Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 2
2 - PRIÐJUDAGVH 4. MAÍ 1999 D^utr FRÉTTIR FRÉTTA VIÐTALIÐ Veiðistjdri kallar eftir aiLkafjárveitingu til að sinna eftirliti með skotveiðimöunum. Hann telur aðeins örfáa veiðiþjófnaði upplýsast, enda sé eftirlitið í molum. Lögreglan á Akureyri hafði á Iaugardag hendur í hári þriggja ungra manna sem voru að koma frá gæsa- og helsingja- veiðum í Húnaþingi, en slíkar veiðar eru stranglega bannaðar á þessum tíma árs. AIls skutu mennirnir 67 fugla, en veiðiskapur af þessum toga varðar á þessum tíma árs við fugla- verndar- og skotvopnalög. Fleiri dæmi voru um rányrkju á landinu um helg- ina, meðal annars í Landeyjum. Veiðistjóri, Áki Armann Jónsson, for- dæmir veiðiþjófnað. „Þetta er siðlaust með öllu og setur því miður blett á alla skotveiðimenn landsins, þar sem nokkrir einstaklingar skemma fyrir heildinni. Við fáum töluvert af upp- hringingum á vorin um að menn séu að skjóta gæsir og ég veit það í gegnum krókaleiðir að þetta er algengt. Aðeins örfáir nást.“ Áki telur að taka eigi hart á brotum af þessu tagi. „Mér finnst að það eigi að taka alveg sérstaklega hart á þeim sem fremja veiðiþjófnað í svona mikl- um mæli. Menn læra ekkert af þessu fyrr en búið er að flengja þá almenni- lega.“ Logregla í fjársvelti Veiðistjóri telur hluta skýringarinnar á því hversu algengir veiðiþjófnaðir eru, að viðurlögin séu ekki nógu hörð. En hann nefnir aðra skýringu sem senni- Iega vegur þyngra: „Veiðieftirlit er al- veg í molum og það má segja að staðan hjá okkur sé í hálfgerðum hnút. Lög- reglan er í íjársvelti þannig að hún get- ur ekki stundað veiðieftirlit um helgar. Lausnin er að veiðistjóraembættið fái Magnús Axelsson, lögregluvarðstjóri á Akureyri, við hluta af fuglunum sem Akureyr- ingarnir ungu skutu í Húnaþingi, í leyfisleysi og banni. - mynd: sbs Ijárveitingu sem notuð yrði í eftirlit í samvinnu við lögregluna. Eg held að þetta yrði ekki mjög dýrt. Eg hugsa að milljón á ári myndi nægja til að halda uppi mjög góðu eftirliti." Skotveiðimennirnir í Húnaþing hafa gengist við broti sínu og telst málið upplýst. Fengur þeirra varð 59 hels- ingjar og 8 heiðargæsir og var gerður upptækur. Þá var einnig lagt hald á þrjár haglabyssur mannanna, það er tvær hálfsjálfvirkar og eina pumpu, auk skota og annars búnaðar sem not- aður var við veiðarnar. — bþ/sbs Veiðistj óri segir eftirlit í moluni Pottverjum hefur verið tíðrætt um hið furðulega fyrirtæki ís- landssíma. Þykir mönnum ein- sýnt að þar sc á ferðinni lang- tímaverkcfni sem miði að yfir- ráðum yfir Landssíma íslands. Að fyrirtækinu standa nokkrir af burðarásum Kolkrabbans þ.m.t. Burðarás sjálfur og nota sein skjöld kraftavcrkamemiina í OZ (sem þó keppast við að neita aðild að fyrirtækinu). Þarna sé því komiim Trójuhestur Kolkrabbans sem hafi það eitt að markmiði að ná yfirráðum yfir Landssímanum þegar ný ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefst handa við að færa eignarhald hans frá almemiingi til einkaaðila... Skipan stjómar í Trójuhcstin- um Íslandssíma styður sam- særiskenningar pottverja. Stjómarformaður félagsins er Páll Kr. Pálsson sem um árabil hefur setið í stjóm Þróunarfé- lagsins með Þórami V. Þórar- Þórarinn V. inssyni stjómarformanni Landssímans og háðir em þeir nánir stjómendum Eimskips. Einnig situr í stjóm félagsins Eyþór Amalds, helsti talsmaður Ozverja, og sýnir seta hans þar hversu vand- ræðalegur feluleikur þeirra um aðild að félaginu er. Þess má geta að starfsstöð liins nýja félags hefur verið í húsakynnum OZ við Snorrabraut... Kristján Jóhannsson syngur á Menningarhátíð Samíýlkingar í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld og ef marka má aðsókn að tónlcikum hans nyrðra með karlakórsinönnum, eru líkur til að stórtenórinn trekki vcralega. Haft var eftir sam fylkingarmanni í gær: „Kristján er sonur íslands en Kristján Jóhannsson. Bergþóra