Dagur - 20.03.1999, Qupperneq 6

Dagur - 20.03.1999, Qupperneq 6
VI-LAVGARDAGUR 20. MARS 1999 MINNINGARGREINAR Aima Jónsdóttir Það er vetur og það er dimmur morgunn. Stór rúta stoppar fyrir framan Héðinsminni, hálf full af krökkum. Valdimar ýtir á takka og segir um leið og dyrnar opn- ast: „Uthlíðin er ekki komin, ætli Jón hafi þurft að keðja?“ Þeir krakkar sem ekki eru orðnir ungl- ingar troðast hver um annan þveran út úr bílnum og ryðjast inn um dyrnar á skólanum. Strákarnir tala um færð á vegum því þeir hafa sérstakan áhuga á sköflum. Einn er ekki viss um að Jón eigi neinar keðjur en umræð- urnar Ieysast upp eftir að stígvél- um og skóm hefur verið sparkað af litlum fótum. Allir flýta sér inn í eldhús því þar situr hún Anna fyrir endanum á borðinu og það er eins víst og að sólin komi upp á morgnana. Það er eitt af því fáa sem við getum verið viss um. Nú hefur Anna Jónsdóttir, gamli kennarinn minn frá því forðum daga í Akraskóla verið kölluð yfir í aðra veröld eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Síðast þegar ég hitti Onnu var hún kominn á Landspítalann og spurði hún mig hvort að ég héldi að hún þyrfti ekki að reyna að breyta einhverju hjá sér, því hún fyndi að dauðinn væri að nálgast. Mér fannst eins og eggið ætti að fara að kenna hænunni, þegar þessi kona sem ég hafði alltað lit- ið upp til og kennt mér spurði mig ráða enda datt mér ekki í hug að hún hefði nokkru sinni gert eitthvað annað en það sem var best og réttast. Eftir að ég hef komist til vits og ára verður mér oft hugsað til þeirra forrétt- inda sem börn í Akrahreppi njóta, að fá að ganga í þennan litla og rótgróna skóla, þar sem hægt var að ganga að öllu vísu. Bekkurinn okkar var frekar stór miðað við aðra bekki. Við vorum engin lömb að leika við, því auð- vitað þurftum við að beijast um athygli kennaranna fyrir vikið. En Anna virtist aldrei þreytast á ærslagangi okkar krakkanna og var eins og klettur í hafinu, svo ótrúlega þolinmóð, hverju sem á gekk. Við höfðum mismikinn áhuga á lærdómnum eins og gengur og enn þann dag í dag hef ég nokkurt samviskubit yfir að hafa ekki verið duglegri að prjóna og hvað það nú var sem ætlast var til að við gerðum í handa- vinnu, því Anna tók það nærri sér. Anna gerði aldrei upp á milli okkar krakkanna, aldrei var ég vör við að hún hampaði einum fram yfir annan. Sigríður Gunnarsdóttir *** Minnisstæður er sólríkur haust- dagur fyrir rúmum fimmtíu árum. Þann dag hittumst við í Reykjavík fjórtán stúlkur sem vorum að hefja nám í Hús- mæðrakennaraskóla Islands er þá var settur í þriðja sinn. Skól- inn var þá til húsa í Háskóla Is- lands og skólastjórinn Helga Sig- urðardóttir lagði okkur lífsregl- urnar í námi og skólastarfi. Þessi nemendahópur sem var víðsvegar af landinu átti eftir að deila daglegri önn og gáskafull- um gleðistundum innan veggja skólans næstu árin í bóklegu og verklegu námi. Það sýndi sig fljótt að þó við værum á ólíkum aldri með mis- munandi undirbúning unnum við af samheldni og einhug að erfiðum verkefnum undir ströng- um skólaaga. Þarna var Iagður grunnur að þeirri órofa vináttu sem hefur yljað okkur öllum fram á þennan dag. Þar átti ekki síst hlut að máli Anna skólasystir okkar sem nú er kvödd. Hún var í eðli sínu náttúrubarn, geislandi glöð, hjálpsöm og hlý í viðmóti. En hún var Iíka verkvön og list- feng og það lék allt í höndunum á henni. Hlaut hún því sérstaka viðurkenningu fyrir að vera dug- Iegust matselja á vorprófi fyrra árið í skólanum. Um sumarið starfaði skólinn á Laugarvatni. Þar var einkum lögð áhersla á fjölþætt verldegt hús- stjórnarnám, garðyrkju, mjaltir, svínarækt og hænsnarækt sem á þeim tíma þótti nauðsynlegur undirbúningur fyrir kennara við húsmæðraskóla í sveit. Þar var Anna á heimavelli, vön öllum sveitastörfum og fyrirmynd okkar sem óreyndari vorum. Það leyndi sér ekki að hún var ein af þeim sem hafa „græna fingur“ og geta látið allt spretta. Oft höfum við minnst þessa sumars. Það rigndi næstum hvern einasta dag og við vorum að basla við að rækta grænmeti. Hekla gaus og stór- bruni varð á Laugarvatni þegar kviknaði í Héraðsskólanum. Mik- ið var þvf um gestakomur og ófyr- irséð viðfangsefni. það var þess vegna kærkomin tilbreyting að taka þátt í Landbúnaðar- og garðyrkjusýningu sem haldin var í Reykjavík. Hlutverk okkar þar var að sýna margskonar græn- metisrétti o.fl. Auk þess frædd- um við um geymslu grænmetis. Síðari veturinn tók við hefðbund- ið skóalnám og kennsluæfingar. Að námi loknu dreifðist hópur- inn og flestar réðust til kennslu- starfa. A