið hús- næði í Hafnarstrætinu, auk þess vann Jakob árum saman að því að skólinn eignast vandaðan Steinwayflygil, sem hafðist með þrautseigjunni. Lúðrasveit Akureyrar naut krafta Jakobs, sem stjórnanda um árabil. Hér langar mig aftur til að vitna í Þórarinn heitinn Björnsson, skólameistara, er hann Iýsir ástandi tónlistarmála á Akureyri í ræðu sinni við fyrstu skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri, 20. janúar 1946: „Þá hefur Lúðrasveitin ekki verið vel sett. En fyrir árvakra ástundun Jakobs Tryggvasonar, sem þó hafði enga sérþekkingu á blást- urshljóðfærum, hefur Lúðra- sveitinni skilað furðanlega vel áfram..." Árv'ekni og ástundun fylgdu Jakobi og einkenndi öll hans störf, ásamt einstakri kost- gæfni og útsjónarsemi. Hann var afkastamikill kór- stjóri, þvf auk kirkjukóra stofnaði hann og stjórnaði Söngfélaginu Gígjur, oftast kallaðar Gígjurnar, alla þeirra starfstíð og það verður á engan hallað að telja söng þeirra einhvern þann besta sem hér heyrðist í þann tíma. Um árabil var Jakob stjórnandi, út- setjari og píanóleikari Smára- kvartettsins á Akureyri, sem hef- ur trúlega náð ásamt MA kvar- tettinum hvað mestum vinsæld- um söngkvartetta í Iandinu. Ég vil að lokum segja, að sú þakkar- skuld sem áhugafólk um hið dýp- sta mál tónanna, á Jakobi Tryggvasyni að gjalda, verður best goldin með árvakri ástund- un tónanna og þeim Iífsauði sem í þeim býr. „Allt, sem er og verður, er bundið af því, sem undan er geng- ' 'lðl'ivó'áð viðb’ufðirnir é'fji eins’og hlekkir í óslítandi keðju,“ segir í Skriftamálum einsetumannsins eftir Sigurjón Friðjónsson. „ Kallaðu Ijós á grund svo landsins hljómur skýrist, fjöllin syngi, fjörðurinn Ijómi, hirti um Súlur. Heiðin hlýni hækki rödd Drottins t blómi." (Þorgeir Sveinbjarnarson, úr Ijóðinu Við Hallgrímsstein) Blessuð sé minning Jakobs og nýir vegir. Með þökk fyrir allt og allt. Jón Hlöðver Áskelsson. *** Mikill öðlingur, Jakob Tryggva- son söngstjóri og orgelleikari, er látinn í hárri elli. Hugurinn hvarflar aftur í tímann, að árinu 1967. Akureyri var stundum nefnd „Gaulverjabær" og var sú nafngift dregin af því hversu niargir kórar voru hér starfandi. Á þeim tíma sem um ræðir bar bærinn þó varla nafn með rentu, stór blandaður kór Kantötukór- inn, hafði þá nokkrum árum fyrr lagt upp laupana, en tveir stórir karlakórar sungu raunar enn við raust. Á sönglofti Akureyrarkirku 1 bJóm^ðist'’ líká sönþfíf. ’ ÞbV kat organistinn, Jakob Trygg\'ason, við orgelið og stjórnaði kirkjukór. Sigurður Demetz Fransson var nýlega kominn sem söngkennari við Tónlistarskólann, þar sem Jakob var skólastjóri, og hafði h-mn verið fenginn til að radd- þjálfa kirkjukórinn. Konum í kirkjukórnum sem sóttu þessa söngtíma þótti dapurt að ekki fengju fleiri konur að láta sínar þýðu raddir hljóma Iíka og upp úr þessu var farið að tala um að stofna kvennakór. Það er ekki að orðlengja það - stofnfundur var boðaður, ekki færri en 50 konur mættu. Þá þegar var búið að ráða Jakob Tryggvason sem söngstjóra og Sigurð Demetz sem raddþjálf- ara að kór sem ekki var orðinn til. Slík var bjartsýnin er Söngfélagið Gígjan var stofnuð. Síðan má segja að leiðir margra þessara kvenna og Jakobs Tryggvasonar lægju meira eða minna saman í 17 ár. Sumar færðust lfka til hans í kirkukór- inn. Eins og gengur urðu breyt- ingar, nokkrar hurfu á brott en aðrar komu í staðinn. Viss kjarni hélt þó tryggð við félagsskapinn allt til endaloka sem urðu 1984, og „LiIIi Kobbi okkar“ eins og við stundum nefndum hann okkar á milli í gælutón, hélt líka tryggð við kórinn. Ekki vitum við hversu mikið þetta kórstarf hefur veitt Jakobi þvf hann var aldrei mikið fyrir stóru orðin, en eitt er víst, hann stóð ekki í þessu stappi til að auðgast á því. Fjárhagur kórsins var oftast bágborinn og launin sem Jakob voru greidd voru ekki há. Það er líka víst að oft hefur hann þurft að taka á þolinmæð- inni þegar hans næma tóneyra nam annarlega tóna frá kórkon- um í stað hins eina rétta tóns. Vandvirkni hans var kapítuli út af fyrir sig. Það var ekki mikið um útsetningar á lögum íyrir kvenna- kóra og það sem til var var yfir- Ieitt fyrir þríradda kóra. Þetta fániis't’Jaköb 'éEki "nog‘'ogTíaniT útsetti fyrir fjórradda kvennakór meginið af því sem Gígjan söng og tók aldrei krónu fyTÍr. Jakob Try'ggvason var gott tónskáld (nú hefði hann veitt okkur átölur fyT- ir að taka svona sterkt til orða), en óhætt er að segja að fáir Is- lendingar voru slyngari við að út- setja kórlög. Allt þetta handskrif- aði hann með sinni snotru nótna- skrift. Verðugt væri að gefa þetta safn út, raunar munu ýmsir kvennakórar síðari tíma hafa not- ið góðs af þessum útsetningum. Ekki dettur okkur í hug að segja að við höfum alltaf verið Jakob sammála, meira að segja stundum afar ósammála, en hann var óumdeildur stjórnandi og hafði oftast sitt fram. Og að loknum vel heppnuðum tónleik- um fór ekki á milli mála hver stóð hjarta okkar næst þá stundina. Það er óhætt að segja að vel þyrfti að leita til að finna þá Gígjukonu sem ekki þótti vænt um Jakob og mat hann mikils. Þá má ekki heldur gleyma Unni konu hans sem með sínu hógværa brosi samþykkti allar þessar konur sem þóttust eiga eitthvað í manni hennar, a.m.k. heilmikið af tíma hans. Hún var einstök. Einhveijum kann að finnast að þessi pistill sé jafnmikið um Söngfélagið Gígjuna og Jakob Tryggvason, en satt að segja get- um við ekki talað um Jakob án þess að Gígjan komi jafnframt í hugann svo voru þau samtengd. Hann gerði þennan kór að góðu hljóðfæri á örskömmum tíma. Og með þessum fátæklegu orðum váljum við votta minningu hans virðingu og þakka honum fyrir öll þau góðu ár sem við áttum sam- leið. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum \ið hlýjar vinar- kveðjur. Fyrir hönd Gígjukvenna, Hólmfriður Jónsdóttir, Gunn- ■ jffóurTTréÍðdrsdoftir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.