Valsoottir framkvæmdastjóri Samfoks, sambands foreldrafélaga ogfor- eldraráöa í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi. Málþing um heildstæðan gninnskóla ogsafnskóla. Hvorttveggja geturgengið ef vel sé að þeim staðið. Kostir oggallar. Unglingum betur sinnt í safnskóla. Samfelld- urnáms- og þroskaferill í heildstæðum skóla. Sumir vilja prófa eitthvað nýtt - Um kvaðjjallaði málþing sem þið stóðnð að í samvinnu við fræðslumiðstöð Reykjavtkur, Kennarafélag Reykjavtkur og Skólastjórafé- lag Reykjavíkur? „Yfirskrift málþingsins var heildstæður grunnskóli eða skipti við unglingastig, þ.e. svo- kallaður safnskóli. Málþingið fjallaði því í raun og veru um samanburð á þessu.“ - Hver er skilgreiningin á heildstæðum skóla hinsvegar og annarsvegar á sajhskóla? „Heildstæður grunnskóli er frá 1. og uppí 10. bekk. Safnskóli, eða skipti við unglingastig gengur út á það að 1.-7. bekkur er í einum skóla, samanber Ártúnsskóli. Sfðan er það 8. 9. og 10. bekkur sem gjarnan er í öðrum húsa- kynnum, samber í Árbæjarskóla og Réttar- holtsskóla. Sem dæmi þá er Hagaskóli safn- skóli fyrir Melaskóla, Grandaskóla og Vestur- bæjarskóla." - Hver var svo niðurstaðan? „Niðurstaðan var náttúrulega sú, sem kom okkur í sjálfu sér kannski ekki svo mjög á óvart þegar upp var staðið að það væru bæði kostir og gallar við hvort fyrirkomulagið fyrir sig. Þau gætu bæði gengið mjög vel upp ef vel væri að þeim staðið. Þannig að þetta er niðurstaðan svona faglega séð. Síðan er þetta tilfinninga- lega sem er stór þáttur i því þegar fólk myndar sér skoðun, enda verið að tala um börnin okk- ar. Þessi tilfinning byggir á einstaklingnum og foreldrinu sem þekkir barnið sitt best sem myndar sér skoðun á þeirri forsendu. Sem dæmi þá segja foreldrar annarsvegar að sínum börnum mundi henta langbest að vera í heild- stæðum skóla af því að þau séu svolítið við- kvæm og þurfa að hafa allt í reglu. Hinsvegar segja önnur að sín böm vilji prófa eitthvað nýtt. Það hentar þeim ekki að vera á sama vinnustað í tíu ár.“ - Hvað var það helsta sem kom fram t framsöguerindi dr. Gests Guðmundssonar fé- lagsfræðings? „Niðurstaða dr. Gests Guðmundssonar fé- lagsfræðings var sú hin sama, að bæði heild- stæður skóli og safnskóli ættu fullkomlega rétt á sér og hefðu allar forsendur til að vera góð og gild, væri vel að þeim staðið. Hann var þó á því að ef „u nglingamenning", eða það sem kallað hefur verið „protest kultur“ næði að grafa verulega um sig, þá væri heildstæði skólinn betri en safnskólinn. í safnskólum eru bara unglingar en ekki yngri bekkingar eins og í heildstæðum skóla.“ - Hver eru helstu rökin fyrir lteildstæðum skóla? „Grunnskóli er ekki bara menntastofnun þar sem nemendur Iæra ákveðin fög, heldur er þeim einnig kennt að umgangast aðra, taka til- lit til annarra og Iæra að þroskast sem félags- vera í kerfi sem ekki er svo einslit heldur er þar öllum blandað saman. Þar þurfa unglingar að taka tillit til þeirra sem eru yngri og þeir yngri líta gjaman upp til þeirra eldri og bera sig sam- an við þá. Það var líka álit Guðbjargar Þóris- dóttir skólastjóra Breiðagerðisskóla að heild- stæður skóli og starfsfólk hans hefði meiri möguleika að fylgjast með einstaklingum sem ætti sér bæði ákveðna sögu og feril innan skól- ans. Það væri því betur í stakk búið til að grípa til aðgerða ef eitthvað ber útaf hjá viðkomandi einstaklingi, náms- og félagslega." - Hvað með sajhskóla? „Þóra Kristín Jónsdóttir kennari í Hagaskóla færði rök fyrir ágæti safnskóla. Hún vill meina að þar væru meiri möguleikar á því að sinna námi nemenda betur í unglingaskóla. Það skólastig þyrfti líka meira á sérhæfðum kenn- urum að halda. Þá sé þar fjölbreyttara námstil- boð, bæði hvað varðar hraða og innihald. Þessutan sé þessi fjölbreytni ódýari í safnskóla en í heildstæðurh skölá.“ _ grh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.