skólaárunum kynntist Anna ungum Skagfirðingi Sigurði Jó- elssyni og þau giftust ári eftir að við lukum námi, settust að á Stóru-Ökrum og bjuggu þar upp frá því. Anna og Sigurður eignuð- ust sjö mannvænleg börn. Þegar um fór að hægjast við barnaupp- eldi og heimilisrekstur hóf Anna kennslustörf við Grunnskólann í Akrahreppi og auk sinnar kennslugreinar sótti hún nám- skeið í handmenntum og byrj- endakennslu. Kennslan átti vel við hana og hún minntist þess tíma með mikilli ánægju. Þann 2. júní sl. héldum við há- tíðlegt 50 ára kennaraafmæli okkar. Anna var þá á meðal okkar hlý og brosandi þó hún gengi ekki heil til skógar. Hún skrifaði vonglöð í gestabók einnar okkar: „Sjáumst að vori svona hressar'. Sú ósk rætist því miður ekki. Hún er nú horfin okkur, sú fjórða úr hópnum sem við sjáum á bak. Aður eru fallnar Rósa Þorgeirs- dóttir frá Hlemmiskeiði, Jóhanna Björnsdóttir frá Stóru-Giljá og Guðrún Sigurðardóttir frá Reykjahlíð. Við vottum eiginmanni Önnu og fjölskyldunni allri innilega samúð og kveðjum kæra skóla- systur með virðingu og þakklæti. Bryndts, Dótnhildur, Eltn, Jóna, Sigrún, Sigurborg, Stef- anta, Þorbjörg, Þorgerður og Þórunn Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri ORÐDAGSINS 462 1840 Soffía Júnía Sigurðardóttir Sólvölliuii Soffía Júnía Sigurðardóttir fæddist á Brattavöllum Arskóg- strönd 22. júlí 1906. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 5. mars sl. Foreldrar hennar voru Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir húsmóðir f. 10.01. 1880, d. 19.05. 1953 og Sigurður Flóvent Sigurðs- son bóndi á Brattavöllum f. 02.07. 1876, d. 07.07. 1937. Systkini Soffíu voru Gunn- laugur f. 21.08. 1902, d. 24.06. 1986, Sigurlaug f. 23.10. 1908, d. 03.04. 1929, Anna Soffía f. 17.08. 1911, d. 03.03. 1983. Hinn 1. des. 1926 giftist Soffía Konráði Sigurðssyni frá Kjarna í Arnarneshreppi f. 28.09. 1902, d. 15.07. 1994. Foreldrar hans voru Sigurður Jón Sigurðsson útvegsbóndi Hjalteyri f. 21.11. 1868, d. 25.05. 1939 og kona hans Margrét Sigurlína Sigurðar- dóttir f. 02.02. 1870, d. 27.12. 1910. Börn Soffíu og Konráðs eru 1) Alfreð Sigurlaugur f. 14.07. 1930, maki Valdís Þorsteins- dóttir. Þau eiga 6 börn, 17 barnabörn og 8 barnabörn. 2) Sigurður Tryggvi f. 15.09. 1938, maki Ingibjörg Þórlaug Þorsteinsdóttir. Þau eiga 6 börn, 15 barnabörn og 1 barnabam. 3) Gunnlaugur f. 16.07. 1946, maki Valborg María Stefánsdóttir, þau eiga 4 börn og 5 bamabörn. Soffía og Konráð bjuggu fyrst á IJrimnesi Árskógströnd, þái á Brattavöllum sömu sveit, síðan á Selá sömu sveit, þaðan fóru þau til Hjalteyrar og svo til Ak- ureyrar. 1954 fluttu Soffía og Konráð til Árskógssands, byggðu nýbýlið Sólvelli þar sem Konráð gerðist útgerðar- maður, og bjuggu þar til ævi- loka. Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, Soffíu Júníu, sem andaðist að morgni 5. mars s.l. á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Hún var á 93. aldursári og bar gæfu til að vera á sínu heimili til æviloka. Soffía var bráðmyndarleg í sjón og raun, afskaplega Iistræn, það var alveg sama hvort hún sinnti sín- um fallega skrúðgarði, málaði myndir á postulín, rekavið, flauel eða hvað sem henni datt í hug að mála á, allt varð af dýrgripum úr hendi hennar. Um miðjan aldur fékk hýn áhuga á .steinasöfmin, en lyrsta steininn fann hún í fjörunni í Hrísey og var það norskt granít, og í dag eru þús- undir steina í hennar eigu sem hún fann víðsvegar um landið. Soffíu nægði ekki að leita að steinum heldur fékk sér steina- sög og tæki til slípunar. Bjó hún til fjölda af fallegum hlutum sem hún svo gaf afkomendum sínum. Það er ekki of sterkt í árina tekið að Soffía Júnía var fjöllista- maður. Henni nægði ekki að sauma og sníða á sína hér á árum áður, heldur var hún virkur þátt- takandi í félagsstarfi sveitarinn- ar. Hún söng í kórum og lék á leiksviði í mörg ár, enda sögðu gamlir samtímamenn hennar að hún væri líklega sú kona sem mest hefði hlegið, dansað, sung- ið og leikið í sinni sveit. Soffía naut ekki langrar skóla- vistar frekar en margir af alda- mótakynslóðinni heldur var skóli lífsins hennar háskóli. Að lokum þakka ég tengda- móður minni fyrir nær 50 ára samskipti, og bið að kærkeikans Ijós umleiki hana á nýjum slóð- um, þar sem hún mun syngja, dansa og hlæja. Kærleikansíjós umleiki alla hennar afkomendur. Valdts Nú legg ég augun aftur Ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka mig yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. fJ :■ Egilsson)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.